Skuldir Íslendinga: 2+2=3!

Það er athyglisvert að bera saman tölur ríkisstjórnarinnar og ríkisskattstjóra yfir skuldastöðu þjóðarbúsins.  Ekki get ég fengið þetta til að stemma.  Með því að nota tölur ríkisskattstjóra yfir einkageirann fæst þessi mynd af skuldum Íslands sem % af þjóðarframleiðslu:

Gömlu bankarnir og sparisjóðir: 600%

Íslensk fyrirtæki (ekki bankar): 450%

Einstaklingar: 90%

Sveitarfélög: 10%

Ríki: 80%

 

Samtals: 1230% af þjóðarframleiðslu

 

Ef skuldir bankanna eru afskrifaðar verður niðurstaðan 630% en ekki 200% eins og Steingrímur J. birti í sinni kynningu fyrr í vikunni.  Hér munar miklu.  Íslenskar skuldir voru færðar yfir í nýju bankana með neyðarlögunum svo ekki er þetta í gömlu bönkunum?  Ég get ekki séð að hægt sé að fá niðurstöðu upp á 200% nema að Steingrímur sé búinn að afskrifa yfir 90% af öllum skuldum íslenskra fyrirtækja eða flytja þær aftur til baka í gömlu bankana og í hendur útlendingum?  Hvers vegna er ekki hægt að fá þessar tölur á hreint eftir allan þennan tíma?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Steingrímur fór með vitleysu í þessari kynningu. Tölurnar í glærunum tala allt annað tunugmál og verra.

Arinbjörn Kúld, 18.3.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband