Ofurskuldir draga úr samkeppnishæfni

Flugleiðir voru um áratuga skeið leiðandi flugfélag á Norður Atlantshafi hvað varðaði verð og nýjungar.  En ekki lengur.  Skuldabaggi fyrirtækisins hefur rústað samkeppnisstöðu fyrirtækisins. 

Verð farmiða og sérstaklega hin gríðarlegu háu eldsneytisgjöld fæla útlendinga frá félaginu.

Kunningi minn í London er að fara til New York í október og ég spurði hvort hann ætlaði ekki að stoppa í Reykjavík í nokkra daga.  Hann var alveg til í það þar til hann komst um raun um verð farmiða hjá Icelandair.  Ódýrustu farmiðar með bandarísku flugfélögunum frá London til New York kosta 295 pund en 431 pund með Icelandair eða 46% dýrari.  

Það virðist því vera kominn kjörinn tími fyrir erlenda aðila með aðgang að fjármagni og hreinan efnahagsreikning að fara í samkeppni við íslensku flugfélögin.  Ferðamenn vilja koma til Íslands svo ekki vantar eftirspurnina.  Hægt er að fá vélar og áhafnir á góðum kjörum erlendis og vegna skulda geta innlendu flugfélögin ekki farið í verðstríð.  Og varla er ríkissjóður í stakk búinn að niðurgreiða flugmiða til útlendinga.

Fjársterkir erlendir aðilar eiga mikla möguleika hér á landi í framtíðinni og eftir um 20 ár má búast við að öll helstu og arðbærustu fyrirtæki landsins verði undir eign og stjórn útlendinga.  Íslendingar verða sem fyrr uppteknir af því að borga gamlar skuldir.

 

 


mbl.is Endurskipulagning í pípunum hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun í gjaldeyristekjum

Í gær birtust tvær frétt sem innihéldu slæmar tölur sem fengu litla umfjöllun hjá fjölmiðlum. 

Fyrsta fréttin birtir tölur um að kílóverð á sjávarafurðum hafi fallið um 30% mælt í evrum síðastliðið ár.  Hin að 28% samdráttur hafi orðið í afla í apríl.

Þetta þýðir að gríðarlegt hrun hefur orðið í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna útflutnings sjávarafurða.  Miðað við þessar tölur er ekki fjarri að áætla að þetta fall sé nærri 50%.  Ofan á þetta kemur hrun á álverði. 

Það er ekki von að krónan styrkist við þessar aðstæður og engar líkur að höftin hverfi á næstunni.

Hvers vegna fá svona fréttir ekki meiri umfjöllun af fjölmiðlum hér á landi?  Þetta þættu mikil tíðindi í öllum okkar nágrannalöndum. 

 


Verðmætasamdráttur 50% mælt í evrum!

Miðað við 28% fall í afla og 30% fall á kílóverði fyrir sjávarafurðir á síðasta ári er hér um 50% verðmætasamdrátt að ræða mælt í evrum. 

Það er ekki von að krónan styrkist við þessar aðstæður.

 

 


mbl.is Aflasamdrátturinn 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En er 150 ma. kr. rétt tala?

Hvaða forsendur liggja á bak við ríkissjóðshalla upp á 150 ma. kr?  Ekki veit ég til þess að óháð stofnun hafi samþykkt þessa tölu.  Hvað ef hallinn verður 180 ma. eða 200 ma. kr.? 

Hver eru vaxtakjör íslenska ríkisins?  Hvað gerist ef LIBOR vextir hækka erlendis vegna mikils ríkishalla hjá öðrum þjóðum og aukinni eftirspurn eftir fjármagni? Hver verður þá vaxtabyrgði ríkisins? 

Íslenska ríkið ætlar að ná sínum halla niður um 13% af þjóðartekjum á 3 árum.  Írar ætla að ná sínum halla niður um 10% á 4 árum.  Írar hafa þegar tilkynnt neyðarfjárlög til að ráðast á þennan vanda.  En hér gerast hlutirnir seint og hægt.

Því lengra sem beðið er með aðgerðir því erfiðara verðu þetta fyrir þjóðina. 

PS.  Ætli það sé ekki verið að bíða eftir "myndarlegri" vaxtalækkun til að sykurhúða aðgerðirnar pínulítið.  Vaxtalækkun er auðvita nauðsynleg til að mynda svigrúm fyrir aukna skattheimtu á heimilin í landinu.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

.. en dróst saman um rúm 30% mælt í evrum!

Frétt um verðmætaaukningu sjávarafurða er ansi misvísandi þar sem erlendir neytendur kaupa okkar vörur í gjaldeyri.  Verðmæti dróst saman um 23% mælt í evrum á sama tíma og magn jókst um 12.5%. 

Einingaverð hefur því falli um rúm 30% mælt í evrum. 

Það sem skiptir öllu máli er kílóverð greitt af kaupanda í evrum.

Þessar fréttir eru farnar að minna á fréttir úr Prövdu frá Sovéttímanum.  Ein slík gekk út á það að alifuglaframleiðsla hefði aukist um 300% í einu stærsta héraði í Síberíu.  Þegar nánar var að gáð fjölgaði hænum þar úr 3 í 9!


mbl.is Verðmæti jókst um 42,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þorir Seðlabanki Íslands að segja?

Athyglisvert er að Englandsbanki og þingnefndir breska þingsins hafa kjark, þor og visku til að gagnrýna ríkisstjórn Verkamannaflokksins þegar málefnaleg rök gefa tilefni til.

Hvenær ætlar Alþingi og hinar svonefndu "sjálfstæðu" stofnanir íslenska ríkisins að gera hið sama?

Af hverju þarf öll gagnrýni á Íslandi að fara eftir flokkslínum?  


mbl.is Spá meiri samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú vantar okkur Obama

Það er mikill munur á þessari 100 daga "áætlun" ríkisstjórnarinnar og 100 daga áætlun Obama fyrr á árinu.  Áætlun Obama var styttri, hnitmiðaðri og byggðist á mælanlegum markmiðum. 

Þessi listi telur 49 atriði á 100 dögum sem flest eru mjög almenns eðlis, t.d., hvað þýðir eftirfarandi:

Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi

Er búið að vinna að skýrslu sem ekki má sýna þjóðinni?  Hvenær og af hverjum var þessi skýrsla unnin?  

Þessi 100 daga áætlun er gott fyrsta uppkast en er alls ekki hæft til birtingar í þessu formi.  Þetta plagg veltur upp fleiri spurningum en það svarar.

Betur má ef duga skal.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt um mælanleg markmið

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir:

"...er vongóður um að fyrir miðjan júní verði hægt að koma í gegn ákvörðunum sem geta dugað til þess að keyra hér niður vexti eins hratt og frekast er unnt."

En hverjar eru þessar ákvarðanir sem búið er að tala um í hálft ár eins og nýju föt keisarans.  Detta þær af himni ofan í júní?  Er verið að bíða eftir "Niðurstigningardegi" frelsarans?

Þjóðin verður að fara að gera meiri kröfur til sinna stjórnmálamanna og krefja þá um faglega vinnubrögð.  Þjóðin þarf að sjá tímasetta áætlanagerð þar sem skýr og mælanleg markmið eru sett fram ásamt tölulegum upplýsingum um tekjur og kostnað.


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarkerfið útþynnt

Þessi stefnuyfirlýsing er furðuleg samansuða úr stefnu flokkanna fyrir kosningar.  Fátt er um skýr og mælanleg markmið.  Tölur eru fáar eða engar.  Vandanum er velt á unda sér og 100 daga áætlun byggist á frumvörpum, skýrslum, lokavinnu og endurskoðunum! 

Það hefði verið hægt að vinna þessa "cut and paste" vinnu á hálfum degi.  Hvað tók 2 vikur?  Ég get ekki betur séð en að við séum í sömu sporum og fyrir kosningar.  Að vísu virðast flokkarnir hafa náð einhvers konar samkomulagi um Evrópumálin sem er neðst á lista í kafla um utanríkisstefnu stjórnarinnar á eftir Palestínu!

Merkilegt plagg er þetta ekki, en þó er ein málsgrein þar úr safni VG sem boðar ekki gott:

Þar segir:

"Veitt verði heilbrigðisþjónusta við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu"

Með öðrum orðum Íslendingar munu ekki fá þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á eins og stendur í núverandi heilbrigðislögum. 

Hefði ekki verið heiðarlegar að segja að lög um heilbrigðisþjónustu yrði endurskoðuð og þjónustustigið lækkað.  Þar með verða þeir sjúklingar sem vilja fá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á að fara erlendis og borga fyrir hana sjálfir. 

Var þetta í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir kosningar?


mbl.is Aukin tekjuöflun könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“Sannleikurinn mun gera yður frjáls”

Vonandi verða þessi góðu og gömlu orð nýrri ríkisstjórn að leiðarljósi. 

Ef það er eitt sem þjóðin þarf í dag þá er það heyra sannleikann, umbúðalaust.

En sannleikurinn hefur reynst mörgum erfiður og hollt er að minnast orða Oscar Wilde:

"The truth is rarely pure and never simple"


mbl.is Ríkisráðsfundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband