Ögmundur: "Starfsfólk Grensásdeildar hefur óskað eftir bættri aðstöðu um árabil"

Svo skrifar Ögmundur á heimasíðu sinni 1. júní 2007. 

Í dag fær starfsfólki á Grensás svo loks að vita að Ögmundur fækkar legurýmum út 40 í 26 en lætur svo stjórnendur spítalans útfæra þetta svo þetta komi ekki niður á sjúklingum.  Hvers konar framkoma er þetta?  Hvernig getur fækkun legurýma ekki komið niður á sjúklingum?  Hvar eiga lamaðir einstaklingar að vera ef ekki í legurýmum? Endurhæfingardeildin á Grensás er allt of lítil og getur ekki annað eftirspurn.  Þar eru biðlistar sem varla styttast við þetta.  Og hvað á að gera við þá 14 einstaklinga sem nú eru í legurýmunum sem á loka. Getur Ögmundur svarað því eða þvær hann hendur sínar af þessari ákvörðun og lætur starfsmenn spítalans horfa í augu sjúklinga og bera þeim þessar skelfilegu fréttir. 

 

Ef VG fer svona að fyrir kosningar hvað gerist eftir kosningar?


mbl.is Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband