Útlendingar hafa val

Erlend fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta hér, þau hafa val.  Erlend fyrirtæki eru fyrst og fremst rekin til að skila hagnaði til sinna hluthafa ekki til að skila skatttekjum til erlendra ríkja.  Þau eru ekki góðgerðarfyrirtæki og þó það sé skiljanlegt að íslensk vinstri græn stjórn telji að orkufyrirtæki séu breiðu bökin sem ber siðferðisleg skylda til að leggja sitt af mörkum, er það barnaleg einfeldni að halda að kapítalísk erlend fyrirtæki vinni þannig.  Þau einfaldlega segja, "nei takk" og fara annað.

Þá er mikil hætta á að gömul álver sem eru á mörkum þess að bera sig eins og álverið í Straumsvík, munu hreinlega loka og loka mun fyrr en ella.  Því getur svona skattastefna haft öfug áhrif, lækkað skattstofn ríkisins og aukið á atvinnuleysi.

Það er engin tilviljun að Írar sem standa frammi fyrir svipuðum fjárlagahalla og við, ákváðu að hreyfa ekki við fyrirtækjasköttum, einmitt vegna þess að þeir vildu ekki hræða erlenda fjárfesta frá Írlandi.  


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi

Í Pressunni í dag segir:

"að bresk stjórnvöld muni hagnast um meira en einn milljarð evra á Icesave samningnum við Íslendinga og Hollendingar um hálfan milljarð. Þetta er niðurstaða hagfræðidoktoranna Daniel Gros og Cinzia Alcidi hjá Centre for European Policy Studies (CEPS) í Brüssel í áliti, sem Pressan hefur undir höndum."

Þetta virðist nú fyrst vera að renna upp fyrir íslenskum stjórnmálamönnum, þar sem útlendingar benda á þetta, en hér er um gamlar fréttir að ræða.  Þetta lág alltaf fyrir, og hvert 10 ára barn gat reiknað þetta út þegar í júní en þá voru vextir enn hagstæðari fyrir Breta og Hollendinga en í dag.  Ég skrifaði tvær færslur um þetta þá og benti á:

5. júní;

Bretar lána okkur 650 ma kr. á 5.5% vöxtum en breska ríkið getur fjármagnað þetta á 3% vöxtum.  Vaxtamunur upp á 250 punkta er frábær fjárfesting fyrir breska skattgreiðendur á kostnað íslenskra skattgreiðenda og erlendra kröfuhafa. 

Þetta þýðir að Bretar græða 16 ma kr. á ári (200,000 kr. á ári á hverja íslenska fjölskyldu) á þessum samningi eða yfir 100 ma kr. áður en við förum að borga krónu af þessu láni. 

Svo er auðvita hin mikla spurning hvort þessir 5.5% vextir eru fastir eða breytilegir.  Ég vona að þetta sé ekki bundið LIBOR sem er nú um 1.5%.  Ef þessir vextir eru breytilegir og 400 punkta yfir LIBOR hafa Bretar og Hollendingar landað samningi aldarinnar. 

7. júní;

Svo virðist vera sem að íslensku Icesave samninganefndinni hafi verið stillt upp við vegg.  Bretar gefa ekki tommu eftir í þessum samningi.  Hvers vegna gat nefndin ekki náð betri samningi sérstaklega hvað varðar vextina?

Bretar fjármagna þetta á um 3% vöxtum en Ísland þarf að borga vexti miðað við BBB lánstraust.  Þetta virðist vera ansi hart nema að Ísland sé 100% í órétti.  Maður hefði haldið að þessar tvær vinaþjóðir hefðu geta mæst á miðri leið og náð samkomulagi um vexti í kringum 4.25%.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Á það ekki líka við hér?

- - -

Að þetta skulu nú vera fréttir segir allt sem segja þarf um þá vankunnáttu og reynsluleysi sem hefur einkennt allt þetta Icesave mál frá upphafi.  Þetta Icesave snerist aldrei eingöngu um lögfræðiálit eins og Íslendingar héldu í sinni einfeldni, Bretum og Hollendingum til mikils léttis.  Íslendingar hjökkuðu alltaf í sama farinu og sáu aldrei skóginn fyrir flokksskírteinunum.  

Ef kjósendur hefðu haft vit og kjark til að kjósa hæfari Íslendinga á þing hefði ekki farið svona.  Hér liggur hundurinn grafinn en auðvita má ekki ræða þetta frekar en vextina í júní.  

Að menn skulu vera tilbúnir að fórna framtíð sinna barna fyrir þetta jólasveinalið á leiksólanum við Austurvöll skil ég ekki.

 


Erlend viðhorf gagnvart Íslendingum

Íslendingar vilja helst ekki hlusta á útlendinga nema þeir séu að hæla þeim.  Öll gagnrýni er flokkuð sem vanþekking á menningu og sérstöðu okkar eða hrein og bein öfundsýki.  Þetta er nýr búningur á íslensku minnimáttarkenndinni sem útlendingar túlka sem hroka. Dramb er falli næst nema á Íslandi!

Fyrir þá sem ekki reglulega lesa erlend dagblöð eða vefmiðla þá langar mig að vitna í skrif Daniel Drezner, prófessors í alþjóðastjórnmálum við Tufts háskólann í Bandaríkjunum.  Hann segir á vefsíðu sinni um Ísland undir fyrirsögninni "The geothermal superpower strikes back":

 "Iceland has a tendency to imagine a British or Dutch conspiracy behind any bad news."  The problem with this kind of label is that it's hard to shake, so maybe this is dogpiling on a small country.

Still, reading up on the mess in Reykjavik, it is truly stunning how little Icelanders seem to blame themselves for their current plight (and how much they thought their run of success was completely deserved).  The fault always seems to lie with cabals of hedge funds, rating agencies, foreign central bankers, etc. 

Iceland has had its share of bad luck, and until recently had a political class that was by far the most incompetent in the OECD area (and the competition in this arena is admittedly intense).  Still, reading Sigurðardóttir's op-ed (in the FT), I can see why Henry Kissinger once described Iceland as the most arrogant small country he had ever encountered

Þetta lesa menn hjá AGS, í EB og stjórnarráðum út um hinn víða heim.  Það er langt í það að Íslendingar muni skilja hugsunarhátt útlendinga.  

 

 


Bretar pirra Jón Ásgeir og Davíð

Mikið afskaplega held ég að breskir blaðamenn séu farnir að pirra Jón Ásgeir og Davíð á mogganum.  Viku eftir vikur birtast nýjar fréttir um sukkið og spillinguna hér á landi í breskum blöðum, fréttir sem blaðakóngar Íslands geta ekki stjórnað og stýrt.

Ég er farin að hallast að þeirri kenningu að þetta sé ekki íslenskum blaðamönnum að kenna, þeir hafi sína heimildarmenn alveg eins og Bretarnir, hins vegar er líklegra að fréttir séu síaðar út ofar í pýramídanum.

Svo er spurningin hvað er hægt að bjóða Íslendingum lengi upp á "dægurfréttamennsku" moggans og fréttablaðsins á meðan allar alvöru innlendar fréttir berast erlendis frá?

Ísland er eins og Kína, Rússland og önnur viðlíka lönd þar sem þegnarnir þurfa að nota erlenda vefmiðla til að fá tímanlegar fréttir frá eigin landi.  Ekki að furða að margir hér á landi vilji snúa sér til þessara landa heldur en til AGS.  Eins og Danir segja "lige børn leger bedst"

 

 


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan vetur

Ætli sumar og vetur hafið frosið saman víða um land?
mbl.is Norðan- og norðaustanátt næsta sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun og OR: 17 punktar jafngilda 1 ma kr.

Landsvirkjun og OR eru skulduð fyrirtæki, það er alveg á hreinu.  Samanlagt skulda þessi 2 orkufyrirtæki um 600 ma kr eða sem samsvarar 43% af landsframleiðslu.

Ef þessi fyrirtæki væru seld fengist kannski um 230 ma kr fyrir þau bæði.  Þeir sem keyptu væru að taka ansi mikinn skuldabagga á sig en ef kaupendur hafa betra lánstraust en Ísland þá er endurfjármögnun ansi arðbær.  Hver 17 punkta lækkun á vöxtum (100 punktar - 1%) jafngildir 1 ma kr. í lægri vaxtakostnað.

Þessi staðreynd segir okkur að erlendir aðilar eru í miklu betri aðstöðu til að kaupa Landsvirkjun en íslenskir lífeyrissjóðir.  Hversu lengi getum við dregið þennan skuldabakka á eftir okkur svo við getum sagt að við "eigum" þessi fyrirtæki?  Kemur ekki að þeim tímapunkti að heilbrigðisþjónusta verður mikilvægari en eignarhald á OR og LV.   Hvað þá?


mbl.is Landsvirkjun ekki föl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk atvinnustefna

Hvergi í hinum vestræna heimi er atvinnuuppbygging jafn pólitísk og hér.  Allt gengur út á rifrildi og sundurþykku, hvort þessi eða hin atvinnugreini sé þessum eða hinum flokknum þóknanleg osfrv.

Hvernig á svona vitleysisgangur að skapa atvinnutækifæri, hækka laun og slá á atvinnuleysið?

Það er kominn tími til að bæta andrúmsloftið og agann á leiksólanum við Austurvöll.

Ætli Árni Páll hafi tekið Hugo Chavez forseta Venesúela sér til fyrirmyndar.  Fræg er heimsókn Chavez á Hilton hótelið á eyjunni Margarita fyrir utan strönd Venesúela.  Hótelið setti ríkisstjórn Chavez skilyrði vegna ráðstefnu sem stjórnvöld ætluðu að halda þar.  Svo móðgaður varð Chavez að hann þjóðnýtti hótelið umsvifalaust. 


mbl.is Gagnrýna félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun til sölu - verð kr. 190 ma!

Nú heyrist að lífeyrissjóðirnir eigi að kaupa Landsvirkjun.  Er þetta skynsamlegt?  Koma nýir eigendur inn með sérþekkingu og fjármagn til að byggja upp fyrirtækið?  Er hagur sjóðsfélaga best borgið með svona fjárfestingu.  Hver er fórnarkostnaðurinn og áhættan?

Af hverju ekki að setja Landsvirkjun á almennan markað og leyfa erlendum orkufyrirtækjum að koma hingað til lands með sérþekkingu, fjármagn og betra lánstraust?  Aðeins með lækkuðum fjármagnskostnaði er hægt að bæta arðsemi Landsvirkjunar og þar með hækka skattstofninn. 

Þegar ég skrifaði um Landsvirkjun í maí á þessu ári skaut ég á verðmat upp á 190 ma. kr.  Gaman væri að heyra verðhugmyndir seljanda og kaupanda nú.


Hárfínir útúrsnúningar í klassískum stíl

Það verður ekki annað sagt að yfirlýsing lögmanns Kristins ehf. sé í klassískum stíl. 

Er hann að gefa í skyn að þáttur félagsins sé eðlilegur en annað gildi um þá einstaklinga sem þar komu að?

Það sem er þó athyglisverðast við þetta eru dagsetningarnar og sölutrygging Glitnis á þessum bréfum.

Það getur varla talist tilviljun að þessi bréf komast á söludag degi áður en bankinn lokar?

Stjórn bankans hefur líklega haft svolítið um það að segja hvenær var leitað til Seðlabankastjóra um hjálp.  Var það dregið svo hægt væri að losa um þessi bréf? Eða varð töf annars staðar?

Hvaða tryggingar lágu á bak við þessa sölu?  Hver keypti bréfin sem voru seld þarna á síðasta degi?  Hvaða vitneskju hafði kaupandinn um stöðu Glitnis?  Var það kannski Glitnir sjálfur sem keypti bréfin?  

Það getur vel verið að hinn lagalegi þáttur Kristins ehf. sem félags sé eðlilegur en þá er kastljósinu beint að öðrum, hverjum?

Þessi frétt veltir upp tuga spurninga sem því miður íslenskir blaðamenn þora ekki fyrir sitt litla líf að hrófla við.  Við verðum að bíða eftir rannsókn Evu og saksóknara.


mbl.is Segir þátt Kristins ehf. vera eðlilegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestir og spilling á æðstu stöðum

Þegar æðstu stjórnendur banka fara að samþykkja lán til sín án tryggra veða vakna spurningar um hæfni og siðferði þeirra sem standa í brúnni, sem eiga sér varla hliðstæður í sögunni. 

Hvað margir þeirra sem fengu svona lán eru enn að störfum í bönkunum og sinna þar ábyrgðarstöðum?

Hverjir samþykktu þessar lántökur?  Líklega er það stjórn bankanna, en var hún þá að gæta hagsmuna hluthafa?  Hvaða ábyrgð bera þeir einstaklingar sem sátu í stjórn bankanna og samþykktu svona lántökur?

13 mánuðum eftir hrun hefur saksóknari ekki komið fram með eina einustu kæru?  Hvers vegna?

Svo er stórkostlegt hvernig mogginn heldur á spilum hér og skammtar fréttir,  Bjarna má fórna en Baldri og Guðbjörgu verður að bjarga.  Þögn stjórnvalda er einnig athyglisverð.  Lengi getur vont versnað.

 


mbl.is Fékk 1,75 milljarða án ábyrgða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband