Harðir í horn að taka

Bandarískir vogunarsjóðir eru harðir í horn að taka og hugsa aðeins um eigin skyndigróða.  Það hefði verið auðveldara og betra að semja við evrópska banka, sérstakleg ef þeir vissu að við ætluðum að sækja um ESB aðild.

Margt hefði farið öðruvísi ef Geir Haarde hefði hlustað á fólk fyrir utan sinn flokk og tekið af skarið og sett strax inn umsókn um ESB aðild í október og þar á eftir gengið í að koma bönkunum af stað með hjálp ESB.  Þá væri evran líklega 140 krónur og vextir um 6%.  Við hefðum einnig fengið betri Icesave samning.  Þá værum við ekki í þessu þrasi núna heldur á fullu að skapa ný störf og koma hjólum atvinnulífsins af stað.  Tíminn er líka peningar.

Markmiðið er hið sama en leiðin sem við völdum er sú torsóttasta og dýrasta sem hugsast getur.


mbl.is Bandarískir vogunarsjóðir meðal stærstu eigenda Kaupþings?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkubarátta en hver eru markmiðin?

Það er íslensk lenska að vera alltaf að frá morgni til kvölds en afrakstur og framlegð eru oft framandi hugtök.  Hvað margir hafa ekki verið í hörkubaráttu síðastliðinn 5-10 ár en að hvaða marki?  Allt gufað upp og ekkert eftir nema skuldir og skattar.

Það er ekki hægt að tala um að fara í hörkubaráttu nema að markmiðin séu á hreinu og tækin og tólin til reiðu.   Markmiðin verða að vera skýr, skiljanleg og mælanleg.  Frasar eru ekki markmið.

Svo hver eru markmið Steingríms og hvernig og hvenær á að nálgast þau?  Hver og hvar eru tólin og tækin?  Hver skaffar þau?  

Eins og sagt er á ensku "the devil is in the details" sem má snara yfir á íslensku "kölski býr í smáatriðunum"


mbl.is Hörkubarátta framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að skulda tölum

Prósentureikningur er hættulegur eins og allir vita sem fylgdust með Prövdu á sínum tíma, málgagni gamla Sovét.  Þar var einu sinni fræg frétt um að alifuglaframleiðsla í einu héraði í Síberíu hefði aukist um 300%  Þegar betur var að gáð hafði hænum á einum bæ fjölgað úr 3 í 12. 

En eins og hvert 10 ára gamalt barn veit þarf að huga bæði að teljara og nefnara þegar prósentur eru annars vegar.

Í flestum útreikningum er gengið út frá því að verg landsframleiðsla sé fasti, 1430 ma, en er það rétt forsenda?  Er ekki réttara að gera ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 10-15% á föstu verðlagi sem þýddi landsframleiðslu upp á 1215-1290 ma.  Tökum dæmi og notum 1250 ma fyrir landsframleiðsluna 2009, sem virðist nokkuð skynsamlega tala.

Ef skuldirnar verða í lægri kantinn 2800 ma jafngildir það 220% en ef hins vegar skuldirnar nálgast 4000 ma erum við að tala um 320%.  Meðaltalið er 270%  Það er því alls ekki fjarri lagi að tala um skuldastöðu upp á 250% miðað við þeir tölur sem nú eru upp á borðinu.

 

PS. 5 % vextir af 3000 ma eru 150 ma eða 12% af landsframleiðslu, meir en allt heilbrigðiskerfið okkar kostar! Framtíðin eru skuldir og skattar.


mbl.is Stefna í að vera yfir 200%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkin geltir

Þetta er að verða eins og í gamla dag Svavar og Davíð og þeirra menn komnir í hár saman.  Gamla Ísland er í fullu fjöri.  

Allt er orðið hápólitísk, jafnvel hvað við skuldum mikið.  

Við eigum enga óháða og sjálfstæða stofnun eins og Þjóðhagsstofnun sem getur stigið fram og komið með yfirvegað og faglegt mat á helstu hagstærðum landsins.

Í þessu tómarúmi þrífst alls konar lýðskrum, getgátur og rangtúlkanir.  Það endurreisir enginn neitt á meðan þetta ástand varir. 

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafan er: Óháð fagfólk inn í lífeyrissjóðina strax!

Er einhverjum Íslendingi treystandi þegar kemur að fjármálum og eignastýringu?  Því fyrr sem íslensku lífeyrissjóðirnir færa eignastýringu til óháðra, erlendar aðila því betra.  Þetta er eitt mikilvægasta baráttumál íslenskra lífeyrisþega og sjóðsfélaga.  

Það er mikil hætta á því að lífeyrissjóðirnir verði "þvingaðir " til að láta sína peninga í alls konar uppbyggingarbrask sem byggist á kennitöluflakki eða eignartilfærslum á milli kynslóða.  Þá verða að vera þar við stjórn aðilar sem hafa enga aðra íslenska hagsmuni að gæta nema að vernda eignir sjóðsfélaga.

 


mbl.is Of miklar fjárfestingar í tengdum bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veit Steingrímur sem við vitum ekki?

Þetta Icesave mál er allt hið furðulegasta.  Hvers vegna er þessi samningur eins og hann er?  Það vantar eitthvað í þessa mynd.  Þær upplýsingar sem við höfum stemma ekki.  Hvers vegna er verið að reyna að ná samkomulagi um Icesave, ESB og erlenda kröfuhafa í sömu vikunni?

Hvað veit Steingrímur sem við vitum ekki? 


mbl.is Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Super Friday" í vændum

Loksins gátu stjórnvöld sagt það sem flesta hafði grunað að EES og ESB hangir á Icesave spýtunni.  Útlendingar hugsa nefnilega ekki eins og Íslendingar.  Þeir tengja hlutina saman á praktískan hátt.  

Betlarar hafa ekkert val eins og sagt er og því fyrr sem þjóðin gerir sér grein fyrir hinn haldlitlu samningsstöðu sem þjóðin er í því betra.  EES samningurinn skiptir Ísland mun meira máli en ESB.  Íslenskur útflutningur til ESB skiptir Ísland meira máli en innflutningur Íslands frá ESB skiptir ESB löndin.  

Það tæki nánast enginn eftir því í ESB löndunum ef viðskipti við Ísland stöðvuðust.  Hins vegar yrði Ísland gjaldþrot á fyrsta degi sem EES yrði rift.  Trompin eru öll á höndum útlendinga.

Því er okkar eina leið að samþykkja Icesave, ESB og samninga við erlenda kröfuhafa bankanna á föstudaginn kemur - þetta verður eins konar "Super-Friday" okkar. 


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð eða tollar

Vandamálið er að erlendis hlutar enginn á Íslendinga.  Hvað er að marka þá.  Þeir eru bjálfar sem klúðruðu öllu svo best er að taka allt sem þeir segja með fyrirvara og sérstakleg það sem þeir segja sem stóðu vaktin í fallinu.   

Ríkisábyrgð samþykkt af gjaldþrota ríki er tilgangslaus og það vita Hollendingar og Bretar.  Innst inni vita þeir að Ísland getur ekki borgað.  En þeir verða að halda andliti fyrir sína kjósendur og sýnast töff sem þeim hefur tekist.

Að mörgu leiti yrði það betra fyrir Hollendinga og Breta ef Íslendingar samþykktu ekki að Icesave því þá gætu þeir farið í hart og krafist eignaupptöku og tolla á íslenskan fisk. 

Og auðvita vill Davíð að þetta mál sé rekið fyrir íslenskum dómstólum þar sem nánast hver einasti dómari er handvalinn af honum sjálfum.   "Keep it all in the family" eins og sagt er.  


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt en siðlaust

Að viðskiptaráðherra skuli gangrýnislaust standa vörð um núverandi kennitöluflakk sýnir að hann er að gæta hagsmuna þeirra sem hafa keyrt allt í þrot.  Að bera það fyrir þjóðin að kennitöluflakk sé nauðsynlegt til að "bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur" er þvílík þvæla að maður stendur orðlaust.  

Í öllum okkar nágrannalöndum verða þeir sem keyra allt í þrot að gefast upp og afhenda nýjum og reyndari stjórnendum völdin.  En ekki á Íslandi, þar sér Gylfi um að flokksskírteinið gildi og gefa verður öllum bjálfum annan séns að keyra allt í þrot.  Hvað eiga menn að fá mörg tækifæri til að skipta um kennitölu, einu sinni tvisvar eða þrisvar...?   Getur Gylfi svarða þessu.

 Það eru ekki margir erlendir fjárfesta sem setja fjármagn í svona bjálfakerfi. 


mbl.is Engar reglur um kennitöluflakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um íslenskan aðal og elítu

Mikið uppgjör virðist í uppsiglinum á valdahlutföllum á milli hins íslenska aðals og elítu.  Íslenskur aðall er í sárum eftir hrunið af skiljanlegum ástæðum.  Elítan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er loksins að gera sér grein fyrir því að hún þarf ekki á utanaðkomnum stuðningi að halda.  ESB málið hefur sameinað elítu allra flokka og svo virðist sem hún muni koma þessu í gegn sjálf og skilja aðalinn og aðra eftir. 

Ef þetta verður að veruleika er hér um söguleg umskipti í íslenskri stjórnmálasögu.  Líklega er nú 100 ára valdatíma íslensk aðals sem hefur byggst á frændsemi, frekju og kunningsskap á enda.  Hæfileikar og menntun munu ráða meir ferðinni í framtíðinni líkt og á hinum Norðurlöndunum.  En þetta mun hafa miklar afleiðingar fyrir stjórnmálaflokkanna.  Samfylkingin er eini hreini elítu flokkurinn eins og berlega hefur komið í ljós.  Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn eru klofnir en Framsókn sem stuðningsflokkur hinna ríkjandi afla hefur sveigjanleika til að aðlaga sig.

Líklegt er að við endum uppi með 5-6 flokka til að byrja með.  Sjálfstæðisflokkurinn mun klofna eins og Vinstri grænir.  Upp úr báðum þessum flokkum mun rísa elítu flokkar sitt hvoru megin við Samfylkinguna.  Restin verður tveir smáflokkar yst til vinstri og hægri sem á endanum gufa líklega upp með nýrri kynslóð.

Spurningin er hvað verður um Framsókn ef hinir flokkarnir klofna.  Sennilega mun hann verða þröngur dreifbýlisflokkur ef elítuhluti hans fer yfir til nýju flokkanna.

Já, sem betur fer virðist tími hinna heimaöldu bjálfa vera á enda. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband