Nær verðmæti Landsvirkjunar aðeins upp í 13% af skuldum ríkisins?

Skuldir ríkisins 2009 eru áætlaðar 1485 ma kr samkvæmt þjóðhagsspá.  Eigið fé Landsvirkjunar er $1.4ma eða um 170 ma kr. 

Eitt stærsta orkufyrirtæki Evrópu, Iberdrola SA, sem rekur meðal annars Scottish Power hefur verðstuðul 1.1 miðað við eigið fé.  Auðvita eru Landsvirkjun og Iberdrola ekki alveg sambærileg fyrirtæki, en hins vegar eru þau  bæði stór raforkufyrirtæki á sínum markaði og mikið af verðmætum þeirra er í föstum eignum.  Því fæst verðhugmynd á Landsvirkjun með því að nota þennan stuðul.  Því má ætla að verðmæti Landsvirkjunar sé u.þ.b.  190 ma. eða um 13% af skuldaupphæð ríkisins.

Þetta sýnir vel hversu gríðarlegar skuldir okkar eru orðnar og eining að krónubréfin og Icesave eru margföld verðmæti Landsvirkjunar, sem stofnað var til á mjög stuttum tíma miðað við þann tíma sem það hefur tekið að byggja upp Landsvirkjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju skuldar þjóðarbúið svona mikið Andri ? 

Hvernig akkúrat verð þessi tala til ? Of margir lúksusbílar hér kanski ?

Ég stóð í þeirri meiningu fyri nokkrum árum að ríkissjóður stæði vel og að hér  dekkuðu úflutninstekjur innflutning svona u.þ.b.? 

Hvernig stendur á því að hvert mannbarn skuldar hér margar miljónir ?

Hvað skeði ? 

Mig grunar að þú hafir einhver svör - en mig grunar líka að "þöggunin" hér  varðandi þessi mál sé ansi mikil.

Fólk er að fara hér á límingunum vegna þessara ósvöruðu spurninga og ég tel að það eigi aðeins eftir að versna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hákon uppsafnaðir 700 milljarðar í ríkisskuldabréfum sem gefin hafa verið út vegna jöklabréfanna. Gjaldeyririnn sem kom inn á móti þessum skuldabréfum var hent inn í Kaupþing rétt fyrir hrun. Þetta skýrir sjálfsagt eitthvað af þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Andri, það er alltaf gott að sjá svona samanburð.  Við vitum þá amk. hvar við erum stödd svo hægt er að ákveða hvaða leið þarf að fara til að komast á áfangastað.

Hákon, háir stýrivextir og styrking krónunnar vegna þeirra gerðu það að verkum að innflutningur varð mjög ódýr og það olli miklum halla á viðskiptajöfnuði og skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja.

Skuldir okkar Íslendinga sem við nú þurfum að borga eru vegna neyslu okkar síðastliðin ár.

Við skulum vona að sú uppbygging sem á sér stað næstu ár verði traust og endist okkur um langan tima.

Lúðvík Júlíusson, 14.5.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband