9.7.2009 | 20:40
Það eru verðmæti í Icesave fyrir ESB aðild!
Þessi Icesave samningur er auðvita algjört klúður en það er vegna þess að hann er pólitísk sýndarmennska.
Flestir útlendingar gera sér grein fyrir því að Ísland er tæknilega gjaldþrota og mun aldrei geta borgað allar sínar skuldir. Skuldasamningar þjóðarinnar snúast því fyrir og fremst um hvernig og hvað við ætlum að borga.
Það er þetta "hvernig" sem er svo mikilvægt fyrir ESB löndin. Þetta snýst um að ESB haldi andlitinu gagnvart sínum þegnum. Því er þessi Icesave samningur pólitísk handsprengja fyrir ESB löndin (sérstaklega Holland, Þýskaland og Bretland) en peningaleg séð erum við að tala um skiptimynt fyrir ESB.
Notum Icesave til að semja um fiskinn við ESB. Það eru meiri verðmæti í Icesave en margur gerir sér grein fyrir ef rétt er haldið á spilunum.
![]() |
Skrifar undir með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 15:33
Sjúkir og aldraðir eru látnir bjarga Sjóvá
Hægt er að finna 16 ma kr. til að bjarga Sjóvá á meðan skorið er niður hjá öldruðum, sjúkum og öryrkjum um svipaða upphæð. Af hverju er Sjóvá mikilvægari en heilsa og velferð þeirra sem minnst mega sín í okkar þjóðfélagi? Hver tekur þessar ákvarðanir og á hvaða forsendum? Er þetta í anda Jóhönnu?
Svo er gráu bætt ofan á svart með því að telja skattgreiðendum trú um að best sé að selja Sjóvá til einkaaðila sem fyrst. Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Bretlandi að breska ríkið ætlaði ekki að selja eignir sem það eignaðist við björgun fjármálastofnanna þar í landi í náinni framtíð þar sem markaðsaðstæður biðu ekki upp á nógu góð kjör fyrir skattgreiðendur.
Hver gætir hagsmuna skattgreiðenda hér á landi?
Líklegt er að leppar fyrrverandi útrásavíkinga sem sitja um hræið hafi náð að sannfæra fjármálaráðherra að betra væri að ríkið kæmi með fjármagn og bjargaði fyrirtækinu en að láta það falla. Þar með væri störfum bjargað og samkeppni viðhaldið. Annars væri hætta á að iðgjöld hækkuðu sem leiddi til aukinnar verðbólgu.
Ætli það hafi ekki gleymst að þessir peningar verða aldrei borgaðir til baka nema með stórhækkuðum iðgjöldum í framtíðinni. Svo aldraðir, öryrkjar og sjúkir fá að borga tvisvar, fyrst með niðurskurði á nauðsynlegri þjónustu og síðan með hækkuðum tryggingariðgjöldum.
![]() |
16 milljarðar inn í Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 11:36
Valnefnd er lykilinn að endurreisn bankanna
Hin 3 manna valnefnd er lykillinn að endurreisn íslenskra banka. Stjórnir bankanna verða aldrei óháðari eða sjálfstæðari en sú valnefnd sem hana skipar og skiptir þá engu máli hversu margir sækja um starf bankaráðsmanna. Þetta snýst nefnilega ekki um fjölda heldur gæði.
Sú niðurstaða að fjármálaráðherra einn og sér velji alla 3 nefndarmenn í þessa valnefnd er hræðileg útkoma og sýnir að Alþingi og íslenskir stjórnmálamenn hafa lítið lært að efnahagshruni landsins.
Það var einn ráðherra sem öllu réði þegar að einkavæðingu bankann kom og nú á aftur að endurtaka þetta ferli með því að láta einn ráðherra ráða öllu aftur. Þvílík mistök og klúður.
Ekki svo að skilja að Steingrímur sé ekki allur af vilja gerður til að gera réttu hlutina líkt og Davíð líklega var á sínum tíma. Þetta snýst ekki bara um persónur heldur hið fornkveðna "betur sjá augu en auga"
Það mun aldrei nást sátt um endurreisn bankanna eða full tiltrú á þá frá erlendum aðilum nema að breið sátt náist um þessa valnefnd. Hún verður að vera yfir alla pólitík hafin og skipuð af fagfólki í fjármálum og mannlegum samskiptum.
Mín tillaga er að Alþingi skipi tvo menn með lágmarki 2/3 þingmanna samþykki og að Forseti landsins skipi oddamann og formann nefndarinnar. Framkvæmdavaldið á ekki að koma nálægt þessu vali.
![]() |
Frumvarp um Bankasýslu ríkisins úr viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 07:24
Stjórnlaust Ísland
Það er sorglegt að horfa upp á stjórnleysið og agaleysið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Hver dagur byrjar með nýjum fréttum um ósætti og alls konar óviðeigandi uppákomur. Hvernig hjálpar þetta endurreisn landsins? Skapa þessi vinnubrögð atvinnu, eða styrkja þau krónuna?
Það er skylda allra Alþingismanna að útskýra fyrir kjósendum hver af eftirfarandi möguleikum er best fallinn til að endurreisa íslenskan efnahag og hvers vegna?
- Hafna ESB og hafna Icesave
- Hafna ESB og samþykkja Icesave
- Samþykkja ESB og hafna Icesave
- Samþykkja ESB og samþykkja Icesave
![]() |
Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 07:02
Hverjir sátu í einkavæðingarnefn?
Hvaða einstaklingar skrifuðu upp á þessar eignartilfærslur frá skattgreiðendum yfir á hendur fárra útvaldra pólitískra gæðinga? Það var einkavæðingarnefnd og Alþingi sem áttu að gæta hagsmuna skattgreiðenda, hinna raunverulegu eigenda gömlu ríkisbankanna.
Það eru þessir einstaklingar og stjórnmálamenn sem verða að svara fyrir sig og rökstyðja hvernig hagsmunum skattgreiðenda var best borgið með þessari söluaðferð. Hvers vegna voru ekki hliðstæð einkavæðingarferli notuð hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum?
Mjög auðvelt er fyrir stjórnmálamenn að velta allri ábyrgð yfir á útrásarvíkingana og telja almenningi trú um að allur vandinn stafi af aðgerðum þeirra. Vissulega er þeirra ábyrgð mikil en hún hefði aldrei verið möguleg ef stjórnmálamennirnir hefðu staðið betri vörð um hagsmuni skattgreiðenda eins og þeim bar skylda til.
![]() |
Dýrt fyrir ríkið að selja banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2009 | 06:53
Hinrik VIII og Icesave
Í dag 24. júní 2009, eru 500 ár liðin síðan Hinrik VIII var krýndur Englandskonungur í Westminster Abbey.
Hinrik var einn merkasti konungur Englands. Hann stofnaði Ensku Biskupakirkjuna og sleit tengslin við Róm. Hinrik gerði England að frjálsu og sjálfstæðu ríki og lagði grunninn að því heimsveldi sem Bretland síðar varð. Auðvita var Hinrik barna síns tíma og auðvelt er fyrir okkur að gagnrýna hann út frá 21. aldar gildum en þá erum við að fara á skjön við söguna.
Án Hinriks er ekki víst að mótmælendur hefðu fengið jafn öflugan liðstyrk og tekist að koma á siðaskiptum í norður Evrópu jafn fljótt og afgerandi og raun varð á.
Hinrik var á síns tíma mælikvarða vel menntaður og víðsýnn. Hann hlaut leiðsagnar Erasmus, eins þekktasta guðfræðings og heimspekings Hollendinga. Þá mun amma Hinriks, Lady Margaret Beaufort hafa haft mikil áhrif á barnabarn sitt enda ein fremsta menntakona síns tíma og í raun langt á unda sinni samtíð. Lady Beufort var einn helsti hvatamaður og velunnari skólamála á Englandi og á mikinn þátt í því að gera Cambridge University að einum helsta háskóla Evrópu, stöðu sem hann hefur haldið í yfir 500 ár.
Það má segja að andi Hinriks VIII svífi yfir Iceave samningnum. Án Hinriks er ekki víst að Bretland hefði orðið það heimsveldi sem það varð eða Holland orðið það verslunarveldi sem það varð ásamt Bretlandi. Því er ekki víst að Landsbankinn hefði seilst eftir auði þegna þessara landa 500 árum seinna? Og hvað ef siðaskipti hefðu aldrei orðið á Íslandi, hver væri staða okkar þá?
Eitt er víst, að ef Hinrik VIII væri uppi í dag væri hann ánægður með Icesave samninginn fyrir hönd Englands.
22.6.2009 | 18:33
Óvissa í öllu
Það eina sem hægt er að treyst á hér á landi er óvissa.
Óvissa í stöðuleikasáttmála, Icesave, ríkisfjármálum, stjórnarsamkomulagi, ESB, AGS, vöxtum, höftum, gjaldmiðlamálum osfrv.
Ísland er landið sem gerir út á og byggir á óvissu.
![]() |
Óvíst að sáttmáli náist í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 07:20
Lýðræðisleg skylda stjórnarandstöðu að fella vanhæfa stjórn
Ef stjórnin getur ekki komið einu af sínu aðalmáli, Icesave samningnum, í gegn er hún vanhæf til stjórnar og þarf að víkja. Tvennt má nú ráða af vinnubrögðum stjórnarinnar:
Samfylkingin er þvílíkur tækifærissinni. Eftir að hafa sagt við kjósendur að þeir myndu ekki vinna með Sjálfstæðismönnum eftir kosningar, biðlar Jóhanna til þeirra um að redda Icesave fyrir sig!
VG er klofinn flokkur sem var plástraður saman fyrir kosningar en þar er hver höndin uppi á móti annarri.
Er svona samblanda heppileg fyrir Ísland á ögurstund?
![]() |
Icesave gæti fellt stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 07:00
Icesave: Mistökin gerð í nóvember 2008
Mestu mistökin í Icesave málinu var að Alþingi skyldi ekki strax í nóvember skipa nefnd óháðra innlendra og erlendra lögmanna og sérfræðinga sem nytu trausts hér á landi og sérstakleg í Hollandi og Bretlandi til að fjalla um og birta opinbera sýrslu um Icesave skuldbindingar og mögulegar sáttaleiðir.
Þessi nefnd hefði átt að skila áliti í mars sem hefði gefið íslensku samninganefndinni vopn í hendur til að kljást við Hollendinga og Breta. Í þessari deilu hafa Íslendingar sýnt af sér fádæma viðvaningsleg vinnubrögð og gefið andstæðingunum öll trompin. Íslendingar gengu vopnlausir til þessarar baráttu!
Hvers vegna skipaði Alþingin ekki slíka nefnd? Hver réð þar för? Hvaða ráðgjöf var veitt og af hverjum? Sú umræða sem nú fer um Icesave átti að fara fram fyrir jól á síðasta ári.
Í þessu máli rísa íslensk vinnubrögð einna hæst: seinagangur, skipulagsleysi, agaleysi, afskiptaleysi, þekkingarleysi og svo hin klassíska íslenska þrjóska að hjakka í sama farinu og hlusta aðeins á eigið "já" lið.
Ef þjóðin þarf að læra eina lexíu af þessari reynslu þá er það að heimta svör af stjórnmálamönnum fyrir kosningar ekki eftir!
![]() |
Skylda ráðamanna að láta dómstóla fjalla um Icesave, segir hæstaréttardómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.6.2009 | 21:02
Ríkisstjórnin er vandamálið, ekki Seðlabankinn
Gylfi Arnbjörnsson er á hálum ís og hætt við að hann hengi bakara fyrir smið með því að skella allri skuld á Seðlabankann. Vandamálið er ríkisstjórnin og hennar hik og aðgerðarleysi í ríkisfjármálum. Hennar nýjasta útspil, sem ég hef kallað skiptimyntafrumvarp til aðgerða í ríkisfjármálum hefur lítil áhrif.
Það væri óábyrgt og hættulegt af hálfu Seðlabankans að lækka vexti án aðgerða í ríkisfjármálum sem taka á vandanum en ekki fresta honum. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er vandamálið hér en vegna pólitískar tengsla er ekki hægt að taka á þessu máli af öryggi og festu. ASÍ fer í kringum þetta eins og köttur um heitan graut sem ekki bætir stöðuna.
![]() |
Vond áhrif af uppsögn samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |