ESB og ICESAVE umræða á villigötum

Það er alveg ljóst að Ísland mun verða látið borga Icesave og að við munum ganga inn í ESB.  Óvissan um Icesave snýst aðeins um hvernig við munum borga og óvissan um ESB aðild er aðeins um hvenær við sækjum um.

Í Icesave málinu höfum við val um að bora með samningi og tilheyra alþjóðasamfélaginu eða standa einir og einangraðir og verða þvinguð til að borga með tollum á okkar fisk.  

Auðvita er Icesave samningurinn afleitur en það er okkar klúður.  Við höfðum val um að fá fagfólk að þessum samningi en völdum gömlu pólitísku leiðina með hörmulegum afleiðingum.  Að hafna samningnum vegan þess að við klúðruðum honum er stórhættulegt því þá tæki aðeins enn hörmulegra klúður við.

ESB málið snýst aðeins um tímasetningu eins og þessi kjánalega tillaga um tvöfalda kosningu sýnir.  Án ESB aðildar verður efnahagsbati hér mjög hægur og erfiður.  Aðgangur að fjármagni erlendis frá fæst aðeins með ESB aðild og Icesave samningi.   Því lengur sem ESB aðild dregst því meir munu lífskjör hér falla og þjóðartekjur nálgast meðaltal ESB landanna.  Því meir sem lífskjör falla því meir mun þjóðin kalla eftir ESB aðild.  Því mun seinkun á aðildarviðræðum aðeins þýða sterkari "já ESB" meirihluta og lengri kreppu.  Hvað er unnið með því?  

Því miður erum við með klúðri og vanhæfni búin að koma okkur út í horn og eigum enga aðra praktíska möguleika en að samþykkja Icesave og ESB.  Því fyrr sem við viðurkennum þennan beiska sannleika því betra.  Um leið og þessi tvö mál eru afgreidd frá Alþingi mun krónan taka við sér, vextir lækka og atvinna aukast.    

 

 


mbl.is Rætt um ESB á Alþingi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þegar klúður hefur átt sér stað fer maður aftur að upphafsreit og segir: „Grunnur fyrri ákvarðana var rangur, ekki var um samningsgrundvöll að ræða, gerum þetta rétt núna“. Halda verður til slíkra samninga með ótvíræðan stuðning þjóðarinnar. Sá stuðningur er varla fyrir hendi í dag, örugglega ekki Icesave (60-70% á móti) og varla í ESB- viðræður eftir Icesave klúðrið. Eina leiðin til þess að skera úr um það er með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ívar Pálsson, 10.7.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ívar,

Því sem þú lýsir hér eru týpísk íslensk vinnubrögð. Anað áfram og öllu klúðrað en það gerir ekkert til, við bara byrjum upp á nýtt, þá reddast þetta. Því miður vinna útlendingar ekki svona og taka ekki í mál að eyða sínum tíma í svona vitleysu.

Ef þjóðin fellir Icesave, er ESB of EES úr sögunni. Þá erum við aftur komnir á byrjunarreyt c. 1960. plús skuldabaggi sem var þá óþekktur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið hafið báðir mikið til ykkar máls. En hvernig getum við nálgast bæði sjónarmið og náð samstöðu?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.7.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þegar talað er um ESB sem ráðstöfun í efnahagsmálum virkar það alltaf á mig sem vítavert gáleysi. Framsal fullveldis - til frambúðar -  í fjölmörgum málaflokkum, er nokkuð sem ber að taka alvarlega. Grafalvarlega.

Áratugur er sem augnablik í lífi þjóðar. Þó að IceSave stefni í að verða okkur dýrkeypt klúður óttast ég að innganga í ESB muni valda okkur enn meiri skaða þegar fram í sækir. Ef menn líta bara 2-3 kynslóðir fram í tímann. Í ljósi aukins pólitísks samruna Evrópusambandsins ætti Nýfundaland að vera okkur víti til varnaðar.

Haraldur Hansson, 10.7.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Auðvita eru það afarkostir að þurfa að segja sig á sveit hjá ESB en ef við förum ekki inn í ESB mun næsta kynslóð flyta úr landi og inn í ESB. Nýfundnaland er víti til varnaðar. Þá var ekkert ESB eða IMF til svo þeir reyndu að þrauka í 14 ár þar til þeir gáfust upp og 52% samþykktu að ganga inn í ríkjasamband Kanada. Á þessum 14 árum töpuðu þeir heilli kynslóð úr landi til Kanada og USA og hafa aldrei náð sér að fullu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held að þetta sé ekki alveg svona svart hvítt. Íbúum Nýfundnalands fjölgaði nokkuð í þrjá áratugi eftir inngöngu í Kanada. Um 1980 fór hnignunin að verða veruleg. Fólki fækkar og arðurinn af auðlindunum rennur úr landi.

Stóri skaðinn var að láta af hendi sjálfstæðið. Í sjálfstæðinu felst dýrmæt auðlind. Með því hvarf stolt og um leið drifkrafturinn sem fámennri þjóð er nauðsynlegur. Ég óttast að það sama komi upp hér ef við villumst inn í ESB.

Það er ekki að ástæðulausu að já-menn í Nýfundnalandi fóru að ganga með veggjum og biðjast afsökunar á að hafa látið glepjast af gylliboðum um styrki og bætur. En þú tryggir ekki eftirá, eins og eitt ágætt tryggingafélag auglýsir.  

Haraldur Hansson, 10.7.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Andri Geir, regla númer eitt er að halda ekki áfram með klúður og tjasl eða að breiða yfir mistök (að hætti ESB), heldur að hreinsa borðið og teikna upp á nýtt.

Nýfundnaland er gott dæmi um uppgjöf fyrir meginlandsvelsinu (Ottawa er þeirra Brussel). Náttúruauðævin sem landið býr yfir eru ærin fyrir það, en einlínt var á þorskinn. Þar væri mikið ríkidæmi hefðu atkvæðin fyrir innlimun farið 49% í stað 52% fylgi.

Við erum sárafá með miklar náttúruauðlindir og eigum að njóta þeirrar staðreyndar, sem laun fyrir það að búa á klakanum í löngum vetri.

Ívar Pálsson, 10.7.2009 kl. 12:56

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta átti að vera „meginlandsveldinu“ Kanada!

Ívar Pálsson, 10.7.2009 kl. 12:57

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við nýtum okkar auðlindir ekki nema með erlendu fjármagni eða hjálp.  Hvernig á að bygga upp Ísland án ESB aðildar? Hvaðan eiga peningarnir að koma?  Það er ekki endalaust hægt að slá lán erlendis og hlaupa síðan burt og neyta að borga og fara svo í fýlu þegar skrúað er fyrir kranann.  Við höfum aldrei átt fyrir eiginfjármagni.  Ríkið lét t.d. aldrei eigið fé renna inn í Landsvirkjun.  Með eintómar skuldir og ekkert eigið fé verður enginn efnahagsbati. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2009 kl. 13:17

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Uppbygging okkar verður ekki út á andlitið eða t.d. vinskap við ESB, heldur með þeim sem eiga einhverja sameiginlega hagsmuni af því að aðstoða við uppbygginguna. Marshall- aðstoðin var ekki einhliða gjöf BNA til okkar, heldur útflutningur þeirra á vörum, þjónustu, áhrifum og völdum BNA. Við finnum út úr því í almennilegum samningum hvernig er hægt að láta hagsmunina fara saman við okkar til langframa. Það þarf ekki endilega að vera við ESB sem neglir okkur upp ð vegg, en gæti orðið við þá og á jafnréttisgrundvelli.

ESB hræðist getu okkar til þess að taka Chavez- rúnt á efnahagspakkann og það er þá tromp okkar, ekki eitthvað sem dregur úr trausti á efnahagskerfið okkar, sem er varla hægt. Maður á ekki að fara til samninga nema að maður standi jafnfætis andstæðingnum. Annað er misneyting og bardagi í raun.

Ívar Pálsson, 10.7.2009 kl. 14:54

11 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þú ert að lýsa stefnu ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa að markmiði að setja hér allt í þrot og jarða svo allt draslið inn í ESB - Lettland style.

Ég held það þetta sé hreinn óþarfi. Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru samkvæmt IMF 250% af VLF eða 3100ma. Inni í þeirri tölu er icesave pakkinn allur, fyrirhuguð lánasúpa frá IMF og nágrannaríkjunum.

Langi menn að afstýra þjóðargjaldþroti þá væri hægt að byrja á því að afþakka pent þessa 700 ma lántökur sem á að nota í gjaldeyrisvaraforðann gera skuldabreytingar hér innanlands þannig að hagkerfið þoli þessa krónulækkun og henda síðan galdeyrishöftunum. Og taka t.d erlendar eignir lífeyrissjóðanna heim upp á 500 ma. Þetta gæti nú lagað stöðuna gagnvart útlöndum töluvert.

Ólafur Eiríksson, 10.7.2009 kl. 15:04

12 identicon

Við erum í þvingaðri stöðu af mörgum ástæðum:*Skuldastaða óhagstæð: gríðarlega háar innlendar og erlendar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu*Óvirk peningastefna: verðtryggðir vextir vs. óverðtryggðir vextir*Misgengi lánamálum: erlend lán, óverðtryggð lán og verðtryggð lán*Gjaldmiðill: verðtryggð króna vs. óverðtryggð króna*Gjaldeyrishöft: í lagi í stutta tíma en varla til lengri tíma*Gatslitið stjórnmálakerfi: að horfa upp á vinnubrögðin á alþingi í dag er sorglegt. Það er grátlegt að fólk geti ekki komið sér saman um að vinna saman á þessum tímapunkti sem þjóðin er stödd núna.*Gerspillt stjórnkerfi: ég veit ekki hvar á að drepa niður fæti þvílíkt feno.s.frv.Í einlægni þá erum við Íslendingar komnir í þrot í þeirri merkingu að gamla hugmyndafræðin hefur beðið skipbrot. Það sem við erum að horfa upp á dag er aðeins spegilmynd af því samfélagi sem við höfum búið við. Jákvætt í sjálfu sér að kerfið sé að hreinsa sig að einhverju leiti.Þessi tími er því jákvæður að mörgu leiti því hann gefur okkur frítt spil í að byggja upp samfélagið á nýjan hátt ásamt því að hver og einn er nánast neiddur til að svara fyrir sjálfan sig lykilspurningum eins og hvað þýðir að búa í samfélagi manna, hvernig samfélag vil ég og hvernig spegla ég sjálfan mig í slíku samfélagi. Jákvætt á margan hátt.Við verðum að samþykkja IceSave samninginn. Það er ekkert annað til umræðu. Við höfum ekkert val. Við eigum að sætta okkur við þennan gjörning en það er hins vegar okkar að nýta okkur stöðuna okkur í vil.Við eigum að ganga til samninga við ESB og kanna hvernig við getum samið okkur úr stöðunni. Þjóðin er í mun betri samningsstöðu en margir vilja láta. Hvers vegna ? Skoðum afstöðu ESB og hvaða póker það vill spila.Lykiláætlun ESB snýr að því að mynda þvingaða stöðu gagnvart Rússum bæði hvað varðar gas en ekki síður aðgang að Norður Atlandshafi einkum hernaðarlega séð. ESB hefur því minni áhuga á fiski og vatni, frekar að nota þessa þætti til að semja um stækkun á sambandinu með tilkomu Íslands og Noreg. ESB veit að eina leiðin til að þvinga Noreg í ESB er að sýna þeim hvernig sambandið semur við Ísland. ESB var hryggbrotið tvisvar af Noregi í aðildarviðræðum einkum vegna fiskiauðlindar og ESB veit að þetta er debat sem er tapað ef upprunarlega markmiðið á að nást. Sambandið verður því að leika millileik að lokatakmarki sínu. Það er staða sem við eigum að nýta okkur. Við þurfum við snjalla samningamenn.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:42

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innganga í EB þýðir tafalausa riftun á öllum fríverslunarsamningum við ríki utan EU. Fríverslunarsamningur við Kína og Kóreu gæti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskt efnahagslíf þessir samningar hafa nú legið niðri í næstum 2 ár. Hvað veldur?

Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 07:44

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Góðir punktar og þú hittir naglann á höfuðið með Norðmenn.  Helsta tromp okkar Íslendinga er að ganga í ESB á undan Norðmönnum og leggja línurnar fyrir Norður Atlantshafið.  Ef Norðmenn ganga fyrst inn verður allt á norskum forsendum sem við verðum að gleypa.  Hér er okkar tækifæri en því miður er við ekki snjallir samningsmenn.  Icesave er nýjasta dæmið en gleymum ekki Jan Mayen.

Við verðum að fá utanaðkomandi hjálp við þessa samningagerð.  Samkvæmt The Economist er Carl Bildt utanríkisráðherra Svía talinn einn færasti utanríkisráðherra ESB landanna, snjall og framsýnn.  Við ættum að reyna að fá aðstoð frá Svíum í þessu máli. Fáir þekkja Norðmenn og þeirra áherslur betur en Svíar!

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.7.2009 kl. 10:11

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Björn, ég vildi að þú hefðir verið á fundi í Háskóla Íslands nýlega þar sem samningamaður Tékka við inngöngu þeirra í ESB lýsti reynslu Tékka af samningaferlinu og reiptoginu mikla við ESB. Ég skrifaði niður punkta hans og ætti að koma því frá mér, en eftir situr ýmislegt sterkt í minninu, t.d. það að hann sagði algerlega vonlaust að fara til samninga við ESB án þess að hafa skýr markmið, viðmið og línur dregnar, stjórnina og fólkið sem bakland, ÁÐUR en farið er af stað.

ESB þolir ekki að eyða tíma og orku í samningamenn án almennilegs umboðs eða hugmyndar um það um hvað semja skuli á hvaða grunni. ESB ætlar ekki að endurtaka „norska ferlið“ með neinni þjóð (hvað þá þeirri norsku), að ganga frá samningi á nokkrum árum, sem verður svo felldur af þjóðinni. Samningamaðurinn Tékkneski sagði einnig að lögum 27 ESB þjóðanna verði ekki breytt að viti, heldur koma í mesta lagi viðbætur við ESB- lögin.

En eftir stendur að „jafnræðisregla“ ESB gerir það að verkum að allur ESB klúbburinn á þá sama rétt og Íslendingar á auðlindunum, eins og raunin varð á í Skotlandi. Skoskir jálkar lýstu því nákvæmlega á öðrum fundi í HÍ (með Heimssýn) hvernig ESB þjóðir, t.d. Lúxemborgarar og Austurríkismenn þynntu út skoskar eignir með kröfu um jafnræði. Frá fyrsta degi (1972?) kröfðust Danir jafns veiðiréttar á skoskum miðu. Allt þetta yrði eilífðar bardagi fyrir okkur. Skotarnir sögðu, gerið ALLT ANNAÐ en að ganga í þessa vítisgildru, ESB.

Sigurður mælir sannindi. Samningurinn við Kína var nær í hendi þegar ESB aðildarviðræður komu upp. Þeir staðfestu við mig að málið væri saltað þar til ljóst yrði að við sæktumst ekki eftir aðild.

Ívar Pálsson, 11.7.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband