Aldraðir settir skör neðar en aðrir!

Eins og ég skrifaði í bloggi mínu hér þá sitja aldraðir og atvinnulausir ekki við sama borð.  Fjármagnstekjur maka atvinnulausra koma ekki til frádráttar en koma að fullu til frádráttar hjá eldri borgurum.  Er þetta jafnræði?  Nei, þetta er smánaleg aðför að öldruðum.   Fyrri ríkisstjórn innleiddi þetta og núverandi stjórn virðist samþykkja þetta ójafnræði.  Munur á D og VG er mestur í orði ekki á borði.  Látum staðreyndirnar tala og hættum að hlusta á innihaldlaust orðagjálfur.


mbl.is Áhyggjur af skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Smá leiðrétting. Fjármagnstekjur skerða ekki atvinnuleysisbætur yfir höfuð. Almennt eru fjármagnstekjur taldar vera sameiginlegar tekjur hjóna en ekki sértekjur annar þeirra enda eru þær færðar þannig á skattframtali. Ef setja ætti upp kerfi, sem aðeins skerðir miðað við fjármagnstekjur, sem eru af eignum skráðum á greiðsluþega þyrfti að breyta uppsetningu skattframtalsins til að það væri mögulegt.

Skerðing vegna fjármagnstekja hófst árið 1996 en þá voru taldar 50% fjármagnstekna. Það var því þarsíðasta ríkisstjórn, það er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem kom því á en ekki síðasta ríkisstjórn.

Hins vegar var vægið aukið úr 50% í 100% um síðustu áramót og var það því verk síðustu ríkisstjórnar.

Sigurður M Grétarsson, 21.3.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

takk fyrir leiðréttinguna.  því miður bætir þetta þó ekki stöðu aldraðra gagnvart atvinnulausum

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.3.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

HEILÖG jÓHANNA HÆKKAÐI SKERÐINGU V/ fjármagnstekna úr 50% í 100% tkk fyrir geri aðrir betur!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 21.3.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhanna setti reyndar líka 98 þúsind kr. frítekjumark á fjármangstekjur, sem ekki hafði verið áður. Því eru lífeyrisþegar með minna en 196 þúsund kr. í fjármagnstekjur betur settir en áður en Jónanna tók við.

Skerðingin er reyndar ekki 100% nema í undantekningartilfellum. Hins vegar hafa fjármagnstekjur umfram 98 þúsund kr. 100% vægi við útreikning viðmiðunartekna. Síðan kemur skerðing á það miðað við skerðingarhlutfall þeirra bótaflokka, sem við eiga. Þannig skerðist til dæmis tekjutryggin um 38,35% af viðmiðunartekjum þannig að til dæmis að ef fjármagnstekjur hjá lífeyrisþega hækka úr 100 þúsund í 200 þúsund eða um 100 þúsund kr. þá lækkar tekjutrygging hans um 38.350 kr.

Sigurður M Grétarsson, 21.3.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband