Neyðarlögin skammgóður vermir!

Nú er talið víst að kröfuhafar Landsbankans fari í máli til að reyna að hnekkja neyðarlögunum þar sem ljóst er að þeir fá ekkert upp í sínar kröfur.  Það er í raun ótrúlegt að Landsbankinn eigi ekki fyrir innistæðum hvað þá upp í aðrar kröfur. 

En hvað gerist ef neyðarlögunum verður hnekkt?  Erum við þá aftur á byrjunarreit með Icesave?  Hvað með aðrar kröfur?  

Þessi neyðarlög virðast vera eins og ofn sem við bjuggum til, til að ilja okkur í hruninu en vandamálið er að hann getur sprungið hvenær sem er og eyðilagt húsið.  Þá erum við endanlega á götunni.  Sem sagt skammgóður vermir.

 
mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FT: Seðlabankinn samþykkir Icesave

Eitthvað hefur upplýsingum til erlendar aðila varðandi Icesave skolast til, eða hvað?.  Á vef Financial Times í morgun er þessa frétt að finna.

"Iceland’s parliament was poised to vote on Thursday on whether to start talks to join the European Union as the country’s central bank said it would honour a deal to reimburse Dutch and British savers who lost money in Icelandic accounts.

Debate over EU membership has become entangled in the fallout from the country’s financial crisis because the return of funds to European savers is considered crucial to its hopes of joining the bloc."


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími ákvarðanna runninn upp

Nú verður hinum stóru málum ekki frestað lengur.  Alþingi verður að fara að gera upp sinn hug varðandi ESB og Icesave.  Einn helsti vandinn við þessi mál er sú mikla upplýsinga ósymmetría sem ríkir og getur skekkt mat manna á stöðunni.

Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað gerist ef við segjum "já" við ESB og Icesave.   Það er hins vegar miklu óljósara hvað tekur við ef við segjum "nei".  Það er þessi munur sem er svo hættulegur og getur leitt til þess að margir vanmeti hinar neikvæðu hliðar við að hafna tillögunum og ofmeti hinar neikvæðu hliðar á samþykki.

Á svona sund þurfum við öfluga leiðtoga sem geta sett hlutina fram á skýran og skiljanlegan hátt.  Því miður er nokkur brotlöm á því.
mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin skorar sjálfsmark

Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Borgarahreyfinguna.  Ég hélt að hún væri nýtt og ferskt afl í íslenskum stjórnmálum en mér sýnist útspil þeirra að setja Icesave sem skilyrði fyrir ESB samþykki sótt í smiðju Framsóknar.  

En þetta eru ekki einu sinni klók hrossakaup heldur afskaplega klaufaleg.  Því ef Icesave er fellt eins og Borgarahreyfingin vill tekur Brussel varla upp tólið til að tala um ESB aðild.  Því skiptir engu máli fyrir ríkisstjórnina hvort hún hlustar á Borgarahreyfinguna eða ekki.  Sjálfsmark, hreint og klárt.

Við verðum að fara að hugsa praktísk um þessi mál, hvernig komum við okkur best og hraðast út úr þessum erfiðleikum.  Já, það þarf að endurskoða þennan Icesave samning, en það er hægt að gera það seinna. Um leið og við hefjum viðræður við ESB opnast nýjar dyr sem gera okkur kleyft að fínpússa þennan Icesave samning.  

Við megum ekki hengja okkur um of í smáatriðin þó þau séu vissuleg mikilvæg. Þetta snýst líka um tímasetningu sem er að verða krítísk fyrir okkur.  Þetta verður að gerast í réttri röð. Nú skiptir rétt forgangsröðun öllu máli.

 

 


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave: Við eru fallin á tíma

Þótt Icesave sé óttalegt klúður og hrákasmíð er tvennt sem mælir á móti því að synja þessum samningi.

1. Tíminn er peningar.  Ef Icesave fer fyrir dómstóla getur það tekið ár að ná niðurstöðu.  Á meðan er útlit fyrir að uppbyggingin hér á landi tefjist og erfitt verið að fá lánsfé nema á mjög háum vöxtum.  Fórnarkostnaður og aukinn vaxtakostnaður getur orðið hærri en hugsanlegur sparnaður af endurskoðun á núverandi Icesave samningi.

2.  Eina málsbót Svavars er að vextir á alþjóðavettfangi hafa hækkað síðan Icesave samningurinn var lagður fram.  Ómögulegt er að spá fyrir um vexti í framtíðinni en þörf ríkja fyrir fjármagn er mikið og er að hækka vaxtakröfur út um allan heim.  Sú staða gæti komið upp að þegar dómsmálinu lýkur gætum við þurft að borga á hærri vöxtum en nú.

Það er alls óvíst að endurskoðun á Icesave eða dómstólaleiðin leiði til hagstæðari niðurstöðu.  Það gæti orðið raunin en það gæti líka farið á hinn veginn. 

Þetta er því mjög flókið mál og mjög hættulegt að gera það pólitískt.  Við verðum að horfa á þetta út frá praktískum sjónarmiðum og þeirri þröngu stöðu sem við eru í.


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: Íslenskar undanþágur

Mikið er rætt um undanþágur sem aðrar þjóðir hafa fengið eða ekki fengið við inngöngu í ESB.  Vandamálið fyrir ESB er að þeir verða að gæta jafnræðis.  Reglan sem gengur út á sérstaka styrki fyrir lönd sem reka landbúnað fyrir norðan 62 breiddargráðu er fordæmi sem við eigum að nota okkur.

Við eigum einfaldlega að fá undanþágur á landbúnað og annað út á þá staðreynd að við erum eina landið sem liggur meir en 1000 km frá meginlandi Evrópu.  


mbl.is Landbúnaður ekki tryggður í ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófaglegur Seðlabanki

Það verður erfitt fyrir Seðlabankann að telja almenningi trú um að hann starfi sem sjálfstæð og óháð stofnun eftir þessa afskaplega klaufalegu "prívat" lögfræðiskýringar á Icesave.

Það er með ólíkindum að hinn norski Seðlabankastjórn skuli ekki hafa betri stjórn og skipulag á sínu fólki.  Eða liggur eitthvað annað undir hér?


mbl.is Álit Seðlabanka kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að segja sína meiningu

Þór má eiga hrós skilið fyrir að koma fram sem þingmaður og gangrýna einn helst samningsmann íslensku ríkisstjórnarinnar.  Þetta er auðvita hörð gagnrýni en við verðu að getað talað um þessi mál. 

Hér er Þór að taka á einu viðkvæmasta umræðuefni á Íslandi, hæfi manna.  Af einhverjum ástæðum er þetta eitt helsta feimnismálið í okkar annars opna samfélagi.  Hvers vegna?

Við verðum hins vegar að bæta okkur í þessu efni, það er grundvöllur að betra samfélagi enda var vanhæfni einn helsti orsakavaldur af okkar stórkostlega efnahagshruni.


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjölur: Hinn íslenski Maxwell

Eitt frægasta svikamál í Bretlandi síðustu ára er lífeyrissjóðsstuldur Robert Maxwells.  Maxwell notaði lífeyrissjóði þeirra fyrirtækja sem hann keypti sem sína.

Málið fór fyrir breska þingið og löggjöf um lífeyrissparnað var breytt.  Í þeirri umræðu sem þá fór fram var mikil áhersla lögð á að ný löggjöf þyrfti að vera öflug og standa vörð um lífeyrissjóði almennings.  Lífeyrirssjóðir fara með mikla fjármuni og eru því ómótstæðilegir fyrir óprúttan aðila sem reyna að finna allar smugur sem til eru til að ná í þessa fjármuni.

Ekki verður betur sé en að við hér á Íslandi höfum lent í klóm lífeyrissjóðs braskara.  

Innflutningur á vafasömum viðskiptaaðferðum virðist hafa verið ævintýralegur í þessu svokallaða "góðæri".  Á Íslandi má finna allt það versta sem þessi heimur býður upp á í sviksömum viðskiptum.


mbl.is Kjölur skerðir lífeyri um 19%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er 25% þak á vask innan ESB!

Sú hugmynd Seðlabankans að borga megi fyrir Icesave með því að hækka vaskinn í rúm 27% er ansi klaufaleg.  Það er eins og Seðlabankinn geri sér ekki grein fyrir því að á Alþingi liggur fyrir tillaga um umsókn að ESB.  Innan ESB gilda nefnilega reglur um að vaskur megi að hámarki vera 25% í aðildarríkjum. 

Er þetta eitt annað dæmið um slælega vinnubrögð eða vissi Seðlabankinn þetta alla tíð og setti þetta fram af pólitískum sjónarmiðum? 

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband