Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.9.2009 | 11:42
"Borga þarf Icesave að fullu með vöxtum"
Afstaða Hollendinga til Icesave er mjög skýr eins og Thijs Peters frá Hollandi skrifaði í Fréttablaðinu í gær:
Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum Íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á hollenska þinginu sagði: "Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum."
Það hefur alltaf legið fyrir að við verðum að borga enda þótt við skreytumst við núna eins og þrjóskur krakki. Við höfum aldrei haft neina samningsstöðu gagnvart Bretum og Hollendingum. Annað hvort var að setja deiluna strax fyrir dóm eða semja. Við völdum að semja og sá á kvölina sem á völina.
Þessi dráttur á Icesave lendir allur á Íslendingum af fullum þunga. Aukaverkanirnar eru orðnar hrikalegar og eiga eftir að versna. Hver ætlar að koma viti fyrir stjórnmálamenn hér?
![]() |
Össur fundaði vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2009 | 00:06
Deloitte og Logos ekki stætt á að vinna fyrir ríkið
Á meðan starfsmenn Deloitte og Logos eru undir rannsókn sérstaks saksóknara geta þessi fyrirtæki ekki unnið að verkefnum fyrir opinbera aðila. Vonandi gera menn sér grein fyrir þessu og segja sig sjálfviljandi frá verkefnum.
Logos, ein stærsta og "virtasta" lögmannsstofa landsins er í miklum vandræðum - með starfsmenn öfugum megin við borðið hjá sérstökum saksóknara.
![]() |
Nýja Kaupþing kærir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 17:26
Árið sem fór í rifrildi
Dýrmætur tími hefur farið í eintómt rifrildi á síðasta ári. Við fengum ár hjá AGS til að koma hjólum atvinnulífsins af stað áður en til niðurskurðar og skattahækkana kemur á árunum 2010, 2011 og 2012.
Fyrir tæpu ári síðan var gert ráð fyrir að núna væru:
- Gjaldeyrishöftin úr sögunni
- Verðbólga horfin og vextir lágir
- Krónan stöðug og verðmeiri
- Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána
- Mannfrek verkefni komin af stað
- Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð
- Icesave afgreitt
- AGS á þriðju endurskoðun
![]() |
Ár frá hruni bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 15:44
Lág laun og háir skattar
Sviss lendir í efsta sæti um samkeppnishæf lönd enda eru laun þar há og skattar lágir. Svo hefur Sviss búið við lága verðbólgu og vexti í áratuga skeið, gjaldmiðillinn er traustur og Seðlabanki þeirra nýtur trausts á alþjóðamörkuðum.
Nú ætlar Ísland að sýna umheiminum að vel sé hægt að ná topp 10 sæti með öfugum svissneskum formerkjum. Hversu raunverulegt er þetta?
Athygli vekur að þetta verkefni er undir forsjá menntamálaráðherra og umhverfisráðherra, en ekki viðskipta- eða fjármálaráðherra.
Hvað varð um markmiðið að gera Háskóla Íslands að einum 100 besta háskóla í heimi? Var það verkefni flutt yfir í dóms- og kirkjumálaráðuneytið?
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 11:30
Mogginn spilar sig út í horn
Ekki munu þessir nýju ritstjórar höfða mikið til ungu kynslóðarinnar eða auglýsenda sem fylgja þeim markhópi.
Út frá viðskiptalegu sjónarmiði er þessi ráðning óskiljanleg. Í raun má segja að "eigendur" blaðsins hafi gert sér grein fyrir þessu enda skera þeir hressilega niður kostnaðinn með uppsögnum til að bæta væntanlegt auglýsingatap og færri áskrifendur.
Mogginn í framtíðinni verður jafn spennandi og kynningarbæklingur Sjálfstæðisflokksins sveipaður minningargreinum.
![]() |
Fortíðin til framdráttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 00:23
Davíð átti þetta inni hjá Óskari
Davíð er ekki maður sem passar ekki upp á sjálfan sig. Þegar Árvaki var "bjargað" hlýtur Davíð að hafa gert viðeigandi ráðstafanir að séð yrði um hann í framtíðinni. Auðvita hefði verið allt of augljóst plottið ef hann hefði strax tekið við ritstjórnarstöðunni svo líða þurfti svolítill tími þar til Davíð gæti sest í þann stól sem hann átti rétt á sem "björgunarstjóri" Morgunblaðsins.
Óskar átti ekkert val. Þetta var öruggleg allt ákveðið fyrir löng eftir góðum og gömlum íslenskum útrásarstíl.
Leppar verða að standa við sitt, ekki satt?
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 20:45
Stjórnmálavæðing Íslands
Það er aldeilis uppgangur hjá stjórnmálamönnum Íslands um þessar mundir. Þeir geta valið úr toppstöðum í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir þeim virðist aldrei hafa verið jafn mikil og nú. Á sama tíma eru almennir starfsmenn látnir taka pokann sinn og kvaddir með krókódílatárum.
Ráðningu Davíðs verður að skoða í stærra samhengi. Allir pólitískir flokkar frá VG til D vígbúast nú sem aldrei fyrr og allt gengur út á að koma sínum hermönnum í sem allra flestar stöður.
Í eftirfarandi ráð og stjórnir hefur nýlega verið skipað eftir pólitísku litrófi, oftast án auglýsinga:
Bankaráð Seðlabanks
Skilanefndir gömlu bankanna
Bankaráð nýju bankanna
Stjórn LÍN
Stjórn Landsvirkjunar
Stjórn bankasýslu ríkisins
Icesave samninganefnd
Er von að eigendur Morgunblaðsins finni hjá sér þörf að fylgja í sömu spor? Þetta snýst ekki um hæfni eða þekkingu heldur hrá völd.
Stjórnmálavæðing Íslands heldur ótrautt áfram í boði kjósenda!
![]() |
Harmar uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2009 | 16:18
Er Icesave farið að teygja sig inn í frönsk innanríkismál?
Alþjóðasamfélagið getur lítið annað gert en að skjalla Íslendinga í augnablikinu og lofað öllu fögru ef við aðeins samþykkjum Icesave og stöndum við okkar skuldbindingar.
Hér tala ekki verkin heldur orðin.
Hvers vegna getur Frakkinn, Dominique Strauss-Kahn, ekki komið fram við Íslendinga eins og aðrar þjóðir og útskýr á einföldu máli þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu AGS?
Það skyldi aldrei vera að Stauss-Kahn sé að hugsa um eigin pólitíska framtíð? Hann er jú talinn eiga góða möguleika á að taka við af Sarkozy sem Frakklandsforseti 2012.
Hann þarf því að huga vel að hvernig hann tekur á næstu nágrönnum Frakka og eiga góð sambönd við bæði Breta og Hollendinga. Eftir skandalinn og framhjáhaldið á síðasta ári við Piroska Nagy, starfsmann inn AGS, verður hann að passa sig og því besta að taka varlega á Íslandi enda persónulegir hagsmunir í húfi.
Það skyldi aldrei vera að Icesave og AGS séu farin að teygja sinn inn í frönsk innanríkismál!
![]() |
Segist verða var við mikla vinsemd í garð Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 11:10
Seðlabankinn: Hverju er verið að stýra?
Til hvers eru stýrivextir í hagkerfi eins og því íslenska? Hér er allt stopp, fasteignamarkaður, lánamarkaður og hlutabréfamarkaður að ekki sé talað um krónuna, þann mattadorpening.
Það þýðir lítið að stýra þegar vélin er í lausagangi. Það verður að koma hlutunum fyrst í gír áður en við förum að stýra. Á hvaða plánetu búa Seðlabankamenn á?
Lækkun nafnvaxta niður í núll var eitt helsta skilyrði fyrir endurreisn og örvun hagkerfanna í löndunum í kringum okkur. Nú er kreppan að enda þar en ekki hér?
Það hefur ekkert land komið sér út úr kreppu með ónýtum gjaldmiðli og háum vöxtum?
Þeir sem nú hafa verið valdir af pólitískum öflum sem Seðlabankastjóri, aðstoðar Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur eru allir gamlir innanbúðarmenn bankans sem biðja á altari hinna háu vaxta.
Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fá, þó ekki væri nema, einn yfirmann í Seðlabankann með aðrar hugmyndafræði og reynslu en gamla gengið?
Ps. Þeir sem eru fastir í raunvaxtahugsun Seðlabankans ættu að íhuga hvað gæti gerst hér ef nafnvextir yrðu settir niður í núll. Örvun atvinnulífsins gæti stutt meir við krónuna en vextirnir. Þetta gæti hafa mjög jákvæðar afleiðingar fyrir verðbólguna og krónuna. Eitt er víst að við munum aldrei vita fyrr en við reynum!
![]() |
Stýrivextir áfram 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 00:51
Af hverju voru þessar stöður ekki auglýstar?
Hvers vegna eru stöður í ráð og stjórnir ríkisfyrirtækja og stofnanna ekki auglýstar eins og tíðkast í okkar nágrannalöndum?
Steingrímur hefur sagt að við eigum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum?
Á þetta ekki við um hann?
Svona ráðningar skapa ekkert traust. Hér rígheldur Steingrímur í aðferðir Geirs og Davíðs. Hvers vegna?
![]() |
Þorsteinn stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |