Einræðisstjórnskipulag

Það er alltaf að koma betur í ljós hvers konar einræðisstjórnskipulag Ísland býr við.  Foringjar stjórnarflokkanna eru eins konar einræðistvíburar.  Oftast eru þetta "góðkynja" stjórnir en með Davíð Oddsyni virðist kerfið hafa orðið illkynja, með hræðilegum afleiðingum sem eru gerð ýtarleg skil í Skýrslunni.

Spurning er hvað vannst með sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?  Innleiddum við hér opið og rökrétt lýðræði byggt á stjórnarskrá saminni af íslensku þjóðinni fyrir íslensku þjóðina?  Svarið er nei.

Stjórnmálaflokkar og hagsmunahópar sáu sér færi að misnota gallaða stjórnarskrá Danakonungs sem var samin fyrir konungsveldi en ekki lýðveldi, til að koma sér og sínum í  yfirburða áhrifastöður.  Ráðherraveldið Ísland á sér enga lýðræðislega fyrirmynd en samt er það það eina sem kynslóðir Íslendinga þekkja.

Stjórnlagaþingi verður ekki lengur skotið á frest.  Þetta er brýnasta verkið sem okkar bíður til að koma Íslandi loksins í hóp siðmenntaðra lýðræðisþjóðfélaga.  Stjórnlagaþing þarf að vera skipað af þversniði þjóðarinnar, þar mega alls ekki sitja varðhundar spilltrar stjórnmálastéttar landsins. 


mbl.is „Þetta var pólitísk ákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góð grein.

Með fjórflokkinn við völd og klíkurnar sem standa á bak við hann þá er engin von til þess að hér verði gerðar slíkar breytingar, því miður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband