Fúsk

Hér kemur enn eitt dæmið um fúsk Íslendinga og alvarlegar afleiðingar af því að vera ekki vel undirbúinn og skipulagður.  Það er greinilegt að það þarf að taka til í stjórnsýslu landsins og sérstaklega yfirfara ráðninga- og stöðuhækkunarferlin þar. 

Nú er komið nóg.  Það verður að fara að ráða í æðstu embættismannastöður eftir hæfileikum og þekkingu en ekki pólitík og frændsemi. 

Stjórnvöld verða að taka af skarið og innleiða starfsmannahald eins og það gerist best á hinum Norðurlöndunum.  

PS.  Það er víst vel þekkt erlendis að Íslendingar skipuleggja aldrei fram í tímann, eru með allt á síðustu stundu og vona að allt reddist í ofurbjartsýni.  Þetta er veikleiki sem Hollendingar hafa notað og aðrir munu fylgja þar á eftir.


mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er hræddur um að það breytist ekkert nema með byltingu: hugarfars, stjórnarfars og í viðhorfsbyltingu innan viðskiptalífsins.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.7.2009 kl. 10:09

2 identicon

Varðandi IceSave samninginn þá er ég nokkuð viss um að það var gerður baksamningur á milli íslenskra stjórnvalda og ESB sem hvað um útfærlsu á lykilatriðum ef til kæmi umsókn í ESB. Hvað kemur fram í slíkum baksamningi:

a) Greiðslu Ísland varðandi IceSave á höfuðstól lána verður aðeins umfram þær eignir sem fást í forgangskröfu á eignasafni Landsbankans. Það verða engir vextir greiddir að sjö árum liðnum.

b) Ísland fær hraða afgreiðslu á umsókn í ESB.

c) Útfærslur varðandi gjaldmiðlamál.

d) Hagstæð afstaða af hendi ESB til auðlindamála.

Það er nokkur atriði sem sannfæra mig í þessu máli.

1) Afstaða Steingríms J. varðandi ESB

2) Upprunarleg skoðun Steingríms J. á Icesave samningnum "Glæsileg niðurstaða": hann vissi hér meira en flestir aðrir. Hann hefði aldrei farið að réttlæta þennan samning eða vextina ef hann vissi ekki betur. Yfirgnæfandi líkur á að hann hefði sett hnefann í borðið.

3) Þögn lykilfólks samfylkingar: ef það væri raunveruleg barátta um að sannfæra almenning um aðildarumsókn þá væri hún í gangi. Umræðan í fjölmiðlum er hjóm.

4) Jarðýtutaktar samfylkingar á alþingi í þessu máli. Þráhyggja flokksins er reyndar þekkt í þessu máli en þegar verklagið er orðið slíkt að samfylkingin er reiðurbúin að ganga að baki VG í þessu máli og sækja fylki sitt við umsókn utan stjórnarinnar þá býr eitthvað meira undir.

5) Að Ólafur Ragnar Grímsson sé í startholunum um að flytja áróður um ESB.

Við þetta er síðan að bæta strategía ESB varðandi Ísland og Noreg og norður Atlandshafið. Ef til er slíkur samningur er hann perse þá "glæsilegur" ? Við verðum að hafa í huga að ESB snýst ekki um EUR, IceSave vatn og fisk. Aðild að ESB er á allt öðru plani.

Ég vil hins vegar geta þess að með þessu er ég ekki að segja hvort ég sé hrifinn af ESB eður ei en eigum við ekki að segja að ég telji að hagsmunum okkar gætir verið betur borgið annars staðar.

Við verðum að hafa í huga að við getum aldrei, ég endurtek aldrei, staðið ein og sér. Við verðum að hafa stuðning af stórri þjóð eða hagkerfi. Við höfum sýnt það á undanförnum árum að við höndlum ekki það hlutverk að vera örþjóð ein og sér. Þannig er ég viss um að ef Bandaríkjamenn væri hér enn á landi hefði deilan um IceSave aldrei komið upp. Bretar nýttu sér því þann veikleika sem var hér á landi þegar þeir beittu sér.

Ef menn vilja hins vegar gangi í ESB þá verða menn að haga sér eins og vitiborið fólk og hafa framtíðarsýn í málum. Við semjum ekki um aðild að ESB eða öðru hagkerfi nema að hafa skýra framtíðarsýn fyrir landið og þjóðina. Ef það er ekki gert þá fer fólk. Það lætur ekki bjóða sér enn einn "molbúismann".

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Ég er sammála þér að Icesave og ESB eru tengd mál og tengdir samningar.  Íslenska hagkerfið er algjör skiptimynt fyrir ESB.  Tölurnar skipta engu máli hér, þetta snýst allt um pólitík.  Icesave málið allt er mjög vandræðaleg fyrir stjórnirnar í Hollandi og Bretlandi gagnvart sínum kjósendum og því ættu Íslendingar að geta notfært sér Icesave samkomulagið til að ná fram sínum ESB áherslum.  Vandamálið er eins og þú segir að það er engin framtíðarsýn og við vitum varla hvað við eigum að fara fram á annað en evrur og fisk.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.7.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband