Í fjötrum eigin sjálfstæðis!

Svo furðulega sem það kann nú að sýnast er íslenska þjóðin í skuldafangelsi síns eigin sjálfstæðis.  Stærsti og öflugasti handrukkari heims, IMF, ræður nú för.

Bjarni Ben segir að við látum ekki embættismenn hjá ESB segja okkur fyrir verkum, nei betra að láta stærsta handrukkara heims segja okkur fyrir verkum!

Steingrímur segir að þjóðin verði að vera 100% hluthafi í auðlindum landsins, en allt í lagi að veðsetja þær upp í topp og láta stærsta handrukkar heims hafa lyklavöldin!

Það er fínt að vera 100% hluthafi þegar skuldirnar eru viðráðanlegar.  En þegar þær fara úr böndunum eru lánadrottnar hærra settir en hluthafar og eignast þrotabúið. Þetta ætti hvert mannsbarn á Íslandi að vita, nóg eru dæmin.

Hvernig losnum við úr klóm stærsta handrukkar heims?  Tvær leiðir eru nú aðallega ræddar.

Sú fyrsta felst í því að ganga í samband lýðfrjálsra Evrópuríkja.  Þar munum við fá stuðning og hjálp á jafnréttisgrundvelli og sitja við sama borð og flestar okkar nágrannaþjóðir.  Slík ákvörðun mun auka traust og trúverðugleika erlendis enda er þetta eina raunhæfa leiðin séð út frá reynsluheimi erlendra aðila. 

Sú seinni er að hafna aðild að ESB og kalla á það eina sem þjóðin þekkir, meiri skuldir.  Skuldir til að byggja upp 20,000 störf, skuldir til að halda uppi velferðakerfinu osfrv.  Þetta er leið alkóhólistans, aðeins eina flösku í viðbót og svo er ég hættur. 

Á laugardaginn getur þjóðin valið:

Endurheimt sjálfstæði eða áframhaldandi fjötra og höft!

 

 


mbl.is AGS spáir 1,3% samdrætti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband