Krafan er: Óháð fagfólk inn í lífeyrissjóðina strax!

Er einhverjum Íslendingi treystandi þegar kemur að fjármálum og eignastýringu?  Því fyrr sem íslensku lífeyrissjóðirnir færa eignastýringu til óháðra, erlendar aðila því betra.  Þetta er eitt mikilvægasta baráttumál íslenskra lífeyrisþega og sjóðsfélaga.  

Það er mikil hætta á því að lífeyrissjóðirnir verði "þvingaðir " til að láta sína peninga í alls konar uppbyggingarbrask sem byggist á kennitöluflakki eða eignartilfærslum á milli kynslóða.  Þá verða að vera þar við stjórn aðilar sem hafa enga aðra íslenska hagsmuni að gæta nema að vernda eignir sjóðsfélaga.

 


mbl.is Of miklar fjárfestingar í tengdum bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Orð að sönnu.

Þegar ég bar saman séreignasparnaðinn hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum var þetta einmitt eitt af þeim atriðum, sem ég óttaðist.

Hitt voru þau ótrúlegu kjör, sem íslensku séreignarsjóðirnir bjuggu. Mér datt strax í hug að þessi kjör væru einfaldlega "too good to be true" og það reyndist rétt.

Af þessum sökum fór ég með minn sparnað til Allianz og verð að segja að ég sé ekki eftir því. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek undir þetta með þér.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 14.7.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband