Ný söguöld að renna upp

Ísland er nú komið í sérflokk hvað efnahagsstjórnun varðar.  Landið er tekið sem dæmi um þá hræðilegu hluti sem gerast þegar stjórnvöld og bankar missa algjörlega tökin.  Fjarlægð, smæð og einangrun landsins magnar upp hlutina og eykur forvitni erlendis.  Þessi kokteil gerir landið að ómótstæðilegu fréttaefni.  Sögur frá Íslandi seljast  nú sem aldrei fyrr.  Fara þarf aftur á Söguöld til að finna sama áhuga á Íslendingasögum.  Á ferðalögum mínum erlendis eftir banahrunið er varla til sá maður sem ekki veit af Íslandi og efnahagshruninu.  Spurningarnar eru alltaf hinar sömu.  Þær snúast um fátækt, vöruskort, hrun krónunnar, afsögn ráðherra o.s.frv.  En eitt blífur og það er íslenska náttúran.  Flestir sem talað er við vilja koma til Íslands til að skoða landið.  Bankamenn og stjórnmálamenn koma og fara en landið stendur fyrir sínu. 
mbl.is Obama: Ekki sömu leið og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband