Um íslenskan aðal og elítu

Mikið uppgjör virðist í uppsiglinum á valdahlutföllum á milli hins íslenska aðals og elítu.  Íslenskur aðall er í sárum eftir hrunið af skiljanlegum ástæðum.  Elítan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er loksins að gera sér grein fyrir því að hún þarf ekki á utanaðkomnum stuðningi að halda.  ESB málið hefur sameinað elítu allra flokka og svo virðist sem hún muni koma þessu í gegn sjálf og skilja aðalinn og aðra eftir. 

Ef þetta verður að veruleika er hér um söguleg umskipti í íslenskri stjórnmálasögu.  Líklega er nú 100 ára valdatíma íslensk aðals sem hefur byggst á frændsemi, frekju og kunningsskap á enda.  Hæfileikar og menntun munu ráða meir ferðinni í framtíðinni líkt og á hinum Norðurlöndunum.  En þetta mun hafa miklar afleiðingar fyrir stjórnmálaflokkanna.  Samfylkingin er eini hreini elítu flokkurinn eins og berlega hefur komið í ljós.  Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn eru klofnir en Framsókn sem stuðningsflokkur hinna ríkjandi afla hefur sveigjanleika til að aðlaga sig.

Líklegt er að við endum uppi með 5-6 flokka til að byrja með.  Sjálfstæðisflokkurinn mun klofna eins og Vinstri grænir.  Upp úr báðum þessum flokkum mun rísa elítu flokkar sitt hvoru megin við Samfylkinguna.  Restin verður tveir smáflokkar yst til vinstri og hægri sem á endanum gufa líklega upp með nýrri kynslóð.

Spurningin er hvað verður um Framsókn ef hinir flokkarnir klofna.  Sennilega mun hann verða þröngur dreifbýlisflokkur ef elítuhluti hans fer yfir til nýju flokkanna.

Já, sem betur fer virðist tími hinna heimaöldu bjálfa vera á enda. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig skilgreinir þú "aðalinn" hér og "elítuna" nákvæmlega; á hverju byggist munurinn t.d. ? "elíta" er væntanlega fengið úr enskunni.  Gott fyrir fólk að átta sig á þessu. Eru hliðstæður á norðurlöndum í þessu eða U.K. ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Íslenski aðalinn eru þeir sem hafa haft töglir og hagldir í íslensku efnahagslífi og atvinnulífi meir og minna síðustu 100 árin, þá er fyrst of fremst að finna í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Eins og erlendis er aðalinn oftast heimaalinn og yfirleitt er menntun og reynsla ekki hátt skrifuð.

Elítan er yfirleitt fólk sem hefur góða menntun og reynslu og lítur oft erlendis í fyrirmyndir. Ingibjörg Sólrún er hluti af elítunni en Björn Bjarnason er hluti af aðlinum sem dæmi. Oftast eru aðalinn íhaldsamur og hægra megin við miðju en elítan vinstra megin við miðju.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.7.2009 kl. 15:01

3 identicon

Mér finnst hugtakanotkunin vera óljós .Eitt af helstu menningareinkennum Íslands er að hér hefur ekki verið aðall . Mér virðist þú frekar vera að lýsa þróunareinkennum valdastéttar eða borgarastéttar .Stjórnmálakenningar um elítur (valdakjarna) geria ráð fyrir að skipulagður lítill minnihluti stjórni óskipulögðum stórum meirihlua.

Hrafn Arnarson

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband