Flott framtak hjá bændum

Því meir sem bændur hafa með framleiðslu og sölu sinna afurða að gera því betra fyrir þá og neytendur.  Þeir einu sem tapa eru pólitískir milliliðir sem hingað til hafa haldið kverkataki á bændum og íslenskum landbúnaði.

Það sem ferðamenn og neytendur vilja er fjölbreytt úrval afurða.  Hótel á landsbyggðinni og bændagisting eiga að geta boðið upp á osta og jógúrt sem ekki eru fáanleg í Reykjavík eða í Bónus.  Það er lítill dagamunur í því að fá Bónusvörur sem fólk neytir daglega heima hjá sér á hótelum.

Vonandi fara bændur að framleiða vörur sem þekktust hér áður fyrr svo sem osta úr sauða- og geitamjólk og osta úr ógerilsneyddri mjólk.  Ef Frakkar og Bandaríkjamenn leyfa bændum að framleiða úr ógerilsneyddri mjólk af hverju ekki á Ísland þar sem allt var leyft í fármálaafurðum!


mbl.is Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntingar í hæstu hæðum

Það eru eðlilega miklar væntingar til nýrrar ríkisstjórnar.  Langur undirbúningstími eykur þessar væntingar enda segir Jóhanna að vanda skal til þess sem lengi á að standa.

Jóhanna og Steingrímur mega halda vel á spilum ef þau eiga ekki að valda vonbrigðum.  Það er eðli stjórnmálamanna að valda vonbrigðum sérstaklega þegar kjósendur eru óþolinmóðir og bíða eftir skjótum breytingum.  Það er erfitt að breyta hratt til í ríkisrekstri.  Ríkisstofnanir og starfsmenn eru að eðlisfari íhaldssamir og varkárir.  Mottóið er gjarnan: 

Breytingar eru góðar en engar breytingar eru enn betri! 

Nýir ráðherrar verða að læra á kerfið, það hægir á.  Nýtt fólk þarf að læra að vinna saman, það tekur tíma.  Koma þarf hlutum í gegnum Alþingi sem er oft hægara sagt er gert.  Svo er landið smátt og stofnanir fámannaðar.

Það er margt sem getur tafið en ef það er eitt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki efni á þá eru það tafir.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig Jóhanna og Steingrímur ætla að haga málum svo þau nái sem mestum og bestum árangri á sem skemmstum tíma. 


mbl.is Ríkisstjórn í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun: Gjaldþrot, þjóðnýting eða einkavæðing?

Ísland stendur frammi fyrir erfiðum valkostum varðandi framtíð Landsvirkjunar.  Svo virðist sem útlendingar séu að herða skrúfuna á stjórnvöld og krefja hana svara um framtíð fyrirtækisins.

Það sem erlendir bankar og fjárfestar hræðast mest er að Landsvirkjun verði þjóðnýtt í enn einu "kennitölu" flakkinu.  Þar með ætti Ísland ekki marga möguleika til að sækja erlent fjármagn til uppbyggingar atvinnulífsins um langan tíma nema með tilstuðlan IMF. 

Ef þjóðnýting er ekki vænleg er gjaldþrot enn verra og hvað með einkavæðingu?  Svo getur farið að erlendir bankar og fjárfestar neyði stjórnvöld til að velja á milli þjóðnýtingar og einkavæðingar.  Fjárfestar verða að vita hvar þeir standa gagnvart nýrri vinstri stjórn.  Betra að þrýsta á ákvörðun nú áður en þeir setja meira fjármagn inn.   

Hvar standa flokkarnir varðandi einkavæðingu Landsvirkjunar?  Heimurinn endar ekki ef útlendingar eignast stóran hlut fyrirtækisins.  Ríkið gæti átt "golden share" þ.e. ráðandi hlut svo ekki verði hægt að fara með fyrirtækið að vild erlendra spekúlanta. 

Hvað sem verður um Landsvirkjun í framtíðinni ættu stjórnvöld að skipa tvo erlenda stjórnarmenn í stjórn fyrirtækisins strax.  Einn þarf að vera með reynslu og góð bankasambönd í fjármögnun raforkufyrirtækja og hinn með reynslu í einkavæðingu. (T.d. stjórnendur með reynslu frá Vattenfall eða Scottish Power). 

Erlendir stjórnarmenn eru nauðsynlegir til að auka traust og trúverðugleika á fyrirtækinu erlendis.  Það sem útlendingar hafa áhyggjur af eru íslenskir hagsmunaárekstrar, pólitík og smæð landsins.  Þeir skilja ekki hvernig stjórn eingöngu skipuð Íslendingum geti verið óháð og sjálfstæð, sérstaklega þar sem hún er skipuð af ráðherra í ógagnsæu ferli.

 

 


mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt fárviðri í breskum tebolla.

Bretland er stærsta viðskiptaland okkar hvað varðar útflutning.  Þetta veit Gordon Brown.  Ef við högum okkur ekki eins og síviliserðu þjóð þá munu Bretar og Hollendingar beita sér fyrir því að ESB setja "Icesave" tolla á okkar útflutning til ESB. 

Viðhorfið í ESB er að Ísland sé óþekkur krakki sem hefur lifað of hátt með því að sníkja sparifé af heiðarlegum ESB borgurum.  Nú er komið að skuldardögum.  Auðvita geta Íslendingar mótmælt en hlustar einhver á okkur fyrir utan landsteinana?  

Skiptir okkar innflutningur einhverju máli fyrir aðrar þjóðir?  Hversu mörg störf hverfa í ESB ef Ísland yrði "lagt" niður?  Íslenska hagkerfið er forvitnilegt í augum útlendinga en er algjör skiptimynt miðað við þeirra hagkerfi.  Það eina sem skiptir útlendinga máli er að fá sitt borgað - það er allt og sumt.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ímynd Íslands erlendis

Ég talaði við nokkra kunninga mína í Bretlandi nýlega og þeir telja að íslenska ríkið beri ábyrgð á innistæðum góðgerðastofnanna og spítala enda voru bankarnir þjóðnýttir (nationalised) í október, segja þeir. 

Þeim finnst Íslendingar ábyrgðarlausir og hreinlega ómannúðlegt af þeim að svara ekki ásökunum um að krabbameinsveik börn og aðrir sjúkir fái skerta þjónustu vegna taps í íslenskum bönkum. Þeir vorkenna mér að koma frá svona landi og spyrja þeir hvort mig vanti peninga og hvort þeir eigi að senda mér eitthvað.

Sem dæmi benti kunningi minn á þessa nýlegu frétt frá BBC því til staðfestingar að bankarnir hefðu verið þjóðnýttir og að útlendingar sætu skör neðar en Íslendingar.  Hann fann enga frétt þar sem þessu hefði verið mótmælt af hálfu Íslendinga. Eina sem Íslendingar mótmæla eru hryðjuverkalögin, sagði hann!   

"Finally, Iceland's biggest bank, Kaupthing, was nationalised in October. Iceland's government blamed UK Chancellor Alistair Darling for undermining confidence in Kaupthing by using anti-terrorism laws to seize Landsbanki's UK assets.

Mr Darling said that UK depositors and creditors were unlikely to be protected to the same extent as Icelandic ones."    BBC, 2. apríl 2009

Ég reyndi að útskýra fyrir honum að bankarnir hefðu ekki alveg verið þjóðnýttir, heldur var þeim skipt upp í gamla og nýja.   Það gekk brösuglega að útskýra klassískt kennitöluflakk fyrir honum þar til hann kveikti á perunni og sagði:

"You mean it was not nationalisation but asset stripping by the government"!

 


mbl.is Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun að falla niður í "non-investment grade" flokk

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Ísland og stöðu íslenskra fyrirtækja í augum erlendra fjárfesta.  Landsvirkjun, eign þjóðarinnar, fær BBB- einkunn fyrir langtímaskuldir, lægsta einkunn í "investment grade" flokki en þar sem fyrritækið er sett á athugunarlista er það í raun komið í "junk" flokk.  Enda segir í áliti S&P:

 In our opinion, Landsvirkjun's stand-alone credit quality has further 
deteriorated, and we now assess Landsvirkjun's stand-alone credit profile as
'B-', reflecting a weak and highly leveraged financial risk profile and a weak
liquidity position.
Það er líklega ekki langt í það að lánsmat íslensk ríkisins verði lækkað enn frekar sem mun þýða hærri vexti á erlend lán sem aftur kallar á hærri skatta og meiri niðurskurð. 

Það vill oft gleymast að aðgangur að erlendu fjármagni og lánskjör Íslands erlendis er alfarið á hendi erlendar aðila og stofnanna.  Þessu geta íslensk stjórnvöld ekki ráðið eða breytt með skipunum.


mbl.is Neikvæðar horfur hjá Landsvirkjun að mati S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt er drottins orðið

Hvað kostaði kirkjan öll ef skuldirnar eru 500 milljónir.  Í hvað fóru þessir peningar?   Hver er gólfflöturinn í þessari kirkju?  Hvað kostaði fermetrinn?  Við erum ekki að tala um Péturskirkjuna í Róm!

Guð blessi fósturjörð og skuldir vorar.

 


mbl.is Grafarvogssöfnuður skuldar hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélög fela sig á bak við Seðlabankann

Ef spá Seðlabankans um áframhaldandi lágt gengi er blaut tuska framan í sveitarfélögin þá er sú staðreynd að sveitarfélögin tóku erlend lán rýtingur í bakið á útsvarsgreiðendum.

Eitt er að einstaklingar og fyrirtæki taki erlend lán en að sveitarfélög skuli gera það er alveg óskiljanlegt.  Hér er verið að spila með skattpeninga almennings og þá verður að gera þá kröfu að sveitarfélög sýni mikla varkárni.  Ef Seðlabankinn varar við erlendum lántökum þá eiga sveitarfélögin að vera fyrst til að fylgja þessum ráðum.

Hvernig verður þetta leyst?  Jú með því að velta þessu yfir á almenning.  Útsvarsprósentan verður hækkuð líklega um 5% 2010.

 


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur enginn tekið upp tólið og hringt í Downing Street?

Hvers vegna í ósköpunum hringir ekki forsætisráðherra eða utanríkisráðherra í starfsbróðir sinn í Bretlandi og fer fram á persónulegan fund til að koma málum á hreint.  Það er alveg með ólíkindum að utanríkisstefna Íslands virðist byggjast á eintómum og endurteknum misskilningi. 

Íslensk stjórnvöld verða að taka upp miklu harðari og öruggari fjölmiðlastefnu erlendis og  sérstaklega gagnvart Bretlandi.  T.d. er mikilvægt að stjórnvöld hafi sterk tengsl við fréttamiðla eins og BBC og  Financial Times.  


mbl.is Ummælum Browns mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting á handrukkara status IMF?

Ég hef lengi haldið því fram á þessu bloggi að IMF væri skipaður handrukkari hér á landi af erlendum stjórnvöldum. Nú virðist vera komin staðfesting á þessari tilgátu.

Það er athyglisvert að öll starfsemi IMF hér á landi virðist mest öll fara fram á bak við tjöldin ólíkt því sem gerist í Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu, Hvers vegna? Ætli að sé ekki vegna viðkvæmra mála eins og Icesave.

Opinberlega er IMF auðvita ekki að skipta sér að tvíhliða milliríkjadeilu en ætli IMF sé ekki milligöngumaður að reyna að miðla málum.  IMF hefur jú ansi sterk tromp á sinni hendi ekki síst það að í augnablikinu er velferðakerfið hér á landi fjármagnað að miklu leyti af IMF.


mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband