8% dugar skammt

Ef við gefum okkur að 10,000 Íslendingar hafi 1,000,000 á mánuði mun þessi skattur gefa um 3 milljarða í aukatekjur til ríkisins eða um 15% af þeim 20 milljörðum sem þarf að brúa.  Betur má ef duga skal.

Hátekjuskattur verður aldrei nema brot af því sem þarf til, en spunameistarar ríkisins sjá svo til að þessi skattur fær mesta umræðu.  Ekkert nýtt hér.


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú alveg dæmigert innlegg í umræðuna hjá þér.  20 milljarðar eru á ársgrundvelli, en 500 milljónirnar sem þú reiknar út eru á mánuði.  500 milljónir á mánuði eru um 6 milljarðar á ári, sem er ágætis hluti af 20 milljörðum.

Gestur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:16

2 identicon

Þetta er góð ábending

Skatturinn ætti að vera 12% ofan á allar aukatekjur yfir 600.000

Eitt er öruggt í þessu lífi, það var ekki fólkið með 300.000 kr í mánaðarlaun sem setti þjóðina á hausinn...

Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gestur,

Takk fyrir ábendiinguna, eitthvað brugðis bogalistin hér.  Þá er bara að vona að það séu 20,000 Íslendingar með 1,000,000 á mámuði.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.6.2009 kl. 21:25

4 identicon

Eitthvað er röksemdafærslan að klikka hjá þér Ragnar, það hefur sýnt sig í löndum að þar sem hátekjuskattur hefur verði afnuminn hafa skattjur ríkisins frá þeim tekjuhóp AUKIST!

Ef hvatinn til þess að fara yfir 700þ kr er fjarlægður að svo miklu leyti mun hvati fólk til þess að mennta sig, taka yfirvinnu og standa sig vel í starfi minnka að miklu leyti. Hvort villtu frekar 37% af 650.000 eða 49% af 450.000?

Hækkun skattprósenta er ekki alltaf það sama og auknar tekjur fyrir ríkið.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það eru varla 20,000 manns með 1,000,000 á mánuði svo hef lækkað þetta niður í 10,000.  Vonandi að sykurskatturinn bæti þetta upp.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.6.2009 kl. 21:33

6 identicon

Miðað við síðustu yfirlýsingar; sem voru á þá leið að enginn ætti að vera með hærri laun en forsætisráðherra held ég að það væri nær að miða við að 2000 manns væru með yfir 1.000.000 á mánuði - enda erum við væntanlega að tala um 2010.

 Eða 1000 manns.  Kannski einhversstaðar þarna á milli.

Enda forsætisráðherra með um 950þ/mán.

Góð færsla. Mjög góð, réttara sagt.

Þrándur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:57

7 identicon

Tekjujöfnudur er naudsynlegur.  Thess vegna tharf ad sjálfsögdu ad haekka tekjuskatt hátekna.

Their med laegstu tekjurnar VERDA EINFALDLEGA ad fá launahaekkun STRAX...nema náttúrulega thad sé aetlunin ad drepa fólkid sem hefur laegstu launin.

Thid getid bara ímyndad ykkur hvernig thad sé ad lifa á laegstu tekjunum í dag thegar allar innfluttar vörur hafa haekkad rosalega vegna thess ad gengi krónunar hefur fallid um 50% á frekar skömmum tíma.  THAD ER ÓMÖGULEGT AD LIFA Á LAEGSTU LAUNUNUM.  LAEGSTU LAUNIN Á ÍSLANDI ER VIDBJÓDSLEG SKÖMM FYRIR ALLA LANDSMENN.

Í sumar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:03

8 identicon

Sammála þvi að lægstu launin eru skömm en þau eru því miður ekki að fara að hækka í bráð þar sem ríkið, sveitarfélögin og fyrirtækin eru öll í lífróðri og sjaldnast svigrúm til hækkunar launa. Hins vegar finnst mér ansi slæmt að ríkisstjórnin ætli að fara að hækka skatta hingað og þangað. T.D. sykurskattur hlýtur að hækka matvöruverð að einhverju leiti sem hækkar í leið verðbólguna líkt og áfengis og olíuhækkunin gerði. Ríkisstjórnin ætlar að setja heimilin í landinu á hausin svo að hún komist inn í ESB.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Sigurjón

Það er gott að reikna þetta út hjá snillingnum Hjálmari hjá Datamarket.  Sjá hér.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 14.6.2009 kl. 03:10

10 identicon

Rétt að þetta er flott hjá Hjálmari datamarket.

Eina óvissan er að tekjudreifingin er síðan 2007; bankagúbbar hafa dúndrast niður í launum, iðnaðarmenn hafa minna að gera... kúrfan hefur breyst nokkuð, líklega til hins verra.

Þrándur (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband