21.3.2009 | 07:36
Aldraðir settir skör neðar en aðrir!
Eins og ég skrifaði í bloggi mínu hér þá sitja aldraðir og atvinnulausir ekki við sama borð. Fjármagnstekjur maka atvinnulausra koma ekki til frádráttar en koma að fullu til frádráttar hjá eldri borgurum. Er þetta jafnræði? Nei, þetta er smánaleg aðför að öldruðum. Fyrri ríkisstjórn innleiddi þetta og núverandi stjórn virðist samþykkja þetta ójafnræði. Munur á D og VG er mestur í orði ekki á borði. Látum staðreyndirnar tala og hættum að hlusta á innihaldlaust orðagjálfur.
![]() |
Áhyggjur af skerðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2009 | 19:36
Ísjakinn rakst á Titanic!
Skipstjórinn biðst afsökunar að ísjaki hafi rekist á skipið.
Það sem er athyglisverðast við þessa skýrslu er það sem er ekki í henni. Ekki orð um EB, AGS eða krónuna. Hvernig á að fjármagna fjárlagahallann? Hvernig á ríkið að brúa tekjumissi? Hvað með niðurskurð á ríkisútgjöldum? Hvernig á að endurvekja bankakerfið? Hvað á að gera við skuldir heimilanna og fyrirtækja? Hvernig á að semja um erlendar kröfur? O.s.frv.
Nei sjálfstæðismenn, betur má ef duga skal.
![]() |
Fólkið brást, ekki stefnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 17:39
Sameiningarafl vantar sárlega
Það er margt gott í þessari ræður Hrundar. Hún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um einsleitar ákvarðanir samhents hóps og skort á skörungslegum leiðtoga.
Leiðtogaskorturinn er sérstaklega alvarlegt mál sem líklega á eftir að lengja þessa kreppu og gera hana erfiðari fyrir fólkið í landinu. Það sem vantar er leiðtogi sem getur sameinað sundraða þjóð, leiðtogi sem sameinar fólk í forgangsröðun á nauðsynlegum ákvörðum svo hægt sé að hrinda þeim af stað hratt, örugglega og fumlaust. Leiðtogi sem hrífur þjóðina og gefur henni styrk, von og áræði. Hvar finnum við slíkan einstakling? Við eigum engan Nelson Mandela, og engan sem kemst nálægt honum. Hvað gerum við þá? Þessu verður ekki svarað auðveldlega en eitt er víst prófkjör munu ekki skila okkur slíkum einstaklingi. En leita verðum við, leiðtogalaus endum við í ógöngum.
Hitt sem Hrund bendir á, þ.e. einsleitar ákvarðanir samhents hóps, er viðvörun sem við verðum að sinna og það strax. Því miður hefur þetta ekkert breyst hjá stjórnmálaflokkunum hvorki hjá fyrri ríkisstjórn eða hjá þeirri sem nú situr. Það er með ólíkindum að núverandi bráðabirgðastjórn skuli keppast við að skipa í sem flestar stjórnir og ráð ríkisins á nákvæmlega sama hátt of fyrri ríkisstjórn þ.e.a.s. með ráðherraskipun. Lín, Seðlabankinn og ÁTVR eru nýleg dæmi. Hvernig standa ráðherrar að slíku vali? Liggur fyrir starfslýsing á þessum stöðum? Af hverju eru þessar stöður ekki auglýstar? Á sama tíma skýtur skökku við að lög séu sett um að auglýsa Seðlabankastjórastöðu. Þetta er líklega ein af fáum stöðum sem ekki er best að auglýsa enda eru Seðlabankastjórastöður í nágrannalöndum okkar ekki auglýstar. En hins vegar eru stjórnarstöður hjá ríkisstofnunum ávallt auglýstar í flestum löndum. Af hverju er þessu öfugt snúið á Íslandi? Því miður er þetta klassískt dæmi um einsleitar ákvarðanir teknar af samhentum hópi sem býr í þröngum og takmörkuðum reynsluheimi.
Nei það er bæði haldið og sleppt. Stjórnmálaflokkarnir verða að marka rökrétta og alþjóðlega viðurkennda stefnu í starfsmálum hins opinbera. Annað ber vitni um ófagleg vinnubrögð og pólitíska hentisemi.
![]() |
Klárt að vitlausar ákvarðanir voru teknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 16:49
Jóhanna sigrar - áfall fyrir stjórn HB Granda
Það er vert að óska starfsfólki Granda og Jóhönnu til hamingju með góðan árangur. Hins vegar er þetta áfall fyrir stjórn Granda og samtök atvinnurekenda. Þeir virðast ekki vera í takt við þjóðarsláttinn. Eins og ég hef bent á áður þarf að taka stjórnarhætti íslenskar fyrirtæja til rækilegra endurskoðunar og innleiða stjórnarmeðlimi sem eru óháðir stærstu hluthöfum og hafa haga minnihlutans að leiðarljósi. Þau félög sem vilja vera almenningshlutafélög verða að beygja sig undir nýja og betri stjórnarhætti sem þjóna almennum hluthöfum en ekki innvígðri valdaklíku.
![]() |
Starfsfólkið fær 13.500 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 08:42
EB: Biðlistasjúklingar fá að fara erlendis í aðgerðir
![]() |
Um 3.500 bíða eftir aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 08:20
Mun hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar leyfa slíkt?
![]() |
Gætu orðið til 300 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 07:29
Ný söguöld að renna upp
![]() |
Obama: Ekki sömu leið og Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 17:22
VG í dag: Stjórnarmönnum ÁTVR fjölgað - legrýmum fækkað!!
Ráðherrar VG ákveða að fjölga stjórnarmönnum ÁTVR úr 3 í 5 á sama tíma og legurýmum á Grensás er fækkað úr 40 í 26. Er þetta rétt forgangsröð hjá ríkinu. Er virkilega mikilvægra að skapa nýjar stöður hjá ÁTVR fyrir flokksgæðinga en að hlúa að sjúkum? Hvað fá þessir stjórnarmenn í þóknun? Af hverju voru þessar stöður ekki auglýstar? Ég get ekki betur séð en að VG sé að grafa sína eigin gröf svona rétt fyrir kosningar. Eru flokksmenn VG samþykkir þessu eða þora þeir ekki að mótmæla?
Vonandi fæst svar við þessu í kjörklefanum.
![]() |
Breytingar hjá ÁTVR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svo skrifar Ögmundur á heimasíðu sinni 1. júní 2007.
Í dag fær starfsfólki á Grensás svo loks að vita að Ögmundur fækkar legurýmum út 40 í 26 en lætur svo stjórnendur spítalans útfæra þetta svo þetta komi ekki niður á sjúklingum. Hvers konar framkoma er þetta? Hvernig getur fækkun legurýma ekki komið niður á sjúklingum? Hvar eiga lamaðir einstaklingar að vera ef ekki í legurýmum? Endurhæfingardeildin á Grensás er allt of lítil og getur ekki annað eftirspurn. Þar eru biðlistar sem varla styttast við þetta. Og hvað á að gera við þá 14 einstaklinga sem nú eru í legurýmunum sem á loka. Getur Ögmundur svarað því eða þvær hann hendur sínar af þessari ákvörðun og lætur starfsmenn spítalans horfa í augu sjúklinga og bera þeim þessar skelfilegu fréttir.
Ef VG fer svona að fyrir kosningar hvað gerist eftir kosningar?
![]() |
Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 09:56
Þetta eru smámunir eða 0.025% af heildarskuld fyrirtækja
![]() |
Búið að afskrifa 1,8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |