23.3.2009 | 13:00
Gömul tillaga sem ekki á við nú!
Af hverju geta stjórnmálmenn ekki sagt hvað þeir ætla að gera eftir kosningar.
Það sem Steingrímur lagði til fyrir ári síðan eru gamlar fréttir og þær tillögur voru miðaðar við allt annað ástand. Allt eins má búast við að þessi 3% á 500,000 verði 6% eða hærri í núverandi ástandi. Steingrímur er greinilega að reyna að fegra skattahækkanir og niðurskurð eins og hann getur fyrir kosningar.
Hins vegar er þetta eina útspilið hjá flokkunum og ekki er sú mús betri sem læðist en sú sem stekkur. Meiri upplýsingar um framtíðina frá öllum flokkum er lágmarkskrafa kjósenda
![]() |
3% skattur á 500 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 11:20
...en hvað með heilbrigðisþjónustuna þar sem "Best" breytist í "Góða"!
Auðvita á nýr saksóknari að hafa fjármuni til að sinna sínu starfi en á það að koma niður á velferðarkerfinu og niðurskurði í heilbrigðiskerfinu?
Það var athyglisverð lítil klausa grafin í 78 liða óforgangsraðaðri stefnuyfirlýsingu hjá VG sem að ég held að hafi farið fram hjá mörgum. Hún hljóðar svo:
Stöndum vörð um grunnheilsugæslu og tryggjum aðgang allra að góðri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag.
Það sem stingur í augun er að VG ætla greinilega að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu sem nú kveða á að landsmenn eigi að fá bestu þjónustu sem völ er á. Þarna verður "bestu" breytt í "góða".
Orð eru til allra athafan fyrst. Hér getur lítið saklaust orð skipt miklu máli fyrir margan sjúkling.
![]() |
Aukið fé til saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 09:00
Íslensk fyrring!
Erlendir bankar taka ekki upp fulla greiðslumiðlun við banka sem starfa án efnahagsreiknings sama hvaða landi á í hlut. Vandamálið er að Ísland er bankalaust og því getur aðeins Seðlabankinn tekið ábyrgð á erlendum viðskiptum. Þetta ætti framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins að gera sér grein fyrir.
![]() |
Greiðslumiðlun til Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 08:39
Hvar byrjar spillingin og hvar endar hún?
![]() |
Pólitísk tengsl áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 10:30
"Non, je ne regrette rien"
Ætli Illugi skelli ekki Edith Piaf á fóninn og bjóði Þorgerði Katrínu upp í dans á flokksfundi Sjálfstæðismanna. Flokksbundnir Sjálfstæðismenn eru víst í sjöunda himni, eða er það núna kallað níunda himni yfir endurreisn flokksins í glæsilegu prófkjöri í Reykjavík. Það er svo annað mál hvort kjósendur taki sveifluna undir skerandi söng Piaf í hinum nýþvegna og skúraða níunda himni eða haldi sig aðeins jarðbundnari? Það hlýtur að vera ögn pirrandi fyrir Sjálfstæðismenn að Steingrímur skuli stilla sínum flokki (VG) upp sem andstæðum pól við þá og gera sig að nýfægðum túskildingi. En þetta eru allt smáatriði. Það sem skiptir máli er að gamla vaktin riðlist ekki og að hópurinn standi saman. Enginn skilur þetta betur en Sjálfstæðismenn. Nú hefst vinnan fyrir alvöru að koma hinum almenna kjósandi í trú um að ekki megi gefa eftir í þessum góðu og gömlu gildum, sem alltaf standa fyrir sínu sama hvað gengur á.
Já, hvað sem segja má um hæfni og siðferðisvitund þeirra sem nú bjóða sig fram til kosninga verður barátta þeirra hin ágætasta afþreying. Njótum vel, áður en alvaran tekur völdin eftir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2009 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 07:58
Afarkostir: EB aðild eða AGS gæsla?
Að Ísland geti ekki bjargað þeim tveimur innlendu fjármálastofnunum sem enn hafa líflínu til erlendar banka sýnir hversu alvarlega staða landsins er orðin. Hér með líkur ákveðnum þætti í lýðveldissögu Íslands. Engar íslenskar fjármálastofnanir hafa nú "eðlilega" starfsemi við erlenda banka. Sú staðreynd að Seðlabankinn tekur yfir Sparisjóðsbankann er örvæntingafull aðgerð til að halda einni líflínu til útlanda, í þeirri von að enn verði hægt að gefa út erlendar viðskiptaávísanir. Að byggja upp erlent traust og trúverðugleika og laða að erlend fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar án aðkomu AGS eða EB verður nú enn erfiðar en áður og mun taka enn lengri tíma.
Tökum sama ástandið núna:
- Allir bankar fallnir og viðreisn bankakerfisins óviss
- Ónýtur gjaldmiðill sem krefst hárra vaxta og hafta til að skrimta á innlendri grund
- 75% fyrirtækja á leið í gjaldþrot eða greiðslustöðvun
- 20% heimila í neikvæðri eignastöðu og gríðarlegir greiðsluerfiðleikar hjá enn fleirum
- Sívaxandi atvinnuleysi
- Skuldafen Íslands eitt það versta á byggðu bóli
- Tekjustofnar ríkisins hafa hrunið og velferðarkerfið í uppnámi
- Enginn aðgangur að erlendu fjármagni nema með aðkomu AGS
- Icesave og erlendar kröfur ófrágengnar
- Stjórnmálamenn ringlaðir og flokkarnir flestir stefnulitlir
- Þjóðin reið, óttasleginn, tortryggin og bitur
Og þeim möguleikum sem eru raunverulegir til að vinna okkur út úr þessu fækkar með hverri viku og allt stefnir í að þjóðinni verði að lokum settir 2 afarkostir í þjóðaratkvæði:
- AGS gæsla og króna
- EB innganga og evra
![]() |
SPRON til Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2009 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2009 | 16:57
Peningabréfssjóðirnir: Hið íslenska "mini-Madoff"?
Í framhaldi að bloggi Jakobínu Ólafsdóttur um Peningabréfssjóðina fannst mér rétt að taka sama athugasemdir mínar hér.
Á seinni hluta síðasta árs byrjuð peningabréfssjóðir í mörgum löndum að falla í verði. Í september féll einn stærsti peningabréfssjóður Bandaríkjanna undir gengið 100. Slíkt hafði ekki gerst fyrr. Fjárfestar voru óreglulegir og margir seldu sjóðsbréfin sín þar sem óvíst var hvernig verð á undirliggjandi eignum myndi þróast.
Undirritaðu fylgdist á sama tíma með gengi peningabréfssjóða Landsbankans. Það ótrúlega gerðist að gengið á Íslandi haggaðist ekki frá sinni beinu línu sem það hafði fylgt allt árið. Hvernig gat það staðist að gengi sjóðanna hækkaði dag frá degi á meðan undirliggjandi eignir hríðféllu? Þetta vakti grunsemdir og þegar Sjóður 9 féll í lok september var augljóst að ekki var allt með felldu.
En þrátt fyrir að Sjóður 9 hefði verið "leiðréttur" hélt gengi Landsbankasjóðanna að hækka. Þeir sem fylgdust grannt með seldu margir á þessum tíma. Og svo kom hið rétta í ljós eftir hrunið. Gríðarleg gjá hafði myndast á milli raunverulegs verðgildis undirliggjandi eigna sjóðanna og skráðu gengi. Þetta gerðist ekki á einni helgi, heldur þróaðist yfir marga mánuði og sí versnaði eftir því sem skuldabréf bankanna og annarra fyrirtækja féll í verði. Að þessu leiti voru íslenskir peningabréfssjóðir og sjóðir Madoffs líkir. Báðir borguðu út hærri upphæðir en undirliggjandi eignir stóðu til þar til allt féll!
Spurningarnar sem vakna eru þessar. Hvernig var gengi peningabréfssjóða reiknað dag frá degi? Ef ekki var byggt á undirliggjandi verðmati á eignum á hverju var byggt? Hver tók ákvarðanir og samþykkti þær reikniaðferðir sem notaðar voru til að reikna út daglegt gengi. Af hverju var gengið ekki leiðrétt þegar augljóst mátti vera að það var orðið allt of hátt miðað við verðgildi eigna? Voru sjóðsstjórar, stjórn sjóðanna og stjórnendur bankanna meðvitaðir um hvað var að gerast? Fylgdist FEM með reikniaðferðum bankanna og voru þær samkvæmt viðurkenndum endurskoðendareglum? Hvað vissu stjórnmálamenn, Seðlabankinn og ráðherrar um hvað var að gerast? Var ákveðið að þegja og vona að þetta mundi rétta sig af og reddast?
Já spurningar eru margar en lítið er um svör, nálægt 6 mánuðum eftir hrunið. Þetta mál er langt frá því að vera frágengið og margt á eftir að koma í ljós. Er eðlilegt að á sama tíma skipi fyrrverandi stjórnarmaður í Sjóð 9 hjá Glitni efsta sætið á list Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Er ekki eðlilegra að fólk sem var í ábyrgðarstöðum hjá bönkunum og stofnunum ríkisins í aðdraganda og eftir hrunið taki sér frí frá stjórnmálaþátttöku í 2 til 3 ár.
Það verður að skapa ákveðna fjarlægð frá þeim sem hreinsa til og þeim sem voru á vakt þegar ósköpin gerðust. Þar með er ekki verið að segja að þetta fólk hafi gert eitthvað rangt. Þetta snýst um að eyða öllum vafa um hagsmunaárekstra og vandræðalega aðkomu aðila að viðkvæmri rannsókn.
Ég skora á þessa einstaklinga að draga sig í hlé að sinni. Þeir geta komið aftur á sviðið í næstu kosningum. Takið núna rétt ákvörðun þjóðarinnar vegna.
21.3.2009 | 12:07
"Allir leiðtogar valda vonbrigðum"
Nýlega kom út bókin "Dispatches from the War Room" eftir Stanley Greenberg, stjórnmálafræðing. Greenberg vann náið með Tony Blair, Bill Clinton og Barack Obama í kosningarbaráttu þeirra og þekkir vel til helstu þjóðarleiðtoga samtímans.
Ein aðal niðurstaða Greenbergs í bók sinni er að allir stjórnmálamenn valda vonbrigðum. Væntingar eru of háar fyrir kosningar og sérstakleg er erfitt fyrir stjórnmálamenn sem lofa miklum breytingum að standa við sín orð. Kerfið og sitjandi valdastétt láti ekki svo auðveldlega breyta sér. Svo hafa leiðtogar ekki ótakmarkað fjármagn til að hrinda öllu í framkvæmd. Allt lítur svo vel út á pappírnum og á kynningarglærum en raunveruleikinn er allt annar þegar á hólminn er komið.
Einnig er athyglisvert að Greenberg segir að Tony Blair hafi misst tökin þegar hann vildi ekki biðjast afsökunar á Írak stríðinu. Að biðjast ekki afsökunar á mistökum getur kostað leiðtoga dýrt. Obama virðist skilja þetta en samt er Greenberg ekki viss um að hann muni ekki valda einhverjum vonbrigðum. Sjálfur Nelson Mandela einn mesti þjóðarleiðtogi síðustu ára olli vonbrigðum í Suður Afríku þegar umbreytingar gengu ekki nógu hratt fyrir sig. Mandela varð að endurskoða samband sitt við kjósendur sína og taka nýjan takt. En það gerði hann ólíkt flestum öðrum leiðtogum, enda í sérflokki.
Það er skiljanlegt að VG hilli sinn mann með lófataki, en skynsamlegt væri að stilla væntingum í hóf.
![]() |
Steingrímur kjörinn með lófataki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 09:16
Sparað í ráðuneytum?
Breski verkamannaflokkurinn lét þau orð falla nýlega að í Bretlandi yrði fyrst skorði niður hjá ráðuneytum, skrifstofum og hjá millistjórnendum áður en kæmi að framlínustörfum, þ.a.m. lokun sjúkrarýma sem yrði aðeins gert í algjörri neyð.
Á Íslandi virðist þessu öfugt farið. Byrjað er að loka legurýmum (Grensás) og skera niður krabbameinsleit. Á sama tíma er fjölgað í stjórnum ríkisins (ÁTVR). Af hverju er ekki byrjað að skera niður í heilbrigðisráðuneytinu og á skrifstofu spítalanna? Af hverju er einu sendiráði ekki lokað í stað fyrir að skera niður krabbameins forvarnir?
Fróðlegt verður að fylgjast með tillögum Ögmundar sem kynntar verða í næstu viku.
![]() |
Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 08:17
Steingrímur slær EB út í háa grasið
"Við eða Sjálfstæðisflokkurinn? Þessir eru pólarnir, hinn raunverulegi valkostur."
Svo segir Steingrímur á landsfundi VG og þar með hvetur kjósendur til að flykkja sér í kringum þá tvo flokka sem báðir eru á móti EB aðild. Athyglisverð pólitísk refskák. Ætli Samfylkingin þurfi að kyngja svona niðurlægingu?
Þegar grannt er skoðað er minni munur á VG og D en á S og D. Afstaða til EB aðildar skiptir þar höfuðmáli.
Já, það hefur lítið breyst hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Gamla Ísland lifir góður lífi þar.
![]() |
Sterk skilaboð frá yngra fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |