Skattahækkanir munu ekki styrkja krónuna eða lækka vexti

Skattahækkanir einar sér upp á 20 ma í ár munu ekki styrkja krónuna eða lækka vexti þvert á móti.  Þess vegna er mikilvægt að heildarpakkinn fyrir næstu 3-4 ár sé birtur um leið.

Það er ekki hægt að bjarga velferðarkerfinu eins og það er nú og lækka vexti og styrkja krónuna á sama tíma.  Það verður að velja þarna á milli.  Þetta þurftu Lettland og Írland að gera og það gildir hið sama hér á landi.  Endalaus bið breytir engu.

 


mbl.is Vilja heildarmynd fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Andri. Fólk verður að fara átta sig á grunnatriðum varðandi samspili vaxta, gengis og fjárþörf ríkis hvort tveggja með tilliti til skatta og skuldabréfaútgáfu.

Þetta er staða sem allar þjóðir þurfa að glíma við og sömu meðölin sem duga í öllum tilvikum. Það er ekki til neitt sem heiti séríslensk hagfræði þótt landið sé lítið. Ef hægt væri að tala um séríslenska hagfræði þá væri það ef til vill íslenska krónan án þess að ég ætli mér að tjá mig um hana.

Almennt, ef við viljum styrkja gengið þá verður fjárþörf ríkisins að minnka og vextir mega ekki falla of mikið því þá fellur einfaldlega gengið. Það gildir einu hvort við höfum gjaldeyrishöft, ef það litla flæði sem er leyfilegt á að vera "sjálfbært", þá verða vextir að bera með sér þá áhættuþóknun sem er fólgin í því að liggja með fjármagn á Íslandi. Kalt mat er að vextir fara varla undir 7%. Meðaverðbólga undanfarinna 10 ára hefur verið að meðaltali 4% þannig að það gera vart meira en 3% raunávöxtun.

Þetta er fórnarkostnaðurinn við Íslensku krónuna.

Þetta er fórnarkostnaðurinn við að hafa svo skuldsett hagkerfi sem Ísland er orðið.

Leiðin sem Íslendingar verða að fara er sennilega sú sem Írar og fleiri þjóðir eru að fara þ.e. blönduð leið eins og þú bentir á Andir (11.06.09). Við getum auðveldað okkur leiðina með því að "þjóðnýta" einhvern hluta af lífeyrissparnaði landsmanna til að halda vörð um þá þætti sem okkur er kærast um (sjúkir, aldraðir, öryrkjar og börn).

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband