Er Icesave farið að teygja sig inn í frönsk innanríkismál?

Alþjóðasamfélagið getur lítið annað gert en að skjalla Íslendinga í augnablikinu og lofað öllu fögru ef við aðeins samþykkjum Icesave og stöndum við okkar skuldbindingar.

Hér tala ekki verkin heldur orðin.  

Hvers vegna getur Frakkinn,  Dominique Strauss-Kahn, ekki komið fram við Íslendinga eins og aðrar þjóðir og útskýr á einföldu máli þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu AGS?

Það skyldi aldrei vera að Stauss-Kahn sé að hugsa um eigin pólitíska framtíð?  Hann er jú talinn eiga góða möguleika á að taka við af Sarkozy sem Frakklandsforseti 2012.

Hann þarf því að huga vel að hvernig hann tekur á næstu nágrönnum Frakka og eiga góð sambönd við bæði Breta og Hollendinga.  Eftir skandalinn og framhjáhaldið á síðasta ári við Piroska Nagy, starfsmann inn AGS, verður hann að passa sig og því besta að taka varlega á Íslandi enda persónulegir hagsmunir í húfi.

Það skyldi aldrei vera að Icesave og AGS séu farin að teygja sinn inn í frönsk innanríkismál! 

 


mbl.is Segist verða var við mikla vinsemd í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband