Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AGS þvingar Ögmund út

Afstaða AGS til Icesave hefur nú kostað ríkisstjórnina einn ráðherra og þar með veikt hana umtalsvert.

Þessi afsögn breytir hins vegar ekki þingmeirihluta stjórnarinnar í Icesavemálinu og því er erfitt að sjá að þetta sé einhver töfralausn.

Icesave öngþveitið magnast nú dag frá degi með ómældum kostnaði fyrir alla landsmenn.

 

PS. Ögmundur er nú kominn í góða stöðu að verða næsti forseti Íslands.  Það væri kostulegt ef bæði Ögmundur og Dominique Strauss-Kahn yrðu þjóðhöfðingjar 2012! Þeir hefðu um nóg að spjalla ef þeir hittust í opinberum heimsóknum á Íslandi og Frakklandi.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist í næstu viku?

AGS, Hollendingar og Bretar geta beðið og sýnt þolinmæði eins og alltaf hefur legið fyrir.  Nú eru stjórnvöld hins vegar að falla á tíma og hvað þá?

Við getum ekki beðið lengur en fram að helgi segir forsætisráðherra. Hvað gerist svo á mánudaginn?  Við höfum engin tromp á okkar hendi.  

Ætli menn yppi ekki bara öxlum í London og Washington og segi: "so what"


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær auglýsing

Helgi Felixson hefði ekki getað fengið betri auglýsingu en þetta klaufalega útspil Jóns Ásgeirs. 

Það verða allir að sjá þessa mynd. 

Hvað er Jón Ásgeir að fela?  


mbl.is Vill að viðtölum verði eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að versla í Lyf og Heilsu

Ekki dettur mér í hug að versla í Lyf og Heilsu og þar með styðja þennan vafasama gjörning sem virðist eingöngu hafa verið gerður til að bjarga eigendum á kostnað almennings.

Með því að versla í þessum "útrásarverslunum" er fólk að borga tvisvar fyrir vöruna.  Fyrst borgar það við kassann og svo í hækkuðum sköttum þar sem þessar eignir renna ekki upp í skuldir og þar með til ríkisins.  


mbl.is Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í uppnámi eina ferðina enn

Mjög alvarleg staða virðist komin upp í Icesave deilunni.  Við höfum haldið afskaplega illa á spilum og stöndum núna berskjöldum rúin trausti og trúverðugleika erlendis. 

Svona haga siðmenntaðar þjóðir sér ekki við sína nánustu nágranna.  Við erum farin að haga okkur eins og Íranir í kjarnorkudeilu sinn við alþjóðasamfélagið.  Eins og Íranir halda flestir Íslendingar að við séum kúguð af nýlenduherrum.  En er svo?  

Hvernig væri að upplýsa þjóðina um sannleikann í þessu máli?

 


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um stjórnarhætti nauðsynleg

Það eru vonbrigði að samtök atvinnulífsins skuli ekki hafa tekið íslenska stjórnarhætti til endurskoðunar og barist fyrir því að þeir verði settir hér í lög.  Leiðbeinandi stjórnarhættir sem enginn fer eftir, er ekki lausnin og margt bendir til að hrunið hér hafi orðið enn verra vegna skorts á óháðum og sjálfstæðum stjórnarmönnum sem hefðu getað veitt aðhald og hugað að hagsmunum minnihlutans.

Í ritstjórnargerein í Morgunblaðinu 6. janúar 2006 segir:

Forsvarsmenn Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar hafa þannig lagt áherzlu á að atvinnulífið sjálft setji sér reglur og hafi eftirlit með sjálfu sér, frekar en að lagasetning Alþingis komi til.

Samtök atvinnulífsins verða nú að viðurkenna að íslenskt atvinnulíf getur ekki sett sér eigin reglur, því miður.  Til þess skortir okkur reynslu, kúltúr og þroska.

Athyglisvert verður að fylgjast með hvernig ný og efld samtök atvinnurekenda taka á þessu mikilvæga máli.  Verða hagsmunir hins almenna hluthafa settir í fyrirrúm eða heldur hagsmunapotið áfram?

Atvinnurekendur eiga nú tækifæri á að hreinsa til hjá sér og auka almenna tiltrú á íslenskum stjórnarháttum.  Eiga þeir frumkvæðið eða munu þeir beygja sig undir þrýsting almennings og löggjafans?  Það er spurningin?


mbl.is „Það eru allir að vinna að sama markinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki íslensk frétt

Það er himinn og haf á milli erlends og innlends fréttaflutnings af íslenska hruninu.  Óhugsandi er að grein Guardian gæti birst í íslensku blaði, til þess eru íslensk blöð allt of pólitísk og flækt í alls konar hagsmunapot.

Hvernig getur Morgunblaðið fjallað hlutlaust um þessa frétt?  Eina sem blaðið getur gert er að þýða greinina og þegja.  Getur einhver blaðamaður á Mogganum tekið þetta upp á hlutlausan og yfirvegaðan hátt og leita upplýsinga sem gætu varpað nýju innlendu ljósi á málið?

Það er ansi erfitt, þar sem aðalpersónan er sest í ritstjórnarstól og þar með er óhugsandi að telja lesendum trú um að blaðið geti verið hlutlaust.  

Við erum að senda alþjóðasamfélaginu ákveðin skilaboð með því að verðlauna Davíð og gefa honum stærsta blað landsins sem sína málpípu áður en rannsókn á hruninu lýkur.

 

 


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn og starfsmenn - enn hluti vandans?

Nýleg yfirlýsing forsætisráðherra um peningamálastefnu Seðlabankans veltir upp þeirri spurningu hvort pólitísk ráðning æðstu stjórnenda þar hafi mistekist?  

Samkvæmt RÚV segir Jóhanna:

Þó seðlabankinn vilji halda stýrivöxtum háum, eru stjórnvöld áfram um að þeir verði lækkaðir ... (og) ... að ekki koma til greina að breyta lögum um Seðlabankann. Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun.

Það er ekki bæði haldið og sleppt hér.  Ef ákvarðanir Seðlabankans eru pólitískar geta þær ekki jafnframt verið sjálfstæðar.  

Að forsætisráðherra þurfi að koma með svona yfirlýsingar í fjölmiðla bendir til að samband á milli Seðlabankans og ráðherra sé ekki sérstakleg gott.

Ekki er hægt að sjá að erlendir sérfræðingar sem sitja í peningamálanefnd getið setið undir svona ákvörðun og því líklegt að þeir segi af sér.  Þá væri best að setja Seðlabankann aftur undir ráðherra og skera hann verulega niður í stærð.  

Getur 320,000 samfélag rekið sjálfstæðan Seðlabanka að fyrirmynd hagkerfa sem eru 10-1000 sinnum stærri?


Bjóðumst til að borga Icesave með myntkörfuláni

Við eigum að fara fram á myntkörfulán fyrir Icesave sem samanstendur af krónum, evrum og pundum.  Þá er hægt að höggva á þessa fyrirvara og jafnframt förum við fram á að Seðlabanki Evrópu styðji við krónuna svo Bretar og Hollendingar tapi nú ekkert á þessu.

Þar með er tryggt að þeirra skattgreiðendur fái allt sitt tilbaka og á vöxtum og við fáum alvöru gjaldmiðil á móti og getum fjármagnað þann hluta Icesave sem fellur utan ríkisábyrgðar í krónum með ríkisskuldabréfum.

 Við verðum snúna vörn í sókn hér og koma andstæðinginum á óvart.  


mbl.is Icesave-málið þungt í skauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát í Icesave taflinu

Við eru skák og mát í þessu Icesave tafli þó enginn stjórnmálamaður þori að viðurkenna það.

Alþjóðasamfélagið hefur sagt hingað og ekki lengra alveg eins og sagt var við Írani um daginn um þeirra kjarnorkuáætlun.

Það var alveg ljóst að þegar ríkisstjórnin hafði samþykkt Svavars samninginn var ekki aftur snúið.  Það eina raunhæfa í þeirri stöðu var að samþykkja þennan ólánssamning og fara fram á endurskoðun eftir 4 ár. Því miður mistúlkuðu Alþingismenn hið pólitíska andrúmsloft erlendis.  

Í staðinn fyrir að fara fram á viðauka áttum við að fara fram á hjálp Evrópska Seðlabankans til að styðja við krónuna og fá að borga hluta af Icesave tilbaka í krónum. 



mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband