"Borga þarf Icesave að fullu með vöxtum"

Afstaða Hollendinga til Icesave er mjög skýr eins og Thijs Peters frá Hollandi skrifaði í Fréttablaðinu í gær:

Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum Íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á hollenska þinginu sagði: "Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum."

Það hefur alltaf legið fyrir að við verðum að borga enda þótt við skreytumst við núna eins og þrjóskur krakki.  Við höfum aldrei haft neina samningsstöðu gagnvart Bretum og Hollendingum.  Annað hvort var að setja deiluna strax fyrir dóm eða semja.  Við völdum að semja og sá á kvölina sem á völina.

Þessi dráttur á Icesave lendir allur á Íslendingum af fullum þunga.  Aukaverkanirnar eru orðnar hrikalegar og eiga eftir að versna.  Hver ætlar að koma viti fyrir stjórnmálamenn hér? 


mbl.is Össur fundaði vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að Bretar og Niðurlendingar hafi hafnað Icesave, skuldaklöfum óreiðumanna frá Íslandi. Við eigum ekki að borga eftir þá. Hvað gerist ef við greiðum ekki fyrir sukk útrásarvíkinga og bankamanna. Hingað streyma inn rannsóknarteymi og eftirlitsaðilar. Þá fellur fjórflokkurinn í eftirfarandi röð. 1. XD 2. XB 3. XS 4. XV, þá fyrst verður hægt að boða siðbót og gefa á garðana jafnt fyrir íslenskan almenning. Þannig hreinsum við út spillinguna. Við Breta og Niðurlendinga segi ég komið og veltið við hverjum steini, hér eru rannsakendur að rannsaka sjálfa sig. Við eigum síðan að lokka þjóðir á Norðurhveli jarðar til bandalags, Færeyingar, Grænlendingar, Norðmenn og Kanadamenn. Allt veiðiþjóðir sem við eigum samleið með. Össur á ekki samleið með þessum þjóðum, hann vill sitja á glerskrifstofu í Brussel, með kaffið sitt, búin að selja þjóðina í ánauð Evrópu.

Allt er þetta hrun mannanna verk.

Einhvernveginn finnst mér það vera líklegt að íslenskir banka eigendur og stjórnendur hafi farið í langa gróðraferð með peningaelítunni í Evrópu, sú ferð endaði með skelfingu fyrir íslenska þjóð. En getur verið að sumir hverjir hafi þó hagnast gríðarlega við fall íslensku bankanna og að margir  þeirra eru íslenskir að uppruna?

Var íslenska bankakerfið  svifaseint í ferlinu og þeim hent út á miðri leið af peningaelítunni í Evrópu? Þannig að skuldaklafar voru afhentir þjóðinni til að bera um ókomna tíð? Þetta átti ekki að fara svona, en íslensku bönkunum var fórnað af peningaelítunni í Evrópu?

Hvar er forsetinn og helstu aðilar ríkisstjórna Íslands í þessu púsluspili? Ég held að þeir eigi hlut að máli. Útaf hverju vilja íslenskir stjórnmálamenn ekki bensla íslenska útrásarvíkinga og eigendur bankanna fyrir aftan bak og leiða þá út og yfirheyra.............................. ? Búið er að gera samkomulag um að segja þjóðinni aldrei sannleikann í þessu mesta  banka svindli Evrópusögunnar.

Hversvegna vill ríkisstjórnin setja skuldaklafa á íslenska þjóð og rukka inn fyrir erlenda kröfuhafa ? Getur það verið út af því  að sannleikurinn er svo svakalegur fyrir þjóðina, að hér myndi allt ganga á annan endann, komist þjóðin að öllu saman.

Er reynt   með öllu móti að hylja slóðir eftir þessa aðila? Mun almenningur á Íslandi og í Evrópu geta komið upp um svindlið? 

Ég er bjartsýnn, almenningur er á réttri leið og sannleikurinn mun koma fram, fyrr eða síðar, ég finn það á mér.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sveinbjörn,

Því miður snýst Icesave málið ekki um að Ísland og umheimurinn sé á móti Hollendingum og Bretum, heldur eru við einir á báti.  

Norðmenn og Kanadamenn eiga miklu meiri hagsmuna að gæta við Breta en Íslendinga.  Hvað getur íslenska hagkerfið boðið þessum löndum?

Að ekki sé talað um siðferðislega skyldu landsins að standa við sín orð, þar eru Bretar og Hollendingar með alþjóðasamfélagið sér við hlið.  

Hins vegar get ég verið sammála þér að frímúrararegla fjórflokkanna er okkar mesta böl.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2009 kl. 13:41

3 identicon

Ríkisstjórnin (og eflaust aðrar) má ekki heyra á það minnst að LEIÐRÉTTA skuldir heimila í landinu. Þær skulu allar greiddar upp í topp. Veð skulu halda fram yfir gröf og dauða !!

Sama ríkisstjórn reynir hins vegar millileik sem fellst í því að fella niður veð eftir ákveðinn tíma eða 2024.

Skuldir heimilanna í landinu eru um 2.000 milljarðar IKR. 

Er ég að missa af einhverju ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Eins og ég hef sagt í annarri bloggfærslu þá áttum við ekki að fella niður ríkisábyrgðina heldur fara fram á að borga hluta af láninu í krónum og fá Evrópska Seðlabankann til að styðja við krónuna.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2009 kl. 14:56

5 identicon

Hjartanlega sammála Andri og með þessu fengist alvöru stuðningur við IKR. Það sem meira er að við værum komin með annan fótinn í fordyrið þ.e ERMII.

Skil ekki af hverju stjórnvöld reyna ekki að vera örlítið frjórri í hugsun.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband