Enn eitt samningsklúðrið!

Ekkert þokar í samkomulagsátt við erlenda kröfuhafa eftir margra mánaða fundahöld.  Fyrst átti að ljúka þessu í febrúar, síðan í apríl og nú síðast gaf ríkisstjórnin út lokadagsetningu 20. júlí. 

Hvað er í gangi hér?  Er hér annað Icesave dæmi í uppsiglingu?  Hvaða reynslu og þekkingu hafa okkar samningamenn af gjaldþrotamáli af þessari stærðargráðu?  Var ekki rétt að skipta okkar liði út og fá fagmenn inn í þetta þegar ekki tókst að semja í apríl?

Staðan nú, er auðvita slæm.  Íslensk ríkisstjórn er búinn að gefa út lokadagsetningu sem varla er hægt að fresta enn eina ferðina enda hefði það bagalegar afleiðingar fyrir endurreisn efnahagslífs landsins og ekki bætti það orðstír stjórnarinnar.

Þetta er hins vega óskasamningsstaða fyrir erlenda kröfuhafa enda geta þeir verið þolinmóðir og vita að því lengra sem þetta dregst því betri samning fá þeir.   Nú er ekki nema vika til stefnu og það verður líklega all hressilega þrýst á okkar menn í næstu viku.  

Eitt er víst.  Hæfileikar hinnar pólitísku elítu á landinu til að læra og bæta sín vinnubrögð virðist enginn.  Það er hjakkað í sama þrjóska farinu endalaust með hörmulegum afleiðingum fyrir land og þjóð.


mbl.is Ekkert samkomulag við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er nokkuð annað að gera en að fá Svavar Gestsson til að rimpa þessu saman í hvelli?

Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 07:35

2 identicon

Frábær greining. Ég óska þess að sem flestir lesi hana.

Værum við betur sett sem sýsla í Noregi en sjálfstæð?

Þrándur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þrándur,

Hér er ein athugasemd til umhugsunar.

Íslensk stjórnsýsla og embættismannakerfi er líklega af verri gæðum en meðal sveitarstjórn í norður Svíþjóð.  Svíar mundu aldrei láta sveitastjórn semja um inngöngu í ESB?  

Það verður rúllað yfir okkur í Brussel ef við fáum ekki erlent fagfólk með okkur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.7.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband