Fćrsluflokkur: Bćkur

Ása Guđmundsdóttir Wright

Morgunblađiđ greinir frá nýrri bók Ingu Dóru Björnsdóttur um athafnakonuna Ásu Guđmundsdóttur Wright.  Ég hef nýlokiđ viđ lestur bókarinnar og hér er á ferđinni vönduđ og vel skrifuđ bók.  Höfundur hefur rannsakađ lífshlaup Ásu mjög ýtarlega og vitnar í fjölda heimilda.  Ţetta er bók í anda Ásu, hispurslaus og nákvćm.

Ása og Newcome Ása og móđir mín voru systkinadćtur og ţađ voru ekki ófáar sögurnar sem ég heyrđi um Ásu og hennar ćvintýri ţegar ég var lítill strákur.  Ása var sannkölluđ ćvintýriskona, vann í stríđinu fyrir breska herinn í Englandi viđ ritskođun bréfa og settist síđan ađ í Trínidad og rak búgarđ ţar sem hún rćktađi kaffi og kakó.  Mađur hugsađi stundu um hvađ ţađ hefđi veriđ gaman ađ vera í sveit hjá Ásu, innan um öll hennar dýr og plöntur en úr ţví varđ aldrei enda var Trínidad fjarlćgđ eyja langt frá Íslandi á ţeim árum.

Ása var höfđingleg kona sem gaf sínar eigur til Íslands svo ţćr mćttu gagnast ţjóđinni.  Hún stofnađi tvo sjóđi til minningar um foreldra sína og ćttmenni á Íslandi: Minningarsjóđ sem er í vörslu Ţjóđminjasafnsins og styrkir fyrirlestra erlendar frćđimanna, og Verđlaunasjóđ tengdan Vísindafélagi Íslendinga.  Ásu var sérstakleg annt um ţađ ţessir sjóđir héldu nafni móđur hennar Arndísar Jónsdóttur á lofti enda var Ása líkt og móđuramma hennar Sigţrúđur Friđriksdóttir Eggerz mikil baráttukona fyrir bćttum réttindum kvenna eins og vel kemur fram í bókinni. 

Ég skora á stjórn Minningarsjóđs Ásu ađ halda fyrirlestraröđ um störf og rannsóknir sem hafa veriđ stundađar síđustu 40 árin á Spring Hill, búgarđi Ásu, sem hún stóđ fyrir ađ breyta í náttúruverndarsetur, Asa Wright Nature Centre, fyrsta sinnar tegundar í Karabíska hafinu.  Í stjórn setursins sitja margir merkir vísindamenn og upplagt vćri ađ fá einhvern ţeirra til ađ halda fyrirlestur hér á landi um vísindarannsóknir á Spring Hill.  Hér er ţví komiđ gott efni í fyrirlestraröđ sem bćri nafn móđur Ásu - Arndísar fyrirlestrar.

Vefsíđu seturs Ásu má finna hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband