Menntamálaráðherra á milli steins og sleggju

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að staða Baldurs Guðlaugssonar sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu verði skoðuð eftir helgina í ljósi fregna um að sala hans á hlutabréfum í Landsbanka Íslands rétt fyrir bankahrunið í fyrrahaust sæti nú rannsókn sérstaks saksóknara.

Þetta sagði Katrín fyrir um viku síðan.  Greinilegt er að hún er í miklum vanda, en hvers vegna?

Eiga ráðuneytisstjórar ekki að vera yfir allan grun hafnir og um leið og mál þeirra eru send til FME hvað þá saksóknara er ekki eðlilegt að þeir víki úr starfi á meðan rannsókn standi?

Steingrímur sagði einu sinni að við ættum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum.  Á þetta ekki við æðstu embættismenn ríkisins?  Gilda aðrar og rýmri reglur um þá?

Hitt sem er svo líka óskiljanlegt er hvers vegna Baldur segir ekki af sér.  Það er hefð í öllum okkar nágrannaríkjum að um leið og ráðuneytisstjórar missa traust sinna ráðherra þá segja þeir af sér.  Skiptir þá engu hvort sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómstóli, í raun kemur afsögn alltaf áður en mál þeirra lenda á borði saksóknara.  Á Íslandi er hins vegar engin siðferðishefð í svona málum eins og erlendis.

Ef Katrín tekur ekki ákvörðun í þessari viku (þ.e. í dag) mun staða hennar veikjast sem ráðherra.  Hverra hagsmuna er verið að gæta hér?  


Morgunblaðið keypt fyrir innherjafé?

Embætti sérstaks saksóknara hefur borist kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna viðskipta Guðbjargar Matthíasdóttur í Glitni nokkrum daginn fyrir þjóðnýtingu bankans. Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og stærsti einstaki eigandinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Þessi frétt birtist á Pressunni í dag.  

Nú er Morgunblaðið komið í krappan sjó og eins gott að hafa sjóaðan mann eins og Davíð í brúnni.

Í kjölfar svona fréttar vakna stórar spurningar um siðferði og dómgreind þeirra sem keyptu og reka Morgunblaðið að ekki sé talað um skilanefndarmenn sem fórum með blaðið í útboð og völdu þessa kaupendur.  

Er ekki kominn tími til að opinber rannsókn fari fram á hæfni og aðferðum skilanefndarmanna?

Þetta mál verður örugglega þaggað niður, það eru allt of miklir hagsmunir í húfi fyrir valdaelítu landsins.

 


Krakkar mínir komið þið sæl...

„Krakkar mínir, eigum við ekki bara að vera róleg," sagði Steingrímur þegar þingmenn gerðust háværir í salnum.

Þarf einhver fleiri orð um okkar ástkæru Alþingiskrakka á leikskólanum við Austurvöll?


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur og Eva

Mál Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra er allt hið undarlegasta.  Að mörgu leyti er það mjög einfalt, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu átti hlutabréf í Landsbankanum, fór á fund í London um stöðu bankanna og seldi bréfin þegar hann kom heim rúmri viku áður en bankinn fellur.

Í okkar nágrannalöndum hefði ekki tekið yfir eitt ár að rannsaka svona mál og komast að niðurstöðu.  Yfirgnæfandi líkur eru á að erlendis hefði þetta verið hrein innherjaviðskipti. 

Í fyrsta lagi á ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu ekki að eiga hlutabréf í bönkum og ef svo ólíklega vill til að hann hafi átt bréfin áður en hann tekur við stöðunni á hann annað hvort að selja þau strax eða láta þau í umsjón þriðja aðila.  Undir engum kringumstæðum á ráðuneytisstjóri að geta selt hlutabréf á nokkrum tíma hvað þá viðkvæmum tíma nema með skriflegu leyfi ráðherra og siðanefndar.

Mér finnst langlíklegast að Eva Joly hafi komist í þetta mál og séð strax að hér var um jarðsprengju að ræða sem gæti skaðað hennar orðstír og sett hennar rannsókn í uppnám.  Í augum útlendinga virðist mál Baldurs mjög einfalt og augljóst.  Ef svona mál fer ekki fyrir saksóknara, hvaða von er að flóknari mál komist inn á hans borð?

Hins vegar, ef Evu tekst að fá Baldur kærðan fyrir innherjaviðskipti stendur hún með pálmann í höndunum og hefur tekist að koma höggi á efsta lag íslenskra valdaelítu sem hingað til hefur verið ósnertanleg.  Eftirleikurinn verður þá auðveldari.

 


Breyttar forsendur með EB aðildarumsókn

Það er rétt hjá Lilju að endursemja þarf AGS prógrammið vegna breyttra aðstæðna og nýrra upplýsinga.  En það sem hún gleymir er EB aðildarumsókn Íslands sem er ein mesta breytingin frá því upprunalegur samningur var gerður.

Ekki er nóg að biðja AGS að leiða okkur út úr skuldafeninu eins og Lilja nefnir heldur þurfum við líka á hjálp Evrópska Seðlabankans að halda til að styrkja við krónuna og auka á trúverðugleika hennar.  Við erum jú eiginlega Seðlabankalaus í augnablikinu.


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að greiða niður skuldir alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

Fjármálalæsi og stærðfræði hafa aldrei verið hátt skrifuð á Íslandi og það kemur mörgum núna í koll.

Hér eru þrjár einfaldar reglur sem eru byggðar á reynslu frá kreppunni 1929 sem enn eru í fullu gildi en þykja ansi gamaldags:

1. Að greiða niður skuldir er alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

2. Aðeins skuldlausir einstaklingar eiga að fjárfesta í hlutabréfum og aðeins ef þeir gera sér grein fyrir að hlutabréf geta tapast.

3. Skuldir mega aldrei fara yfir 2.5x brúttó heimilistekjur.


mbl.is Samfélag óvilhallt skuldurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa máli í niðurlægingu til þess eins að kaupa sér upplýsingar?

Á visir.is er að finna þennan skilanefnda-gullmola:

Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist.

Hvað ætli FT hafi að segja um aðferðir skilanefndar Kaupþings, jú:

In a stinging judgment, the High Court dismissed the complaint brought by Kaupthing  bank as having “an air of artificiality and unreality” to it.

Hver eru svo þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi?  Hvað kostaði þessi "upplýsingaleit"?  Ekki eitt orð um það!

Ef einhver var í vafa um hæfni skilanefnda þá er hér komin ein kostulegasta sönnun þess að ekki er allt með felldu á þeim bæ.

 

 


Björn og Egill

Björn skipaði Ólaf Hauksson sem sérstakan saksóknara og var svo rausnarlegur að láta hann fá skiptimynt í rekstrarfé.

Egill kom með Evu Joly sem fékk meira fjármagn og kom á samböndum við SFO og aðra.

Látum verkin tala.  Látum þjóðina dæma en ekki þá sem stóðu dómsvaktina í hruninu.

Auðvita er Egill ekki yfir gagnrýni hafin, en sú gagnrýni missir allan mátt þegar hún er ekki faglega sett fram með skýrum dæmum og tölfræði af óháðum aðila.

Aðferðir Björns og Davíðsmanna almennt eru fengnar beint frá þeim alræmda ráðgjafa Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, Karl Rove.  

Í stuttu máli ganga þær út á að svara allri gagnrýni með persónulegum árásum.  Útpælt persónulegt skítkast er þeirra aðalsmerki.  Það sem er svo hættulegt, er að þetta svínvirkar.


mbl.is Björn og Egill elda grátt silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var íslenska kauphöllin sjónhverfing?

Það líður varla sú vika að ekki fréttist af enn einu "gjaldþrotamáli" eignarhaldsfélags sem hafði þann eins starfsvetfang að kaupa hlutabréf með lánum sem "tekin" voru með veði í bréfunum.

Nýjast dæmið er: 

Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu, að því er Vísir greinir frá.

En hvað liggur hér að baki?  Var það eðlileg kauphallarstarfsemi að stór hluti veltu var fjármagnaður með lánum frá þremur bönkum sem allir höfðu síðan tengsl við nær öll félögin í kauphöllinni?

Öll umræðan er um hina svo kölluðu fjárfesta sem keyptu bréfin og töpuðu öllu. En er það svo?

Hver seldi þeim bréfin, hver sat hinum megin við borðið?  Hvaða tengsl höfðu seljendur við kaupendur og lánveitenda?  Voru þetta sömu einstaklingar sem gátu falið sig á bak við eignarhaldsfélög öll með mismunandi kennitölur? Hvaða þóknun var greidd við kaup og sölu og hvert rann hún?

Það er æ betur að koma í ljós að eina aðferðin til að losa stórar hlutabréfastöður var að selja skuldabréf og lána til leppa sem síðan keyptu bréfin.  Þetta var ekkert annað en sjónhverfing þar sem verðlitlum hlutabréfum var breytt í skuldabréf til að losa fé og halda upp sýndarverði á kauphallarvísitölunni. 

Það sem umheimurinn mun vilja vita er hvort þetta var "löglegt" samkvæmd íslenskum lögum?  Ári eftir hrun hefur ekki ein einasta kæra verið birt, það segir meira en margt.

 


Í mál við björgunarmenn!

Vitleysan á Íslandi ríður ekki við einteyming.  Málsókn Kaupþings á hendur breska fjármálaeftirlitsins opinberar þá algjöru ringulreið, vanhæfni og siðblindu sem ríkir hér á landi.

Hér er enn eitt dæmið þar sem skotið er föstum skotum á björgunarmenn og reynt að skella skuldinni á þá.   Á meðan ganga þeir sem kveiktu í húsinu lausir og er leyft að hneykslast á björgunaraðgerðum og þeim sem þar koma að.

Það virðist nokkuð ljóst að aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins komu í veg fyrir að innlánsreikningar Kaupþings yrðu að öðru "Icesave" fyrir íslenska skattgreiðendur.

Spurningin vaknar:  Hvað aðhafðist FEM á þessum tíma, stjórnvöld og Seðlabankinn? Hvaða einstaklingar á Íslandi stóðu fyrir þessari málsókn?  Vanhæfar skilanefndir, enn einn ganginn?

Málsókn á hendur stjórnar Kaupþings verður nú vart umflúin eftir þetta fíaskó.

Erlendir aðilar munu fylgjast grannt með næsta útspili Íslendinga. 

 


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband