Mogginn spilar sig út í horn

Ekki munu þessir nýju ritstjórar höfða mikið til ungu kynslóðarinnar eða auglýsenda sem fylgja þeim markhópi.  

Út frá viðskiptalegu sjónarmiði er þessi ráðning óskiljanleg.  Í raun má segja að "eigendur" blaðsins hafi gert sér grein fyrir þessu enda skera þeir hressilega niður kostnaðinn með uppsögnum til að bæta væntanlegt auglýsingatap og færri áskrifendur.

Mogginn í framtíðinni verður jafn spennandi og kynningarbæklingur Sjálfstæðisflokksins sveipaður minningargreinum.


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Lögbirtingablaðið verður skemmtilesning í samanburði við Davíðsmogga.

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 11:38

2 identicon

Ef Mogginn í framtíðinni verður jafn spennandi og kynningarbæklingur, hvers vegna er þá vinstra liðið og smfylkingarútrásar pakkið að fara yfir um á þessari ráðningu.

Loori (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:10

3 identicon

Skarpur ertu Andri, ertu skygn ? Veist allt um framtíðina ? Og ef þú hefur rangt fyrir þér þá biðst þú auðvitað afsökunnar, ekki satt ?

Tek undir með Loori, þetta vinstra lið umturnast ef það sér stafinn D, hvað þá DO !

Aumingja fólkið, mikið hlýtur því að líða illa.

Siggi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:33

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Var ekki hægt að ráða karl og konu í þessar stöður?  Tveir karlar úr Reykjavík yfir miðjum aldri og í sama flokki, spennandi ekki satt!

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.9.2009 kl. 12:44

5 identicon

Hver er kominn til að segja að blaðið verði leiðinlegt undir stjórn þessara manna. 

Á blaðinu vinnur valinkunnur hópur fólks sem kann sitt fag. 

Það má segja að það sé ágætt að losna við gamla liðið á blaðinu, það var búið að vera þarna allt af lengi.  Nú getur nýtt og ferskara fólk fengið að njóta sín.

Þar að auki svo er Davíð ágætlega ritfær maður.  Alla vegana vekja skrif hans alltaf mikla athygli og ýta við mörgum.  Það er kannski það sem fólk vill ekki?  Hvað segir þú um það, Andri?

Logi Geir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einu sinn vann ég að verkefni fyrir The Economist og kynntist þar bæði útgefandanum og ritstjóranum. 

Það sem vakti athygli mína þar eru að þessir aðilar eru óháðir og aðskildir frá hvor öðrum.  Útgefandinn heyrir undir eigendur blaðsins og stjórn þeirra en ritstjórinn og hans menn heyra undir ritstjórnarráð sem er sjálfstætt ráð, óháð eigendum blaðsins og hefur það eina starf að ráða ritstjóra og sjá til að blaðið fylgi sjálfstæðri ritstjórnarstefnu sem er óháð eigendum blaðsins. 

Þetta getur valdið pirringi hjá útgefandanum þar sem blaðið hefur margoft misst auglýsendur og áskrifendur vegna skrifa sinna, en þegar allt kemur til alls er The Economist líklega virtasta blaðið í hinum enskumælandi heimi og það er að miklu leita að þakka þessum óvenjulegu stjórnarháttum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.9.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband