Ögmundur tekur upp hnífinn og sker niður!

Því meir sem Ögmundur sker niður í heilbrigðiskerfi landsmanna því erfiðar verður fyrir hann að standa í vegi fyrir öðrum rekstrarformum í heilbrigðisgeiranum.  Það er þegar tvöfalt kerfi í gangi sem lítið er talað um.  Þeir sem hafa efni og sambönd fara erlendis í skoðun, aðgerðir og til lyfjakaupa til að komast hjá biðlistum og skömmtunum hér á landi. 

 

Auðvita væri eðlilegra að þessir sjúklingar gætu fengið þessa þjónustu á Íslandi.  Það myndi skapa ný störf og spara gjaldeyrir.  En nei! Úreld 20. aldar hugmyndafræði VG sem jaðrar við að vera trúarbrögð kemur í veg fyrir að íslenska heilbrigðiskerfið geti þróast eins og það hefur gerst á hinum Norðurlöndunum.  Hvernig væri að Ögmundur færi t.d. til Finnlands og skoðaði hvernig önnur rekstrarform vinna með ríkiskerfinu?  


mbl.is Erfitt að hindra skerðingu heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa og krabbamein

Þetta er hræðileg frétt.  Er þetta það besta sem Ögmundur og VG geta boðið upp á?  Þetta mun ekki spara peninga.  Að skera niður í forvörnum er aðeins ávísun á hærri kostnað og verri heilsu fyrir almenning.  Konur sem áfram vilja vera í 2. ára eftirliti  þurfa þær nú að fara erlendis? 
mbl.is Gert að spara í krabbameinsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG tilkynnir skattahækkanir

Hvernig væri að stjórnmálmenn kæmu hreint og beint fram og útskýrðu hverjir fá hjálp og hverjir eiga að borga.  Hvaða hópur á að fá 4 milljónir í sína hönd og hver er þessi hópur með "meira á milli handanna" sem á að borga?  Er það kannski eldri borgarar sem hafa sparað og búa í skuldlausum eignum.  Hver er skilgreining VG á hátekjufólki?  Hvers vegna tala þessir frambjóðendur alltaf í frösum og undir rós. 

 

PS.  Hvað ætli Samfylkingin bjóði?


mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er að sökkva landinu!

Íslenska krónan með sína 18% stýrivexti, verðtryggingu og höft er alls ekki samkeppnishæf.  Hvaða land myndi vilja skipta á sínum gjaldmiðli og krónu.  Simbabve?  Umræðan hefur hins vegar tekið á sig hina furðulegustu mynd.  Í staðin fyrir að taka á meinsemdinni virðast allir flokkar uppteknir að finna sem bestan plástur á sárið.  Fyrst var það 20% niðurfelling, nú er það vaxtalækkun og afnám verðtryggingar og guð má vita hvað við fáum að heyra á morgun. 

Ekkert land getur starfað á viðurkennds gjaldmiðils og bankakerfis.  Ísland skortir bæði.  Fyrir Evrópulönd sem standa utan EB eru aðeins tvö sem hafa trausta gjaldmiðla, Noregur og Sviss.  Lönd innan EB hafa evru eða eru teng evru á einn eða anna hátt.  Eitt minnsta land Evrópu sem hefur farið einna verst út úr þessari kreppu reynir að halda upp nútíma efnahagslífi með ónýtan gjaldmiðil og óstarfhæfa banka.  Það hefur verið hægt að plástra þetta í nær hálft ár en svona ganga hlutirnir ekki lengur. 

Hvað er til ráða?  Það eru aðeins 2 möguleikar í stöðunni. Annað hvort erum við utan EB eða innan.  En þetta má ekki ræða.  Hvers vegna og ef ekki nú, hvenær?  Jú því það gæti sett núverandi valdastrúktúr innan stjórnmálaflokkanna í uppnám.  Svona flokkslúxus geta Norðmenn leyft sér með sinn olíugróða en litla Ísland þar sem fyrirtæki og einstaklingar riða á barmi gjaldþrots í þúsundatali getur ekki leyft sér svona forgangsröðun. 

Allt of lengi hafa landsmenn sett allt sitt traust í hendurnar á núverandi stjórnmálaflokkum og valdaklíkum og vonast til að þeir sjái um fyrir okkur og reddi hlutunum.  Þetta er tálsýn sem hefur haft hræðilegar afleiðingar og ekki sér enn fyrir endann á.

Það er því algjörlega ótrúlegt að í staðinn fyrir að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um EB aðild er þjóðinni talið trú um að nóg sé að stokka gömlu góðu flokksspilin upp á nýtt.  Hvers vegna eru allir núverandi stjórnmálaflokkar hræddir við þjóðaratkvæði?  Af hverju halda íslenskir stjórnmálamenn að þeir viti allt best og þurfi að hafa vit fyrir þjóðinni?  Hefur það reynst okkur vel? 

Þjóðaratkvæði um EB aðild er hins vegar staðreynd.  Það er aðeins spursmál um tímasetninguna.  Vandi Íslands er svo gríðarlegur að það er því miður lítil von að núverandi stjórnmálamenn með sinn þrönga og takmarkaða reynsluheim geti komið landinu klakklaust út úr þessum erfiðleikum.  Þeir munu reyna um sinn eftir kosningar en ytri aðstæður verða þeim um megn og með skottið á milli fótanna munu þeir neyðast til að íhuga þjóðaratkvæði og EB aðild.  En á meðan brennur Ísland.

 

 

 

 


mbl.is Vaxtalækkun lífsnauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OR: Yfir 250,000 kr skellur á hverja fjölskyldu í Reykjavík!

Hér kemur enn annar skellurinn fyrir fjölskyldur í Reykjavík.  Reikningur upp á um 250,000 fyrir hvert heimili í borginni.  Þetta þýðir bara eitt:  stórhækkaðir orkutaxtar (eftir kosningar) ofan í allt annað.  Hvernig væri að stjórn OR segði af sér og ný stjórn skipuð hæfu og pólitískt óháðu fólki tæki við?  Aðalmarkmið OR á að vera að tryggja næga og ódýra orku inn á hvert heimili borgarinnar.  Brask með eignir og verðbréf á að banna.  Allt tal um að selja HS til útlendinga er bæði óraunhæft og ósmekklegt.
mbl.is Orkuveitan greiðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir Íslendinga: 2+2=3!

Það er athyglisvert að bera saman tölur ríkisstjórnarinnar og ríkisskattstjóra yfir skuldastöðu þjóðarbúsins.  Ekki get ég fengið þetta til að stemma.  Með því að nota tölur ríkisskattstjóra yfir einkageirann fæst þessi mynd af skuldum Íslands sem % af þjóðarframleiðslu:

Gömlu bankarnir og sparisjóðir: 600%

Íslensk fyrirtæki (ekki bankar): 450%

Einstaklingar: 90%

Sveitarfélög: 10%

Ríki: 80%

 

Samtals: 1230% af þjóðarframleiðslu

 

Ef skuldir bankanna eru afskrifaðar verður niðurstaðan 630% en ekki 200% eins og Steingrímur J. birti í sinni kynningu fyrr í vikunni.  Hér munar miklu.  Íslenskar skuldir voru færðar yfir í nýju bankana með neyðarlögunum svo ekki er þetta í gömlu bönkunum?  Ég get ekki séð að hægt sé að fá niðurstöðu upp á 200% nema að Steingrímur sé búinn að afskrifa yfir 90% af öllum skuldum íslenskra fyrirtækja eða flytja þær aftur til baka í gömlu bankana og í hendur útlendingum?  Hvers vegna er ekki hægt að fá þessar tölur á hreint eftir allan þennan tíma?

 


Ráðherra á að þegja!

Ein grundvallar samskiptaregla ríkisstjórnar og seðlabanka í lýðræðisríkjum er að ráðherrar tjá sig ekki um vaxtaákvarðanir seðlabankans.  Slíkt grefur undan sjálfstæði bankans og skapar óvissu og tortryggni um hver og hvernig vaxtaákvarðanir eru teknar.  Eða í versta falli gefur í skyn að ráðherra geti ekki farið með trúnaðarupplýsingar.  Nei, íslenskir ráðherrar geta lært margt af starfsbræðrum sínum í nágrannalöndunum þegar kemur að faglegum samskiptum. 
mbl.is Von á stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og eru farnir til útlanda

Það verður erfitt að ná í þessa peninga.  Tvennt kemur þar til.  Íslensk skattalög byggja ekki á ríkisborgarrétti eins og í Bankaríkjunum og Ísland leyfir tvöfaldan ríkisborgararétt.  Hin svo kölluð skattaskjól bjóða efnuðum einstaklingum ríkisborgararétt og þar með öryggi að engar upplýsingar séu gefnar til erlendra aðila.  OECD tilskipun um upplýsingar frá skattaskjólum gilda ekki um eigin ríkisborgara.  Svo eru lönd eins og Sviss þar sem skatta undanskot eru ekki lögbrot.  Sum lönd jafnvel veita efnuðu fólki sem er á hlaupum unda skattayfirvöldum hæli sem flóttamenn.  Það eru víst ekki ófáir Bandaríkjamenn sem búa í Sviss sem "fjárhagslegir flóttamenn".  Því miður mun þessi yfirlýsing ríkisskattstóra aðeins hafa þau áhrif að gefa þessu fólki tíma til að koma sínum málum í "lag" og láta fjármuni hverfa fyrir fullt og allt.  Eina ráðið er að frysta eignir þessa fólks á Íslandi.  Athyglisvert væri að vita hversu margir af þessu "tugi" mann eru enn á þjóðskrá hér á landi?
mbl.is Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 200,000,000 á hverja 4 manna fjölskyldu!

Þetta eru ógurlegar tölur eða 52m á hvert mannsbarn á landinu.  20% af þessari tölu er yfir 3,000 miljarðar eða 8 sinnum hærri upphæð en fjármagn sem á að setja inn í nýju bankana.  Vextir af þessari skuld á 18% vöxtum er um 3,000,000 á mánuði fyrir 4 manna fjölskyldu.  Ég þurfti að reikna þetta tvisvar til að vera viss að þetta væri rétt svo ótrúlegt er þetta. Bankar og sparisjóðir skuld um 55% af þessari tölu svo ef við lítum á önnur fyrirtæki þá skulda þau 23m á hvert mannsbarn.  Vaxtabyrði af þessu á 18% vöxtum er þá 1,350,000 á mánuði per 4 manna fjölskyldu.   Þjóðartekjur á 4 manna fjölskyldu eru víst um 1,200,000 á mánuði.  Nú eru þessi lán fyrirtækjanna mikið í erlendum gjaldeyri svo vaxtabyrðin er ekki svona há en málið er að ef þessum lánum yrði breytt í kr. þá nægðu þjóðartekjur ekki upp í vexti.  Ofan á þetta bætast svo skuldir einstaklinga sem eru um 18m á 4 manna fjölskyldu eða verðgildi 2 herberga íbúðar!  Athyglisvert væri að vita hvaða veð liggja á bak við öll þessi lán?

 

Þessi kynslóð mín hefur sem sagt eytt öllum sparnaði foreldra sinna og skuldsett börn, barnabörn og barnabarnabörn sín um ókomna tíð.  


mbl.is 15.685 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hagfræði en afleit lögfræði og siðfræði!

Þessi 20% niðurfelling skulda er klassískt dæmi um "góða" hagfræðilausn sem ekki stenst lög um almenn mannréttindi eða er siðferðislega rétt.  Það er gott fyrir hagfræðinga að muna að með lögum skal land byggja og ólögum eyða. 
mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband