Pólitísk atvinnustefna

Hvergi í hinum vestræna heimi er atvinnuuppbygging jafn pólitísk og hér.  Allt gengur út á rifrildi og sundurþykku, hvort þessi eða hin atvinnugreini sé þessum eða hinum flokknum þóknanleg osfrv.

Hvernig á svona vitleysisgangur að skapa atvinnutækifæri, hækka laun og slá á atvinnuleysið?

Það er kominn tími til að bæta andrúmsloftið og agann á leiksólanum við Austurvöll.

Ætli Árni Páll hafi tekið Hugo Chavez forseta Venesúela sér til fyrirmyndar.  Fræg er heimsókn Chavez á Hilton hótelið á eyjunni Margarita fyrir utan strönd Venesúela.  Hótelið setti ríkisstjórn Chavez skilyrði vegna ráðstefnu sem stjórnvöld ætluðu að halda þar.  Svo móðgaður varð Chavez að hann þjóðnýtti hótelið umsvifalaust. 


mbl.is Gagnrýna félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Hugo Chavez. Geir, hvað finnst þér um það að við þjóðnýtum okkar auðlindir?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég er nú ekki viss um að þjóðnýting sé svar við öllum okkar vanda þó ég skilji vel af hverju fólk aðhyllist þá aðferð eftir hrunið.  En við megum ekki kenna kerfinu um allt. Þetta voru fyrst og fremst spilltir og vanhæfir einstaklingar sem komu okkur á kaldan klaka. 

Við þurfum stjórnlagaþing strax þar sem almenningur ræður för og setur þjóðinni nýja stjórnarskrá þar sem tekið er tillit til okkar aðstæðna.  Við þurfum íslenska stjórnarskrá ekki danska eða franska.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.10.2009 kl. 15:50

3 identicon

Við verðum að fara vinna saman sem heild. Pólitískur skotgrafahernaður, flokkshollusta, viðvarandi spilling er að grafa enn dýpri gröf.

Vandi okkar í dag væri snökktum betri ef menn hefðu snúið bökum saman fyrr með sameiginlega sýn að leiðarljósi.

Þegar samheldnin nær tökum þá vitum við að botninum er náð og leiðin er upp á við.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þurfum við ekki okkar eigin Hugo meðan við erum að komast upp úr því versta?

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.10.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband