16.6.2009 | 08:46
Ríkisrekstur settur í fyrirrúm
Aldrei hefur vestrænt land séð eins mikla og skjóta ríkisyfirtöku á hagkerfinu eins og Ísland síðustu 8 mánuði. Og enn á að minnka einkageirann með skattahækkunum sem bætast ofan á vaxtagreiðslur og skuldir. Þetta mun aðeins lengja og dýpka kreppuna en Steingrímur og Jóhanna geta ekki annað, það væru svik við þeirra vinstri stefnu. Hægur bati með atvinnuleysi, háum vöxtum og veikri krónu er sá kostnaður sem þessi stjórn er tilbúin að borga fyrir að halda í velferðakerfið. Spurningin er hvað gera þau 2010 og 2011?
Það unga fólk sem vill fá starfsreynslu hjá öflugum, heiðarlegum og faglegum fyrirtækjum og byggja upp sína starfsferilskrá á ekki aðra kosti en að fara til útlanda.
![]() |
Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 05:25
Frestur er á illu bestur
Hvað gerist þegar bankauppgjörinu líkur? Margir halda að þá munu íslenskir bankar rísa upp úr öskustónni og verða teknir gildir og góðir inn í alþjóðlegt bankaumhverfi? Þetta er óskhyggja í besta falli. Hugtakið "íslenskur banki" er nú orðið alþjóðlegt hugtak í fjármálaheiminum og lýsir 21. aldar fjármálastofnun þar sem almenningur og fyrirtæki tapa sínum sparnaði vegna vanhæfni, smæðar og andvaraleysi.
Í framtíðinni verður alþjóðleg bankastarfsemi á Ísland jafn líkleg og úthafsveiðar Svisslendinga. Enginn leggur sitt sparifé inn á íslenskan banka nema að vera neyddur til þess. Einokun ríkir nú í íslenskir bankaþjónustu enda allir bankar á einni hendi. Allt tal um að bankarnir verði seldir og komið í einkaeigu er enn ein óskhyggjan. Ríkisstjórnir út um allan heim munu á næstu árum selja sína bankahluti á almennum markaði. Af hverju eiga erlendir fjárfesta að kaupa íslenskan banka þegar þeir geta keypt banka í öðrum löndum?
Alla vega munu engir heiðarlegir kaupendur finnast að íslensku bönkunum en braskarar og spekúlantar með íslenska lögfræðinga og endurskoðendur í eftirdragi munu gera sig breiða og ganga í augun á íslenskum stjórnvöldum og blaðamönnum.
Næsti kafli nefnist: "Einkavæðing íslensku bankanna" - taka 2. Þar munu margir gamlir góðkunningjar Þjóðarinnar birtast aftur!
![]() |
Uppgjöri vegna bankanna enn frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 19:00
Eru stofur út í bæ orðnar dómstóll?
Dómstólar eru ekki hátt skrifaðir á Íslandi í dag. Lögfræðiskrifstofur eru alls ráðandi og eru orðnar ákærandi, verjandi og dómari allt í einu eins úr óperu Gilberts og Sullivan.
Það virðist ekki vera nein takmörk fyrir því hversu lágt íslensk lögmannastétt ætlar að beygja sig fyrir kúnnann. Íslensk lög túlkuð að íslenskum lögmönnum eru eins sveigjanleg og Wrigley´s tyggigúmmí.
Hver þarf stjórnarskrá þegar allt er svona lipurt og þægilegt?
![]() |
Var ekki skylt að bjóða verkin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 18:15
Er VG að klofna?
Það er ekki sama Jón og séra Jón hjá VG. Greinilegt er að þingmenn sem eru ráðherrar hjá VG og þar með hluti framkvæmdavaldsins eru skör hærra settir en almennir þingmenn VG. Er Steingrímu allt í einu orðinn "jafnari" Álfheiði. Þetta eru undraverð umskipti hjá VG. Það hlýtur eitthvað að vera í sessunum á ráðherrastólunum sem hefur þessi áhrif eða hvað?
Álfheiður á hrós skilið fyrir að berjast fyrir heiðri þingsins og að leyfa ekki sínum ráðherrum að komast upp með valdhroka.
![]() |
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 06:40
Lögmenn á hálum ís!
![]() |
Fékk 70 milljóna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 21:23
Skattahækkanir munu ekki styrkja krónuna eða lækka vexti
Skattahækkanir einar sér upp á 20 ma í ár munu ekki styrkja krónuna eða lækka vexti þvert á móti. Þess vegna er mikilvægt að heildarpakkinn fyrir næstu 3-4 ár sé birtur um leið.
Það er ekki hægt að bjarga velferðarkerfinu eins og það er nú og lækka vexti og styrkja krónuna á sama tíma. Það verður að velja þarna á milli. Þetta þurftu Lettland og Írland að gera og það gildir hið sama hér á landi. Endalaus bið breytir engu.
![]() |
Vilja heildarmynd fljótlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 21:03
Glórulaust kennitöluflakk
Halda menn virkilega að allir skuldsettir Íslendingar geti bara stofnað nýtt félag og selt allar veðsettar eignir þar inn og hei prestó öllu er reddað fyrir horn!
Hvers vegna er ekki búið að taka fyrir þetta kennitöluflakk fyrirtækja fyrir löngu? Hvaða hagsmuni er verið að vernda hér? Hver skrifaði upp á þennan gjörning í Grundarfirði?. Það hljóta að hafa verið lögfræðingar og endurskoðendur sem komu að þessu máli. Hver er þeirra siðferðisvitund?
![]() |
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 20:53
8% dugar skammt
Ef við gefum okkur að 10,000 Íslendingar hafi 1,000,000 á mánuði mun þessi skattur gefa um 3 milljarða í aukatekjur til ríkisins eða um 15% af þeim 20 milljörðum sem þarf að brúa. Betur má ef duga skal.
Hátekjuskattur verður aldrei nema brot af því sem þarf til, en spunameistarar ríkisins sjá svo til að þessi skattur fær mesta umræðu. Ekkert nýtt hér.
![]() |
Rætt um 8% aukaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.6.2009 | 11:33
Hvað er hæfni?
Hæfni, hæfniskröfur og hæfnismat eru hugtök sem þarf að umgangast með varúð. Grundvöllur fyrir hæfni umsækjanda um stöðu Seðlabankastjóra eru þær hæfniskröfur sem gerðar eru. Innbyrðis staða umsækjanda ræðst síðan af því hæfnismati sem fer fram.
Það er út í hött að tala um hæfni og hæfnismat án þess að þekkja til þeirra hæfniskrafna sem gerðar eru til starfsins? Hverjar eru þær, hver samdi þær og samþykkti? Þessar hæfniskröfur þurfa að vera mjög ítarlegar (2-3 A4 blaðsíður) og á að gera opinberar um leið og staðan er auglýst. Um leið þarf að gera umsækjendum grein fyrir hvernig hæfnismat fer fram, hvers konar viðtöl fari fram og hvaða upplýsinga sé óskað. Þetta þarf að liggja frammi strax í byrjun ráðningarferlisins.
Það er lykilatriði í hverju ráðningarferli hverjir og hvernig staðið var að samningu hæfniskrafna og starfslýsingu . Oft er það nefnd sem sett er á laggirnar og skipuð 4-6 aðilum sem semja starfslýsingu og hæfniskröfur og síðar í ferlinu hafa þessir sömu aðilar viðtöl við alla umsækjendur og meta þá eftir áður umsöndum hæfnismati. Mjög mikilvægt er að þetta liggi allt fyrir áður en staðan er auglýst og að umræða fari fram um hverjir sitji í þessari nefnd og þær hæfniskröfur sem nefndin semur áður en þær eru samþykktar. Hvers vegna?
Jú, því ef hæfniskröfur liggja ekki frammi opinberlega er hægt að snúa ferlinu við og nota það til að hygla ákveðnum umsækjendum. Til dæmis er hægt að setja 5 ára starfsreynslu í yfirmannsstöðu innan Seðlabankans sem kröfu. Þar með er hægt að hafna öllum þeim sem ekki hafa unnið hjá Seðlabankanum. Þetta er alþekkt leið í mannaráðningum og oft er sett inn einhver krafa sem næstum enginn getur uppfyllt aðeins til að auðvelt sé að útskýra hvers vegna ákveðinn einstaklingur er ekki dæmdur "mjög hæfur".
![]() |
Verður hæfnismat gert opinbert? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 08:11
"Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn"
Hvað vilja Bakkabræður fá fyrir þessa verksmiðju? Það hangir eitthvað meir hér á spýtunni en taugar til landsins? Hvað getur það verið?
Skuldaniðurfelling?
Hagstæð lán?
Uppreisn æru?
Yfirráð yfir Exista?
Eitt ættu Íslendingar að hafa lært og það er að sjaldnast koma réttar upplýsingar fram í íslenskum fjölmiðlum. Þar hefur fagurgalinn löngum sungið falskan söng.
![]() |
Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |