Stjórnmálavæðing Íslands

Það er aldeilis uppgangur hjá stjórnmálamönnum Íslands um þessar mundir.  Þeir geta valið úr toppstöðum í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir þeim virðist aldrei hafa verið jafn mikil og nú.  Á sama tíma eru almennir starfsmenn látnir taka pokann sinn og kvaddir með krókódílatárum.

Ráðningu Davíðs verður að skoða í stærra samhengi.  Allir pólitískir flokkar frá VG til D vígbúast nú sem aldrei fyrr og allt gengur út á að koma sínum hermönnum í sem allra flestar stöður.

Í eftirfarandi ráð og stjórnir hefur nýlega verið skipað eftir pólitísku litrófi, oftast án auglýsinga:

Bankaráð Seðlabanks

Skilanefndir gömlu bankanna

Bankaráð nýju bankanna

Stjórn LÍN

Stjórn Landsvirkjunar

Stjórn bankasýslu ríkisins

Icesave samninganefnd

Er von að eigendur Morgunblaðsins finni hjá sér þörf að fylgja í sömu spor?  Þetta snýst ekki um hæfni eða þekkingu heldur hrá völd.

Stjórnmálavæðing Íslands heldur ótrautt áfram í boði kjósenda!

 

 


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna heldur þú að erlendir aðilar , þar á meðal AGS, hafi engan áhuga á að eiga við okkur samskipti ?

Það er að verða komið ár síðan Davíð  eyðilagði bankana, og það er verið að gera hann að ritstjóra í þágu eignaaflanna í landinu !

Það hefur engin enn verið handtekin , síðan fer forsetinn út um víðan völl og reynir að telja fólki í útlöndum trú um að hér séu engir glæpamenn !

JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Kama Sutra

Það er að verða virkilega andstyggilegt - nánast ólíft - að reyna að búa í þessu Bananalýðveldi.

Því rotnari sem bananarnir eru, því áhrifameiri verða þeir í samfélaginu...

Kama Sutra, 24.9.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Frímúrararegla fjórflokkanna er upp á sitt besta og hefur aldrei verið sterkari en eftir hrunið. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ekkert mun breytast heldur mun hið gamla kerfi styrkjast og dafna sem aldrei fyrr.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband