To be or not to be...

Alþingi er að breytast í harmleik eftir Shakespeare. 

Ég hef áður skrifað um hversu afleit prófkjör eru sem aðferð til að velja besta og hæfasta fólkið á Alþingi. Prófkjör snúast fyrst og fremst um meðalmennsku og vinsældarkosningar.  Prófkjörsmenn taka ekki erfiðar ákvarðanir.  Þeir vilja helst geta hagað seglum eftir vindi.  Allt snýst um næsta prófkjör og þá er um að gera að vera sveigjanlegur.  

Nú sér þjóðin afrakstur prófkjöranna - eitt mikilvægasta mál lýðveldissögunnar verður líklega afgreitt með hjásetu.  Þvílík skömm og niðurlæging.  

PS.  En eitt veðja ég á.  Allir sem munu sitja hjá verða endurkosnir í næsta prófkjör.  Alþingi, nefnilega, endurspeglar kjósendur!


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúsk

Hér kemur enn eitt dæmið um fúsk Íslendinga og alvarlegar afleiðingar af því að vera ekki vel undirbúinn og skipulagður.  Það er greinilegt að það þarf að taka til í stjórnsýslu landsins og sérstaklega yfirfara ráðninga- og stöðuhækkunarferlin þar. 

Nú er komið nóg.  Það verður að fara að ráða í æðstu embættismannastöður eftir hæfileikum og þekkingu en ekki pólitík og frændsemi. 

Stjórnvöld verða að taka af skarið og innleiða starfsmannahald eins og það gerist best á hinum Norðurlöndunum.  

PS.  Það er víst vel þekkt erlendis að Íslendingar skipuleggja aldrei fram í tímann, eru með allt á síðustu stundu og vona að allt reddist í ofurbjartsýni.  Þetta er veikleiki sem Hollendingar hafa notað og aðrir munu fylgja þar á eftir.


mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að flýta sér hægt

Ekki er öll vitleysan eins hér á Íslandi.  Að banna nemendum að flýta námi á að heita sparnaður.  Maður hefði nú haldið að þetta ætti að vera á hinn veginn að flýta námi til að spara.  Hverra hagsmuna er verið að gæta hér?  Auðvita kennara en ekki nemenda.

Allur niðurskurður hingað til bitnar á skjólstæðingum ríkisins.  Sjúklingar, öryrkjar, ellilífeyrisþegar og nemendur eru í fremstu víglínu á meðan starfsmenn ráðuneyta er hlíft.  Já það er ekki sama Jón og séra Jón á Íslandi, ekki einu sinn undir stjórn VG!


mbl.is Geta ekki lengur flýtt fyrir sér í námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb Landsbankans

Glæpasjoppan Landsbankinn hafði enga viðskiptavini heldur aðeins fórnarlömb ef marka má spænsk blöð.  Svo virðist vera að þessi sjoppa hafi verið rekin af forhertum glæpalýð með dyggum stuðningi íslenskra stjórnvalda. 

Í siðmenntuðum lýðræðislöndum væri svona hyski undir lás og slá en á Íslandi sprangar svona fólk um stræti og torg og tekur sig út og slær um sig á forsíðum dagblaðanna sem búkka sig og beygja af gömlum sið. 


mbl.is Milljarða veðsetning Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk neytendaverd í ESB löndunum

Óhugsandi er að Hæstiréttur Íslands hefði dæmt húseigendum í svipaðri stöðu í hag enda er neytendalöggjöfin á Ísland varla til.  Íslenskir neytendur er berskjaldaðir fyrir alls konar svikum og prettum.  

Sterk neytendavörn innan ESB og aðgangur að Evrópudómstólnum verður mikil réttarbót fyrir hinn almenna borgara á Íslandi við inngöngu í ESB.

Þessi dómur verðu ekki til að bæta orðstír og ímynd Íslands erlendis.

 

PS.  Þessar húseignir voru örugglega inn í Icesave dæminu og nú lendir það á íslenskum skattgreiðendum að borga brúsann niður á Spáni.  

PSS.  Takið eftir að í greininni er talað um "Landsbanki victims" en ekki "Landsbanki customers" þannig að á Spáni er Landsbankinn ekki banki heldur glæpastofnun!  


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlögin skapa óvissu

Greinilegt er að neyarlögin skapa gríðarlega óvissu um skuldastöðu landsins og efnahagslega framtíð þjóðarinnar.  Sú staðreynd að helstu lögfræðingar landsins og fjármálaráðherra eru komnir í hár saman opinberlega vegna túlkunar á þessu lögum boðar ekki gott.

Svona óvissa og deilur eru eitur í blóði erlendar fjárfesta.  Það verður erfitt að laða fjármagna hingað til lands með svona þrumuský hangandi yfir öllu.  Eyða verður þessar óvissu sem fyrst og það verður ekki gert, út frá sjónarmiði erlendra aðila, fyrr en sannað er fyrir dómstólum að:

1.  Neyðarlögin standist íslenska Stjórnarskrá

2.  Neyðarlögin standist ESS samninginn

3.  Neyðarlögin standist ákvæði um eignarétt í Mannréttindasáttmála Evrópu

 

Sú staðreynd að neyðarlögin banni lögsóknir og að aðilar geti leitað réttar síns fyrir dómstólum mun víst hafa sett Ísland á ákveðinn bás hjá mörgum erlendum fjárfestum.  Þar með er komið fordæmi sem getur endurtekið sig og skapar aftur óvissu.  

Eitt er víst.  Þegar þessu yfirlíkur mun Ísland samt alltaf búa við vaxtaálag á sín lán sem endurspeglar þá áhættuþætti sem birtust í 2009 hruninu. 


mbl.is Mistök í Icesave-samningnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt samningsklúðrið!

Ekkert þokar í samkomulagsátt við erlenda kröfuhafa eftir margra mánaða fundahöld.  Fyrst átti að ljúka þessu í febrúar, síðan í apríl og nú síðast gaf ríkisstjórnin út lokadagsetningu 20. júlí. 

Hvað er í gangi hér?  Er hér annað Icesave dæmi í uppsiglingu?  Hvaða reynslu og þekkingu hafa okkar samningamenn af gjaldþrotamáli af þessari stærðargráðu?  Var ekki rétt að skipta okkar liði út og fá fagmenn inn í þetta þegar ekki tókst að semja í apríl?

Staðan nú, er auðvita slæm.  Íslensk ríkisstjórn er búinn að gefa út lokadagsetningu sem varla er hægt að fresta enn eina ferðina enda hefði það bagalegar afleiðingar fyrir endurreisn efnahagslífs landsins og ekki bætti það orðstír stjórnarinnar.

Þetta er hins vega óskasamningsstaða fyrir erlenda kröfuhafa enda geta þeir verið þolinmóðir og vita að því lengra sem þetta dregst því betri samning fá þeir.   Nú er ekki nema vika til stefnu og það verður líklega all hressilega þrýst á okkar menn í næstu viku.  

Eitt er víst.  Hæfileikar hinnar pólitísku elítu á landinu til að læra og bæta sín vinnubrögð virðist enginn.  Það er hjakkað í sama þrjóska farinu endalaust með hörmulegum afleiðingum fyrir land og þjóð.


mbl.is Ekkert samkomulag við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdavaldið lítillækkar Alþingi

Frekja og yfirgangur framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi hefur alltaf verið veikur hlekkur í íslenskri lýðveldissögu.  Engu máli virðist skipta hvaða flokkar eru við völd.  Allir ráðherrar frá tíð Hannesar Hafstein hafa verið steyptir í sama valdaformið.

Vonandi erum við nú að sjá fyrir endann á ráðherravaldníðslu á Íslandi og að Alþingismenn fari að haga sér samkvæmt sinni sannfæringu og láti ekki framkvæmdavaldi kúga sig.

Ásmundur Daðason á hrós skilið fyrir að taka hanskann upp fyrir Alþingi og gefa kjósendum örlitla innsýn inn í starfshætti stjórnvalda. 


mbl.is Steingrímur J.: Engin kúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og ICESAVE umræða á villigötum

Það er alveg ljóst að Ísland mun verða látið borga Icesave og að við munum ganga inn í ESB.  Óvissan um Icesave snýst aðeins um hvernig við munum borga og óvissan um ESB aðild er aðeins um hvenær við sækjum um.

Í Icesave málinu höfum við val um að bora með samningi og tilheyra alþjóðasamfélaginu eða standa einir og einangraðir og verða þvinguð til að borga með tollum á okkar fisk.  

Auðvita er Icesave samningurinn afleitur en það er okkar klúður.  Við höfðum val um að fá fagfólk að þessum samningi en völdum gömlu pólitísku leiðina með hörmulegum afleiðingum.  Að hafna samningnum vegan þess að við klúðruðum honum er stórhættulegt því þá tæki aðeins enn hörmulegra klúður við.

ESB málið snýst aðeins um tímasetningu eins og þessi kjánalega tillaga um tvöfalda kosningu sýnir.  Án ESB aðildar verður efnahagsbati hér mjög hægur og erfiður.  Aðgangur að fjármagni erlendis frá fæst aðeins með ESB aðild og Icesave samningi.   Því lengur sem ESB aðild dregst því meir munu lífskjör hér falla og þjóðartekjur nálgast meðaltal ESB landanna.  Því meir sem lífskjör falla því meir mun þjóðin kalla eftir ESB aðild.  Því mun seinkun á aðildarviðræðum aðeins þýða sterkari "já ESB" meirihluta og lengri kreppu.  Hvað er unnið með því?  

Því miður erum við með klúðri og vanhæfni búin að koma okkur út í horn og eigum enga aðra praktíska möguleika en að samþykkja Icesave og ESB.  Því fyrr sem við viðurkennum þennan beiska sannleika því betra.  Um leið og þessi tvö mál eru afgreidd frá Alþingi mun krónan taka við sér, vextir lækka og atvinna aukast.    

 

 


mbl.is Rætt um ESB á Alþingi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennt barn forðast eldinn

Hvernig ætla Íslendingar að endurheimta traust á sjálfum sér?  Hvernig aðgreina menn hinn heiðarlega Íslending frá hinum sviksama?  Það er ekki auðvelt.  Hvað gera menn þá.  Jú, þeir hafa vaðið fyrir neðan sig og stimpla alla Íslendinga varasama og heimta ríkisábyrgðir og veð í auðlindum landsins á mót hverri evru sem þeir lána.

Þetta mun skapa gífurlegan þrýsting á lífeyrissjóðina að veita sínu fé til alls konar atvinnuuppbyggingar, sérstaklega í þau verkefni sem skapa mikla atvinnu. Hvernig ætla lífeyrissjóðirnir að aðgreina góðar tillögur frá sviksömum?  Verður hæfni og kunnátta látin ráða eða yfirgengileg frekja og pólitísk sambönd? 


mbl.is Sýndu Samson mikið traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband