Hvað er hæfni?

Hæfni, hæfniskröfur og hæfnismat eru hugtök sem þarf að umgangast með varúð.  Grundvöllur fyrir hæfni umsækjanda um stöðu Seðlabankastjóra eru þær hæfniskröfur sem gerðar eru.  Innbyrðis staða umsækjanda ræðst síðan af því hæfnismati sem fer fram.

Það er út í hött að tala um hæfni og hæfnismat án þess að þekkja til þeirra hæfniskrafna sem gerðar eru til starfsins?  Hverjar eru þær, hver samdi þær og samþykkti?  Þessar hæfniskröfur þurfa að vera mjög ítarlegar (2-3 A4 blaðsíður) og á að gera opinberar um leið og staðan er auglýst.  Um leið þarf að gera umsækjendum grein fyrir hvernig hæfnismat fer fram, hvers konar viðtöl fari fram og hvaða upplýsinga sé óskað.  Þetta þarf að liggja frammi strax í byrjun ráðningarferlisins.

Það er lykilatriði í hverju ráðningarferli hverjir og hvernig staðið var að samningu hæfniskrafna og starfslýsingu .  Oft er það nefnd sem sett er á laggirnar og skipuð 4-6 aðilum sem semja starfslýsingu og hæfniskröfur og síðar í ferlinu  hafa þessir sömu aðilar viðtöl við alla umsækjendur og meta þá eftir áður umsöndum hæfnismati.  Mjög mikilvægt er að þetta liggi allt fyrir áður en staðan er auglýst og að umræða fari fram um hverjir sitji í þessari nefnd og þær hæfniskröfur sem nefndin semur áður en þær eru samþykktar.  Hvers vegna?

Jú, því ef hæfniskröfur liggja ekki frammi opinberlega er hægt að snúa ferlinu við og nota það til að hygla ákveðnum umsækjendum.  Til dæmis er hægt að setja 5 ára starfsreynslu í yfirmannsstöðu innan Seðlabankans sem kröfu.  Þar með er hægt að hafna öllum þeim sem ekki hafa unnið hjá Seðlabankanum.  Þetta er alþekkt leið í mannaráðningum og oft er sett inn einhver krafa sem næstum enginn getur uppfyllt aðeins til að auðvelt sé að útskýra hvers vegna ákveðinn einstaklingur er ekki dæmdur "mjög hæfur".
mbl.is Verður hæfnismat gert opinbert?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Hjá okkur í Slóveníu hefur hæfnismat farið fram á öðrum svíðum heldur bara hitt hefðbundna, sem sagt menntun, aldur, reynsla ofl.  Öðruvissi þannig að fyrirtæki og stofnanir eru þegar að notfæra sig biokibernetisk þjónustu eða mælingar þess.  Mælingar á því sviði koma fram með parametrum óháð menntuni, aldri, reynslunni, heldur þarf það að bera fram sem ein heild, samsettur af mörgum parametrum.

Í tilfellum þar sem stjórnendir eru spillir eða orðin mikið veikir, (sjá fortíð, í einhverjum tilfellum nútíð pólitíkusa hérlendis)  viðkomandi aðilar gjörsamlega hafna slíkar hæfni mælingar. Svo einfalt er það að sjúk bio kerfi berja síg gegn góðu, rétt eins og dópisti vill alltaf ná fram sinnu.  

Biokibernetiskar mælingar hafa sannað síg vel erlendis, hér á landi eru þegar til einhverjir atvinnurekendur sem hæfnismat bera saman með biokibernetiskar mælingar.  Nú á næstunni verður laus staða hjá borgar/bæjar  atvinnurekendum og fer ráðning fram á meðal annars einmitt biokibernetisk. 

Andrés.si, 13.6.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband