Landsvirkjun: Gjaldþrot, þjóðnýting eða einkavæðing?

Ísland stendur frammi fyrir erfiðum valkostum varðandi framtíð Landsvirkjunar.  Svo virðist sem útlendingar séu að herða skrúfuna á stjórnvöld og krefja hana svara um framtíð fyrirtækisins.

Það sem erlendir bankar og fjárfestar hræðast mest er að Landsvirkjun verði þjóðnýtt í enn einu "kennitölu" flakkinu.  Þar með ætti Ísland ekki marga möguleika til að sækja erlent fjármagn til uppbyggingar atvinnulífsins um langan tíma nema með tilstuðlan IMF. 

Ef þjóðnýting er ekki vænleg er gjaldþrot enn verra og hvað með einkavæðingu?  Svo getur farið að erlendir bankar og fjárfestar neyði stjórnvöld til að velja á milli þjóðnýtingar og einkavæðingar.  Fjárfestar verða að vita hvar þeir standa gagnvart nýrri vinstri stjórn.  Betra að þrýsta á ákvörðun nú áður en þeir setja meira fjármagn inn.   

Hvar standa flokkarnir varðandi einkavæðingu Landsvirkjunar?  Heimurinn endar ekki ef útlendingar eignast stóran hlut fyrirtækisins.  Ríkið gæti átt "golden share" þ.e. ráðandi hlut svo ekki verði hægt að fara með fyrirtækið að vild erlendra spekúlanta. 

Hvað sem verður um Landsvirkjun í framtíðinni ættu stjórnvöld að skipa tvo erlenda stjórnarmenn í stjórn fyrirtækisins strax.  Einn þarf að vera með reynslu og góð bankasambönd í fjármögnun raforkufyrirtækja og hinn með reynslu í einkavæðingu. (T.d. stjórnendur með reynslu frá Vattenfall eða Scottish Power). 

Erlendir stjórnarmenn eru nauðsynlegir til að auka traust og trúverðugleika á fyrirtækinu erlendis.  Það sem útlendingar hafa áhyggjur af eru íslenskir hagsmunaárekstrar, pólitík og smæð landsins.  Þeir skilja ekki hvernig stjórn eingöngu skipuð Íslendingum geti verið óháð og sjálfstæð, sérstaklega þar sem hún er skipuð af ráðherra í ógagnsæu ferli.

 

 


mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gildir ekki það sama með önnur orkufyrirtæki ? Orkuveita Reykjavíkur er allavega í slæmum málum.

Hvað með sjávarútveginn ? Hann er tæknilega gjaldþrota.

Ætti þá ekki með sömu rökum að beita aðferðafræði þinni á ofangreinda liði ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

En, Andri, er Landsvirkjun ekki þegar þjóðnýtt, þar sem ríkið á fyrirtækið að mestu.  Það er nú varla hægt að þjóðnýta, það sem ríkið á!  Þess fyrir utan er ríkið í ábyrgð fyrir öllum lánum fyrirtækisins ásamt Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ, þannig að falli Landsvirkjun þurfa þessi aðilar að greiða reikninginn.  Kennitöluflakk er því ekki lausn.  Leiðréttu mig endilega, ef þetta er ekki rétt hjá mér.

Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 17:36

3 identicon

Lánardrottnar eiga fyrirtækið þegar staðan er orðið þetta slæm. Atburðarásin varðandi orkufyrirtækin er keimlík þeirri sem varð fyrir bankahrunið. Yfirvöld keppast við að koma matsaðilum í skilning um að hér sé allt í standi á meðan veitufyrirtækin stefna markvisst fyrir björg.

TH (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Það er oft erfitt að komst að orði um þessa nýjungar í íslensku kennitöluflakki.  Ég kalla þetta þjóðnýtt í enn einu "kennitölu" flakkinu. 

Þar sem Landsvirkjun er hlutafélag gæti íslenska ríkið sett neyðarlög um Landsvirkjun, "þjóðnýtt" hana og gert að ríkisstofnun.  Þetta er nú meira tæknilegt atriði því eins og þú segir er ríkið í ábyrgð fyrir skuldum og þetta er í raun aðeins leið til að fresta vandanum og kaupa sér meiri tíma.  Þjóðnýting er kannski ekki besta orðið yfir þessa leið sem er nú aðeins sett hér fram til að hafa allt með.  Þvinguð endurfjármögnun með neyðarlögum er kannski betra en óþjálla nafn á þetta. 

Það bendir hins vegar margt til að stjórnin verði að taka afstöðu til einkavæðingar Landsvirkjunar fljótt.  Bæði myndi það létta á ríkissjóði og gera fjármögnun Landsvirkjunar í framtíðinni ódýrari og betri.  Viðskiptalega séð er þetta raunhæf leið en kannski ekki pólitískt séð.  Sett upp á annan veg.  Hversu mikið þarf að skera niður í velferðakerfinu áður en þjóðin og ný vinstri stjórn getur kyngt einkavæðingu Landsvirkjunar?

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 18:57

5 identicon

Fá Statkraft til að kaupa 50% í Landsvirkjun:

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/841287/

Ketill (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:18

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ketill,

Góð hugmynd en ekki öll eggin í sömu körfuna eina ferðina enn. 

Segjum frekar  Statkraft 20%, Vatenfall 20%, Scottish Power 20%.  Ríkið og sveitarfélög 40%. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 19:29

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri, minn punktur er að ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær eru í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun.  Lánadrottnar þurfa ekki að ganga að LV.  Þeir geta bara snúið sér að hinum.

Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 21:00

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Það er rétt nema að sett verði neyðarlög sem skeri sveitarfélögin úr snörunni. Ríkið tekur þá allt til sín og verður eitt um að semja við lánadrottna.  Svo má alltaf skipta Landsvirkjun upp í nýju og gömlu LV og skilja allar skuldir eftir í gömlu LV sem ekki má fara í mál við í 2 ár.  Það eru svona hundakúnstir sem útlendingar eru hræddir við.  Stundum kallað "government sponsored asset stripping"

Önnur leið er að þvinga lánadrottna til að taka "debt for equity swap" og síðan þjóðnýta.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 21:19

9 Smámynd: Sævar Helgason

Þú leggur til að fá a.m.k tvo erlenda þekkingarmenn inní stjórn Landsvirkjunar. Mættu þeir ekki verða þeir verða fleiri.  Stjórn Lnsdsvirkjunar er eingöngu pólitíkst skipuð og ekki að sjá að nein fagþekking sé fyrir hendi við þann gerning. Forstjórinn er lögfræðingur og fv. stjórnmálamaður.  Ég tek undir með þér það verður að stokka spilin uppá nýtt í stjórn Landsvirkjunar og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur. Við erum að sigla inní háalvarlega stöðu í okkar orkumálum..

Meðfylgjandi :

Stjórn Landsvirkjunar var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 3. apríl 2009.

Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst.
Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur við Umhverfisstofnun
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstsins
Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi
Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands

Sævar Helgason, 10.5.2009 kl. 09:29

10 Smámynd: Sævar Helgason

 Leiðréttur texti:

Þú leggur til að fá a.m.k tvo erlenda þekkingarmenn inní stjórn Landsvirkjunar. Mættu þeir verða fleiri ? Stjórn Lansdsvirkjunar er eingöngu pólitíkst skipuð og ekki að sjá að nein fagþekking sé fyrir hendi við þann gerning. Forstjórinn er lögfræðingur og fv. stjórnmálamaður.  Ég tek undir með þér það verður að stokka spilin uppá nýtt í stjórn Landsvirkjunar og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur. Við erum að sigla inní háalvarlega stöðu í okkar orkumálum..

Meðfylgjandi :

Stjórn Landsvirkjunar var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 3. apríl 2009.

Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst.
Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur við Umhverfisstofnun

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstsins

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi

Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla

Sævar Helgason, 10.5.2009 kl. 09:46

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sævar,

Ég myndi leggja til að 5 manna stjórn LV yrði skipuð á eftirfarandi hátt:

2 erlendir óháðir fagmenn með reynslu í fjármögnun, einkavæðingu og rekstri raforkuvera, t.d. frá Vatenfall, Scottish Power og Statkraft

1 skipaður af ríki

1 skipaður af sveitarfélögunum

1 óháður með tækni- og rekstrarkunnáttu t.d. rafmagnsverkfræðingur

Að það sitji ekki verkfræðingur í stjórn LV er ekki traustvekjandi í augum útlendinga. 

Ef maður ber saman ferilskrár stjórnar Lv og Vattenfall eða Scottish Power er himinn og haf á milli. 

Það er alveg rétt hjá þér að stjórnarhættir í íslenskum fyrirtækjum þarfnast algjörrar endurnýjunar.  Án erlendra stjórnarmanna í bönkum og stærstu fyrirtækjum landsins mun endurreisnin taka lengri tíma og fjármögnun verða erfiðari sem aftur þýðir meira atvinnuleysi og lakari lífskjör. 

Hvers vegna ASÍ berst ekki fyrir þessu er alveg ótrúlegt.  Mér finnst líka að það mætti íhuga að bæta við einum manni í allar stjórnir sem starfsmenn/stéttarfélög tilfnefna (sænska módellið)

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.5.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband