Dýrt er drottins orðið

Hvað kostaði kirkjan öll ef skuldirnar eru 500 milljónir.  Í hvað fóru þessir peningar?   Hver er gólfflöturinn í þessari kirkju?  Hvað kostaði fermetrinn?  Við erum ekki að tala um Péturskirkjuna í Róm!

Guð blessi fósturjörð og skuldir vorar.

 


mbl.is Grafarvogssöfnuður skuldar hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær sögur gengu hér í bæ (Akureyri) að sveitasetur JJ í Bónus, staðsett í Vaðlaheiði gegnt Akureyri, hefði kostað 500 milljónir og þar af "glerið" einhverja tugi milljóna.  Bara smáaurar "ef satt er".  ;-)

.......og þá er nú varla Guðshúsið dýrt  :-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skyldi greiðslumatið hafa gleymst? Á ekki að vera svo nauðsynlegt að fara í greiðslumat? Til hvers er annars greiðslumat? Er það ekki til að fyrirsjáanlegt sé að hægt sé að borga skuld. Velti því fyrir mér til hvers vegna þarf slíkt þegar ábyrgð banka er engin, þegar hægt er að gerbreyta greiðslubyrðinni nánast eins og gert hefur verið þannig að afborgun tvöfaldast. Er kanski best að sleppa greiðslumati? Bara smá hugleiðingar, en hagfræðingarnir vita þetta örugglega.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 09:48

3 identicon

Gerum ráð fyrir að þetta sé langtímalán og verðtryggt, lán til 25 ára. Frá árinu 2000 til 2009 hefur VTN hækkað um 72%. Gróft séð má reikna með að lánið standi í dag í um 20% hærri krónutölu en það var tekið í þannig að gera má ráð fyrir að upprunarlegur höfuðstóll hafi verið um 400 milljónir.

Svona er verðtryggingin !!

Ef við gerum ráð fyrir að kirkjan sé 2000 fm þá er byggingarkostnaðurinn 200.000 fm sem er eðlilegt.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Takk fyrir upplýsingarnar. Hvers vegna geta íslenskir blaðamenn geta aldrei sett frétti í rétt samhengi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 17:00

5 identicon

Björn, var kirkjan virkilega öll byggð út á krít á sínum tíma og er ekkert búið að greiða lánið niður?

baldvin (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband