Ríkisrekstur settur í fyrirrúm

Aldrei hefur vestrænt land séð eins mikla og skjóta ríkisyfirtöku á hagkerfinu eins og Ísland síðustu 8 mánuði.  Og enn á að minnka einkageirann með skattahækkunum sem bætast ofan á vaxtagreiðslur og skuldir.  Þetta mun aðeins lengja og dýpka kreppuna en Steingrímur og Jóhanna geta ekki annað, það væru svik við þeirra vinstri stefnu.  Hægur bati með atvinnuleysi, háum vöxtum og veikri krónu er sá kostnaður sem þessi stjórn er tilbúin að borga fyrir að halda í velferðakerfið.  Spurningin er hvað gera þau 2010 og 2011?  

Það unga fólk sem vill fá starfsreynslu hjá öflugum, heiðarlegum og faglegum fyrirtækjum og byggja upp sína starfsferilskrá á ekki aðra kosti en að fara til útlanda.  


mbl.is Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

þetta hefur gerst bæði í ameríkunni og bretaveldi.. Brown og Darling eru búinir að taka yfir meira en helming bankanna þar og reka þar með flest ofskuldsett fyrirtæki svona svipað og hér og ameríska bankakerfið er nánast allt komið í (ríkiseigu) þ.e. federal reserve er búið að selja fjármálaráðuneytinu þar ógrynni af nýprentuðum skuldum ( enginn veit hversu mikið því Bama gaf Fed algjört frelsi)... 

Sameining banka og færsla mengaðra skulda(toxic debt) yfir í ríkisbanka(eignaumsýslufélög) sýnist manni vera ein mesta skuldfærsla yfr á okkur almenning sem nokkurn tíma hefur átt sér stað..

gengisfellingin á laununum okkar er framundan með hruni á mörkuðum ameríku og þá er hagræðingin komin alla leið. mesta hagræðing seinni tíma hið minnsta!

Hinrik Þór Svavarsson, 16.6.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: corvus corax

Já, eins gott að gleyma þessum helvítis fjölskyldum og öðrum launaþrælum sem allra fyrst. Og skjaldborgin fræga sem átti að slá um fjölskyldurnar, það er búið að nota hana utan um fjármagnseigendur og annað glæpahyski með velþóknun Steingríms J. sem reyndist eftir allt saman bara úlfur í sauðagæru. Helvítis, fokking, fokk!

corvus corax, 16.6.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband