Erlend viðhorf gagnvart Íslendingum

Íslendingar vilja helst ekki hlusta á útlendinga nema þeir séu að hæla þeim.  Öll gagnrýni er flokkuð sem vanþekking á menningu og sérstöðu okkar eða hrein og bein öfundsýki.  Þetta er nýr búningur á íslensku minnimáttarkenndinni sem útlendingar túlka sem hroka. Dramb er falli næst nema á Íslandi!

Fyrir þá sem ekki reglulega lesa erlend dagblöð eða vefmiðla þá langar mig að vitna í skrif Daniel Drezner, prófessors í alþjóðastjórnmálum við Tufts háskólann í Bandaríkjunum.  Hann segir á vefsíðu sinni um Ísland undir fyrirsögninni "The geothermal superpower strikes back":

 "Iceland has a tendency to imagine a British or Dutch conspiracy behind any bad news."  The problem with this kind of label is that it's hard to shake, so maybe this is dogpiling on a small country.

Still, reading up on the mess in Reykjavik, it is truly stunning how little Icelanders seem to blame themselves for their current plight (and how much they thought their run of success was completely deserved).  The fault always seems to lie with cabals of hedge funds, rating agencies, foreign central bankers, etc. 

Iceland has had its share of bad luck, and until recently had a political class that was by far the most incompetent in the OECD area (and the competition in this arena is admittedly intense).  Still, reading Sigurðardóttir's op-ed (in the FT), I can see why Henry Kissinger once described Iceland as the most arrogant small country he had ever encountered

Þetta lesa menn hjá AGS, í EB og stjórnarráðum út um hinn víða heim.  Það er langt í það að Íslendingar muni skilja hugsunarhátt útlendinga.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hjartanlega sammála þeirri gagnrýni að íslenskir stjórnmálamenn séu arfalélegir og tek einnig undir orð félaga míns Henry Kissinger, það vantar ekki HROKAN & hræsnina hjá íslenskum stjórnmálamönnum.  Þeir nota þá taktík til að breiða yfir & fela eigin aumingjaskap.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 25.10.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið til í þessu. Stór hluti þjóðarinnar er í ákveðinni afneitun sbr. skoðanakannanir um fylgi flokkana þar sem ákveðnir flokkar auka við sig fylgi. Það sem okkur vantar eru trúverðugar rannsóknir og upplýsingar á hruninu og réttlæti. Íslenskir fjölmiðlar eru enn í eigu útrásardólga og kvótaeigenda og því engin furða að við fáum takmarkaðar upplýsingar og litaðar af hagsmunum. RUV er í eigu ríkisins og býr við takmarkaða getu vegna fjárskorts vænti ég.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.10.2009 kl. 11:18

3 identicon

Ég skil ekki af hverju er eitthvað sérstaklega verið að sigta íslenska stjórnmálamenn út sem lélega - væntanlega er þetta það skásta sem búast má við hjá þjóð sem forðast vitræna umræðu eins og heitan eldinn.

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:31

4 identicon

Hér verður engin breyting.  Vafasamt er að einhverjir fái dóm.  Það hefur enginn umræða verið um að banna landráðamönnum að starfa hér áfram.  Hvorki stjórnmálaflokkum né mönnum sem komu okku í þetta s.s. verslunar, banka, endurskoðendur, skólamönnum.  Þeir síðastnefndu skólamenn sérlega í framhaldskólum og háskólum bera mikla ábyrð á hugsunarganga.  Ólu á vitfyrringunni eins og Óli frramsóknarmaður á Bessastöðum.  Verst er að ekki er búið að banna vissa stjórnmálaflokka eða senda þá í endurhæfingu.

Rúnar (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:14

5 identicon

Þú varst að gagnrýna gamlar fréttir hérna í annarri færslu en þessi bloggfærsla Drezners komst í hámæli í umræðunni fyrir 2 mánuðum ;)

Ari (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:04

6 identicon

Það er einginn vafi á að þessi krítik er rétt að hluta, en milt sagt nokkuð eineygð og fordómafull, já jafnvel fjandsamleg. Íslendingar eru hvorki með meiri hroka eða þjóðernis stæla en þaug lönd við almennt miðum okkur við. Það má kannski  í þessu tilfelli tala um að virtur prófessor Daniel Drezner sé einn af þeim sem sér flísina í auga náunganns og ekki bjálkann í eigin auga. Hvað með stórveldis hrokann sem skín í gegn í vissum af þeim háðslegu athugunarsemdum sem hann kemur með gagnvart Íslandi ? Við þekkjum öll afleiðingarnar af stórveldishrokanum á heimsmælikvarða, sem er að keyra þjóðir, lönd, og jafnvel jörðina í afgrunninn á öllum sviðum. Hvað kallar hann hroka ? Er það að íslendingar leifi sér að koma með kröfur gagnvart vilja stóru þjóðanna ?

Sigriður Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.  Mér fannst allt í lagi að draga þetta upp samfara hinni færslunni.

Það er ekki það sama að vera hrokafullur og einfeldinn eða ákveðinn og útsjónarsamur.  

Það skiptir máli hvernig kröfur eru settar fram.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.10.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband