Lögmenn á hálum ís!

Lögmenn eiga að vita betur og neita að skrifa undir svona barbabrellur. Sama á við í Grundarfirði og hjá Logos. Hver er eiginlega siðferðisvitund lögmanna? Ekki heyrist orð frá þeirra félagi. Er þögn sama og samþykki hér? Finnst þeim þetta bara í lagi af því að hægt var að nota einhverja lagaglufu sem aldrei var hugsuð í þessum tilgangi. "Varla löglegt og gjörsamlega siðlaust" eru þessi orð að verða kjörorð íslenskrar lögmannastéttar?  Getur almenningur treyst íslenskum lögmönnum?
mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það vekur sérstaka athygli að í einu skiptin sem íslenskir lögmenn rjúfa þögnina er þegar þeir gagnrýna þarf þá sem telja sig vera að eltast við réttlæti, eins og t.d Evu Joly.

Hvar voru þeirra raddir síðustu ár?

Ólafur Eiríksson, 15.6.2009 kl. 07:19

2 identicon

Mér er nú eiginlega farin að fá nóg af þessu. Þetta er orðið allt of mikið sukk og svíneri hér og mér sýnist ekki vera hægt að taka á þessu innanlands. Það er of mikið af fólki sem á einhvarja hagsmuni og stoppar þetta.

Ofbauð í gær og ákvað að opna vef http://icelandmoney.webs.com

Vona að það komi sem flestir til með að kíkja inn, hafa áhrif og finna leiðir til að bjarga okkur.

enn einn Íslendingurinn 

enn einn íslendingurin (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:29

3 identicon

Þvílíkur sóðaskapur sem viðgengist hefur hér, eru þessir menn á einhverju. Leyndin sem hvílir hér yfir öllu er alveg með ólíkindum. Eru það svo afkomendur þessara manna sem komast áfram í lífinu þau einu sem geta mentað sig, takka svo við,  þekkja ekkert annað enn sukk og svínarí,græðgi og spillingu. Vonandi verður tekkið á þessum mafíum. Þjóðin þarf réttlæti.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:09

4 identicon

Ein er sú saga sem gengið hefur , um viðskipti , Sigrjóns ,, Að hann hafi fengið forgang að kaupum á Mersedes bifreið sem var í eigu Landsbankans,, bifreið þessi á að hafa kostað tæpar 30 millur ,, Sigrjóni einum boðið að versla gripinn á rúmar þrjár millur,, Eru blessaðar skilanefndirnar einnig að drukna í spillingu,, Hvað verður t.d. um lóðirnar sem Landsbankinn var að leisa til sín,,?? Líklega verða þær seldar góðum vinum í Sjálfgræðgisflokknum fyrir hundrað þúsund kall stk,,

Bimbó (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband