Bretar pirra Jón Ásgeir og Davíð

Mikið afskaplega held ég að breskir blaðamenn séu farnir að pirra Jón Ásgeir og Davíð á mogganum.  Viku eftir vikur birtast nýjar fréttir um sukkið og spillinguna hér á landi í breskum blöðum, fréttir sem blaðakóngar Íslands geta ekki stjórnað og stýrt.

Ég er farin að hallast að þeirri kenningu að þetta sé ekki íslenskum blaðamönnum að kenna, þeir hafi sína heimildarmenn alveg eins og Bretarnir, hins vegar er líklegra að fréttir séu síaðar út ofar í pýramídanum.

Svo er spurningin hvað er hægt að bjóða Íslendingum lengi upp á "dægurfréttamennsku" moggans og fréttablaðsins á meðan allar alvöru innlendar fréttir berast erlendis frá?

Ísland er eins og Kína, Rússland og önnur viðlíka lönd þar sem þegnarnir þurfa að nota erlenda vefmiðla til að fá tímanlegar fréttir frá eigin landi.  Ekki að furða að margir hér á landi vilji snúa sér til þessara landa heldur en til AGS.  Eins og Danir segja "lige børn leger bedst"

 

 


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þetta er allt að koma hjá Jónka Ásgæja, hann er að fá sambankalán hjá Nýja Kauðaþing, Nýja Glæp og Nýja Landsa til að kaupa upp þessi óþolandi fréttamiðla í Bretlandi og víðar um heim. Reyndar eru þessir tre amigos að bíða eftir nýju kennitölunum, sem eru víst alveg að verða tilbúnar . . .

Axel Pétur Axelsson, 25.10.2009 kl. 08:54

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er bara gott mál. Ég er löngu hættur að treysta íslenskum fjölmiðlum. Við ættum kannski að taka okkur saman og fara þýða erlendar fréttir sem fjalla um spillinguna og hroðann og birta á einhverri síðu sem við treystum?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.10.2009 kl. 11:02

3 identicon

Það væri óskandi að við sem þjóð ættum "HÆFA" blaðamenn, sem nenna að afla frétta og rannsaka mál í kjölinn. Ekki" A4 fréttamenn". sem geta bara endurflutt fréttir úr faxinu sínu frá reuters og öðrum.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 14:22

4 identicon

 Það er búið að tala um þessi mál hér: http://icelandtalks.net/

Þarna eru upplýsingar sem innlend blöð hafa ekki tala um. Það er spurning hvernig stendur á því að einn eða tveir bloggarar geta þetta, en ekki blaðamenn hér á landi. 

Shevron (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Lúðvík,

Þakka upplýsingarnar, þær varpa góðu ljósi á þann vanda sem við erum í - hverjum getum við treyst þegar "björgunarliðið" notar sömu aðferðir og brennuvargarnir!

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.10.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband