Um ímynd Íslands erlendis

Ég talaði við nokkra kunninga mína í Bretlandi nýlega og þeir telja að íslenska ríkið beri ábyrgð á innistæðum góðgerðastofnanna og spítala enda voru bankarnir þjóðnýttir (nationalised) í október, segja þeir. 

Þeim finnst Íslendingar ábyrgðarlausir og hreinlega ómannúðlegt af þeim að svara ekki ásökunum um að krabbameinsveik börn og aðrir sjúkir fái skerta þjónustu vegna taps í íslenskum bönkum. Þeir vorkenna mér að koma frá svona landi og spyrja þeir hvort mig vanti peninga og hvort þeir eigi að senda mér eitthvað.

Sem dæmi benti kunningi minn á þessa nýlegu frétt frá BBC því til staðfestingar að bankarnir hefðu verið þjóðnýttir og að útlendingar sætu skör neðar en Íslendingar.  Hann fann enga frétt þar sem þessu hefði verið mótmælt af hálfu Íslendinga. Eina sem Íslendingar mótmæla eru hryðjuverkalögin, sagði hann!   

"Finally, Iceland's biggest bank, Kaupthing, was nationalised in October. Iceland's government blamed UK Chancellor Alistair Darling for undermining confidence in Kaupthing by using anti-terrorism laws to seize Landsbanki's UK assets.

Mr Darling said that UK depositors and creditors were unlikely to be protected to the same extent as Icelandic ones."    BBC, 2. apríl 2009

Ég reyndi að útskýra fyrir honum að bankarnir hefðu ekki alveg verið þjóðnýttir, heldur var þeim skipt upp í gamla og nýja.   Það gekk brösuglega að útskýra klassískt kennitöluflakk fyrir honum þar til hann kveikti á perunni og sagði:

"You mean it was not nationalisation but asset stripping by the government"!

 


mbl.is Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

hefðir lika mátt einfalda þetta og benda honum á að bankar hafa verið að fara á hausinn í bretlandi og bandarikjunum. en það kannski afsakar ekki neitt, sérstaklega ekki það að stjórnvöld ætlist til að saklaust fólk sem eiddi ekki í efni fram eigi að borga fylleríið.

GunniS, 9.5.2009 kl. 10:58

2 identicon

Ég legg til að þú bjóðir þig fram og takir að þér að ganga frá þessum samningum um Icesave. Nóg er að komið.

Ég stend fastur á fyrri fullyrðingu að þessi Icesave fjár-dráttur er mesta skömm Íslands frá upphafi vega. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Já, líklega er best að vera ekki að útskýra of mikið þetta kennitöluflakk Íslenska ríkisins á bönkunum, þá er verið að fara út öskunni í eldinn.

Hvernig staðið var að stofnun nýju bankanna er hrein svívirða. Að ríkisstjórn Ísland skuli standa fyrir því að hirða þær eignir sem mönnum langaði í úr út gömlu bönkunum á því verði sem menn ákváðu sjálfir er bara glæpamennska. Lándrottnarnir síðan látnir éta það sem úti frýs.

Lánadrottnarnir munu aldrei sætta sig við slíka meðferð. Hér mun allt loga í málaferlum vegna þessa gjörnings ríkisins um leið og bráðabirgðalögin hætta að vernda bankana og ríkið gegn málsóknum.

Svo má ekki gleyma því að ríkið á eftir að greiða lánadrottnunum fyrir þær eignir sem settar voru inn í nýju bankana. Þó nýju bankarnir hafi hirt þær eignir til sín á ákveðnu hrakvirði þá þarf að greiða lánadrottnunum þetta hrakvirði. Ekkert fé er til að greiða lánadrottnunum þetta. Og þessir lánadrottnar eru engir venjulegir kröfuhafar. Þetta eru mikið vogunarsjóðir sem seldu þeim bönkum sem lánuðu til Íslands skuldatryggingar.

Í nóvember borguðu þessir vogunarsjóðir upp öll lán erlendu bankanna. Bankarnir sem lánuðu til Íslands tapa því engu en vogunarsjóðirnir eru mættir hér og ætla að minnka sitt tap eins og hægt er. Stórir bankar eins og Deutsche Bank eru sjálfir sinn eigin vogunarsjóður og keyptu engar slíkar tryggingar. Þessir sjóðir og þessir stóru bankar munu sitja um Ísland næsta áratuginn. 

Þessir vogunarsjóðir sem sérhæfa sig í að selja skuldaryggingar eru með færustu sérfræðinga í heimi í að mjólka út úr þrotabúum eins mikil verðmæti og hægt er komi til þess að tryggingarnar falli á þá eins og hér hefur gerst. Þessir vogunarsjóðir og sérfræðingar þeirra, þetta eru langhlauparar.

Ég get ekki séð annað en að þetta "nýja" bankakerfi okkar fari lóðrétt á hausinn þegar ákvæði bráðabirgðalöganna sem banna lögsóknir á hendur þeim falla úr gildi. Þessir lánadrottnar munu t.d. aldrei sætta sig við það hafi verið eðlilegur gjörningur í miðri kreppunni að taka Moggann af eigendunum og selja hann nýjum eigendum og afskrifa á þeim eina gjörningi tæpa þrjá milljarða króna. Ef við hefðum lánað Glitni þetta fé og horfðum upp á þessa snillinga í bankanum fara svona með peningana okkar þá værum við æfir.

Það er náttúrulega fáránlegt að fólkið sem keyrði bankana okkar í þrot og ber alla ábyrgð á því að þjóðin er að færast aldarfjórðung til baka í lífsgæðum skuli enn sitja í sömu stöðunum í sömu bönkunum og sýsla með fjármuni almennings og erlendra lánadrottna bankana.

Það á að sameina þessa þrjá ríkisbanka í einn. Það á að segja upp öllu starfsfólki þessara þriggja banka og ráða nýtt starfsfólk í slíkan nýjan ríkisbanka þannig að hann hafi einhvern túverðugleika. 4% þjóðarinnar teystir bönkunum í dag. Þessi banki má vera ríkisbanki næstu einn eða tvo áratugina. Hann verður hvort sem er ekki söluvara fyrr en öllum þeim málaferlum sem framundan eru er lokið. Það mun sjálfsagt taka áratuginn að leysa öll þessi málaferli hér heima og erlendis.

Þessi eini ríkisbanki ásamt MP banka, Sparisjóðunum, VBS fjárfestingarbanka og öðrum þeim fjármálastofnunum sem enn lifa, er miklu meira en nóg til að sinna þessum fjármálamarkaði hér heima næstu áratugina.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir hvert orð hjá Friðrik um einn ríkisbanka. Þetta er gersamlega óþolandi með HvítaBirnu og Finn Sveinbjörnsson í efstu stöðum gmalla sukkbanka undir ríkisfána.

 Það er ekkert trúverðugt bankakerfi í landinu . Meðan svo er ekki þá losnar ekki kreppan. Menn heimta afnám vaxta og verðtryggiingar en svara því ekki hvernig á að geyma sparnað. Menn bulla um aðildarviðræður við ESB eins og þær séu eitthvað teboð án undanfarandi aðildarumskóknar. 

Það verður að fleyta krónunni og horfast í augu við hljómsveitina. Við munum ekki  borga skuldir óreiðumannanna Mr. Brown.Við bara getum bara ekki dæmt óborna íslendinga til ævilangrar fátæktar.

Og ofan á bankahrunið eigum við nú framundan að borga eignaskatta af síðasta gengi á ónýtu hlutabréfunum í bönkunum ,  alveg eins og ekkert hafi í skorist. Tapið af þeim verður aldrei frádráttarbært.

Halldór Jónsson, 9.5.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband