Enginn er spámaður í sínu föðurlandi

Í Pressunni í dag segir:

"að bresk stjórnvöld muni hagnast um meira en einn milljarð evra á Icesave samningnum við Íslendinga og Hollendingar um hálfan milljarð. Þetta er niðurstaða hagfræðidoktoranna Daniel Gros og Cinzia Alcidi hjá Centre for European Policy Studies (CEPS) í Brüssel í áliti, sem Pressan hefur undir höndum."

Þetta virðist nú fyrst vera að renna upp fyrir íslenskum stjórnmálamönnum, þar sem útlendingar benda á þetta, en hér er um gamlar fréttir að ræða.  Þetta lág alltaf fyrir, og hvert 10 ára barn gat reiknað þetta út þegar í júní en þá voru vextir enn hagstæðari fyrir Breta og Hollendinga en í dag.  Ég skrifaði tvær færslur um þetta þá og benti á:

5. júní;

Bretar lána okkur 650 ma kr. á 5.5% vöxtum en breska ríkið getur fjármagnað þetta á 3% vöxtum.  Vaxtamunur upp á 250 punkta er frábær fjárfesting fyrir breska skattgreiðendur á kostnað íslenskra skattgreiðenda og erlendra kröfuhafa. 

Þetta þýðir að Bretar græða 16 ma kr. á ári (200,000 kr. á ári á hverja íslenska fjölskyldu) á þessum samningi eða yfir 100 ma kr. áður en við förum að borga krónu af þessu láni. 

Svo er auðvita hin mikla spurning hvort þessir 5.5% vextir eru fastir eða breytilegir.  Ég vona að þetta sé ekki bundið LIBOR sem er nú um 1.5%.  Ef þessir vextir eru breytilegir og 400 punkta yfir LIBOR hafa Bretar og Hollendingar landað samningi aldarinnar. 

7. júní;

Svo virðist vera sem að íslensku Icesave samninganefndinni hafi verið stillt upp við vegg.  Bretar gefa ekki tommu eftir í þessum samningi.  Hvers vegna gat nefndin ekki náð betri samningi sérstaklega hvað varðar vextina?

Bretar fjármagna þetta á um 3% vöxtum en Ísland þarf að borga vexti miðað við BBB lánstraust.  Þetta virðist vera ansi hart nema að Ísland sé 100% í órétti.  Maður hefði haldið að þessar tvær vinaþjóðir hefðu geta mæst á miðri leið og náð samkomulagi um vexti í kringum 4.25%.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Á það ekki líka við hér?

- - -

Að þetta skulu nú vera fréttir segir allt sem segja þarf um þá vankunnáttu og reynsluleysi sem hefur einkennt allt þetta Icesave mál frá upphafi.  Þetta Icesave snerist aldrei eingöngu um lögfræðiálit eins og Íslendingar héldu í sinni einfeldni, Bretum og Hollendingum til mikils léttis.  Íslendingar hjökkuðu alltaf í sama farinu og sáu aldrei skóginn fyrir flokksskírteinunum.  

Ef kjósendur hefðu haft vit og kjark til að kjósa hæfari Íslendinga á þing hefði ekki farið svona.  Hér liggur hundurinn grafinn en auðvita má ekki ræða þetta frekar en vextina í júní.  

Að menn skulu vera tilbúnir að fórna framtíð sinna barna fyrir þetta jólasveinalið á leiksólanum við Austurvöll skil ég ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Mér hefur verið það óskiljanlegt hversvegna Íslenska þjóðin býr við verri vaxtakjör en almenningur á Evru svæðinu. Ég get t.d. fengið smálán í banka á Spáni á lægri vöxtum en Íslenska ríkið er að borga fyrir risalán vegna Icesave. Hvernig gengur svona vitleysa upp? Hver semur svona af sér fyrir hönd þjóðarinnar?

Ég sendi á síðasta ári bréf til Forsætisráðuneytisins og bauðst til þess að hafa milligöngu um að fá til landsins færa sérfræðinga og leita m.a. til George Soros um að leggja hönd á plóginn til að aðstoða við að endurreisa bankakerfið þannig að það yrði gert af einhverju viti. Þegar ég fékk engin svör birti ég þessa áskorun og beindi henni þá einnig til Forseta Íslands í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Engin svör bárust. Ekkert var gert í málinu og enginn alvöru þungaviktarmaður kom Íslendingum til aðstoðar. Það rignir svo ofboðlega inn um nefið á þessu stjórnarliði og forseta á Íslandi að þeir virðast ekki hafa séð tilboð mitt.

Annars er þetta ferli alltsaman óskiljanlegt venulegu fólki. Hversvegna er ekki búið að handtaka helstu útrásarvíkingana og frysta eigur þeirra, en það er löngu síðan borðliggjandi að umfangsmikil svikastarfsemi hefur átt sér stað t.d. í Kaupthing og helstu stjórnendur og eigendur þar uppvísir að margvíslegum lögbrotum. Samt valsa þeir um með peningana sem þeir stálu með þessari svikamyllu sinni. Ef það væri eitthvert vit í Íslenskum stjórnvöldum sætu þessir mennir í gæsluvarðhaldi á peningana væri leitað og þeir fluttir heim.

Ástþór Magnússon Wium, 25.10.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvað getur maður annað sagt en: HFF!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.10.2009 kl. 11:21

3 identicon

Hvað einstaklinga hefurðu í huga þegar þú segir að kjósendur hefðu átt að kjósa hæfari Íslendinga á þing?

Hvað var á boðstólnum sem ég man ekki eftir?

Svenni (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:23

4 identicon

Skil ekki alveg þessa fullyrðingu að þeir séu að græða á þessu þó að vaxtakjörin séu góð, þeir þurfa að borga umframupphæðir lágmarksinnistæðanna sem er svipuð upphæð og við þurfum að borga fyrir lágmarksinnistæðurnar. Er ekki frekar hægt að segja að þeir séu að tapa minnna á þessu, að þeir séu að reyna að fá það aftur sem er fyrir þeirra borgara sem töpuðu á þessu.

Er það ekki auglýst Ástþór af hverju við búum við þessi kjör, útrásarvíkingarnir skildu eftir sig sviðna jörð þegar þeir fóru út í víking og orðspor Íslands beið hnekki, "landið sem borgar ekki skuldir sínar"

Ari (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ritaði um þetta mál í byrjun ágúst: Bretar munu græða yfir 100 milljarða króna vegna einbers VAXTAMUNAR í Icesave-máli, ofan á annan ránsfeng sinn!!! – En þú ert raunar með mun hærri upphæðir hér, Andri Geir.

Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 13:24

6 identicon

Stjórmálastéttin virðist loka augunum fyrir ýmsu og harkan í VG er svo mikil í andsvörum við gagnrýni um linkind, að maður grunar þá um að vilja allt eins hafa útkomuna vonda til að treina sér pólítískt góða stöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem þeir vilja kenna um allt heila klabbið. Ef vel til tekst þannig geta þeir haldið þeim flokki í mörg ár frá stjórnartaumunum.

Jónas Bjarnason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:02

7 identicon

Þið eruð fínir saman í lýðskruminu og upphrópunum öfga hægri dindlarnir síðuhöfundur (sem þykist ekki vera Sjálfstæðismaður en allir sjá það langar leiðir) og hinn hófstillti Jón Valur "ritskoðari" Jensson.

Gunnar I (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:49

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki meiri "ritskoðari" en hver meðal-ritstjóri, Gunnar I.

En hvaða vanmetakind ert þú að geta ekki skrifað undir fullu nafni? Sennilega einn af þeim sem réttlæta framferði vinstri flokkanna og samþykki þeirra við löglausri rukkun brezkra og hollenzkra stjórnvalda (en hvers vegna værirðu annars að tala um upphrópun hjá mér?). Ekki nema von að þú felir nafn þitt.

Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 18:31

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

5,5% vextirnir eru fastir út lánstímann, þ.e. til 15 ára.

Þessi 1,5 milljarðs EUR tala sem talað er um hjá Pressunni stenst ekki, það er einhver útreikningsskekkja einhvers staðar.  Með allra besta vilja má koma þessum vaxtamun í 4-600 mEUR og þá eru menn að gera ráð fyrir að heimtur úr Landsbankanum komi seint og illa.

Svo má ekki gleyma því að munur á CDS Íslands og Hollands/Bretlands er miklu meiri en 200 bp.   Við fengjum aldrei lán á 5,5% til 15 ára á markaði í dag - og tala nú ekki um ef við rækjum AGS úr landi og efndum til viðskiptastríðs út af Icesave, sem sumir virðast vilja.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 21:30

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vilhjálmur,

Þetta er allt rétt hjá þér og fjármálalega er 5.5% ekki svo slæmt enda eigum við enga aðra leið til að fjármagna þetta.  En þetta mál er aðeins flóknara en það.  Þetta er hápólitískt og því hefði verið rétt að reyna harðar að ráðast á vextina heldur en þessa ríkisábyrgð sem féll um sjálfa sig.  Í það minnsta hefði ríkisstjórnin þurft að útsýra fyrir almenningi hvers vegna 5.5% er svona góð tala.  Ekki orð um það, og það verkur upp grunsemdir.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.10.2009 kl. 22:25

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir 5,5% vextir tíðkast í lánum til fyrirtækja með áhætturekstur, en hér er hins vegar gert ráð fyrir ríkisábyrgð, og því segja menn, að þessu hefði átt að vera þveröfugt farið. En græðgi Tjallans eru lítil takmörk sett greinilega.

Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 23:53

12 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Neibb, hér er um að ræða ríkisskuldir (sovereign debt), ekki fyrirtækjaskuldir.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.10.2009 kl. 17:16

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það geturðu sagt, ríkisskuldir eru þetta, upplognar að vísu. En þessi tegund vaxta, sem standa núna í 5,55% (áður í 6,7%), gengur undir vissu nafni (líklega ekki CIF, en eitthvað nálægt því), og það er einmitt vaxtaflokkur sem notaður er í þeim aðstæðum sem ég nefndi, EKKI í tilfellum ríkisskulda né jafnvel í tilfellum stríðsskaðabóta. – Heimild: Pétur Blöndal alþm.

Jón Valur Jensson, 26.10.2009 kl. 19:07

14 identicon

Gætirðu sett in vefslóð sem þennan vaxtakostnað Breta.

Einar (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:23

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pétur sagði frá þessu í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu, og ég geri nokkuð skýra grein fyrir málinu í 2. athugasemd á eftir vefgrein minni 14. júní sl., ICESAVE-skuldbindingar Jóhönnu + Steingríms: jafnast á við 10 Ísafjarðarbæi eða tvo Hafnarfirði með ÖLLUM fasteignum þar! CRI munu þessir vextir heita.

Jón Valur Jensson, 26.10.2009 kl. 22:31

16 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Viðmiðunarvextirnir heita CIRR og eru ef ég man rétt skilgreindir á vegum OECD.  En það er aukaatriði.  Vextirnir á lánum B&H eru töluvert undir því sem Íslandi byðist á almennum skuldabréfamarkaði í dag.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 27.10.2009 kl. 17:13

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hér er vefslóð á vaxtakostnað Breta

http://www.dmo.gov.uk/reportView.aspx?rptCode=D3B.2&rptName=53706087&reportpage=Gilts/Daily_Prices

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.10.2009 kl. 17:29

18 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Athyglisvert að lengsta ríkisskuldabréf Breta, sem nær til 2022, er með 3,89% ávöxtunarkröfu, og vaxtakúrvan er upphallandi.  (Sjá hér.)   Ég velti fyrir mér hvaða viðmiðun hr. Gros notaði í skýrslunni sem vitnað er til í Pressugreininni.  En það er svo sem aukaatriði miðað við hitt, að hann gerði ekki ráð fyrir neinum endurheimtum úr Landsbankanum og ekki að Íslendingar greiddu neitt niður af láninu 2016-2024 heldur.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband