"Super Friday" í vændum

Loksins gátu stjórnvöld sagt það sem flesta hafði grunað að EES og ESB hangir á Icesave spýtunni.  Útlendingar hugsa nefnilega ekki eins og Íslendingar.  Þeir tengja hlutina saman á praktískan hátt.  

Betlarar hafa ekkert val eins og sagt er og því fyrr sem þjóðin gerir sér grein fyrir hinn haldlitlu samningsstöðu sem þjóðin er í því betra.  EES samningurinn skiptir Ísland mun meira máli en ESB.  Íslenskur útflutningur til ESB skiptir Ísland meira máli en innflutningur Íslands frá ESB skiptir ESB löndin.  

Það tæki nánast enginn eftir því í ESB löndunum ef viðskipti við Ísland stöðvuðust.  Hins vegar yrði Ísland gjaldþrot á fyrsta degi sem EES yrði rift.  Trompin eru öll á höndum útlendinga.

Því er okkar eina leið að samþykkja Icesave, ESB og samninga við erlenda kröfuhafa bankanna á föstudaginn kemur - þetta verður eins konar "Super-Friday" okkar. 


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki alveg satt. Við höfum fullt af viðskiptatækifærum við ýmis lönd sem ekki eru háð Evrópusamningum. Ef við göngum í ESB þá værum við hinsvegar að útiloka öll viðskiptatækifæri við lönd utan sambandsins. Hugsum stórt, heimurinn er miklu stærri en bara Evrópa!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvaða lönd eru þetta og hvaða tækifæri eru þetta? Hvaða lönd utan Evrópu hafa lánað okkur peninga eftir fallið? Hvaða lönd utan Evrópu standa að IMF prógramminu? 70% af okkar útflutning er til ESB. Því verður ekki breytt á einni nóttu. Hvað kostar það að byggja upp nýja markaði og selja á fjarlægari markaði. Hvaðan eiga þeir peningar að koma nú þegar á að spara í öllu?

Heimurinn er vissulega stærri en Evrópa en vandamálið er að við verðum gjaldþrota áður en að við getum fært öll okkar ESB viðskipti annað. Hver versla við gjaldþrota þjóð?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.7.2009 kl. 22:15

3 identicon

Hvers vegna segirðu: "Hins vegar yrði Ísland gjaldþrot á fyrsta degi sem EES yrði rift."

Helga (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vegna þess að þá yrðu tollar settir á okkar fisk og heildarútflutningstekjur okkar snarminnkuðu og myndu ekki duga fyrir vaxtagreiðslum. Lánstraust okkar félli niður í "junk" flokk og allir erlendir fjármálamarkaðir myndu lokast. Við yrðum þvinguð til nauðasamninga þar sem Icesave fengi fyrsta forgang.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.7.2009 kl. 22:29

5 identicon

Nákvæmlega!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:42

6 identicon

Takk fyrir svarið, Andri. Íslendingar standa frammi fyrir því að skrifa undir samninga sem þeir ráða ekki við, bæta við lánum sem er útilokað að þeir geti greitt. Stjórnvöld geta haldið áfram að leika leikinn eða viðurkenna núna hver staðan er og vinna heiðarlega í að finna leið út. 7 árin eru ekki skjól heldur leið til að halda leiknum áfram.

Helga (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað með fríverslunarsamninga? Hvað verður um þá við inngöngu í ESB?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

EFTA og ESB hafa mjög svipaða fríverslunarsamninga.  Það eru nokkur lönd sem skarast en það gerir ekki útslagið.  Hvað sem hver segir er Bretland okkar stærsti og næsti markaður og mikilvægasta viðskiptaland.  Hefur verið um áratuga skeið og mun verða.  Það fæst mest fyrir ferska fisk og við getum aðeins siglt með ferskan fisk á hafnir í Norðursjónum.  Landfræðileg staða ræður þessu en ekki pólitík.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.7.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér á árum áður seldum við helling af fiski til landa utan Evrópu við góðan orðstír. Einnig eru markaðir fyrir íslenskt hugvit nú þegar komnir í öra þróun víðsvegar um heiminn, t.d. á sviði jarðvarma. Eitt af öflugust fyrirtækjunum í útflutningsiðnaði er Marel sem selur tækni og þekkingu ásviði matvælavinnslu til margra landa um allan heim. Stærstu markaðssvæði þeirra eru í N-Ameríku, Eyfaálfu, Asíu, og vissulega í Evrópu líka en það er þó bara ein sneið af mörgum í þeirri köku.

Einnig má nefna að rétt fyrir hrun voru Íslendingar komnir á fremsta hlunn með undirritun fríverslunarsamnings við Kínverja. Kína er einn stærsti útflytjandi framleiðsluvara í heiminum og ef við hefðum bara drattast til að klára þennan samning þá gætum við núna verið að græða helling á því að flytja inn ódýrar ósamsettar vörur þaðan, setja þær saman og pakka þeim hér á Íslandi, og selja þær svo áfram til landanna í kringum okkur.

Ég er hjartanlega sammála því að EES sé mikilvægt fyrir utanríkisviðskipti, en með inngöngu í ESB myndum við missa allan samningsrétt um fríverslun utan Evrópu. Ég er hinsvegar ekki sammála því að Bretland sé okkar mikilvægasta viðskiptaland, Íslendingar hafa aldrei farið eins flatt á neinum viðskiptum eins og þeim sem fóru fram á sviði fjármálaþjónustu, einmitt í Bretlandi og kennd eru við IceSave.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2009 kl. 21:11

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Iceave var íslensk hugmynd fundi upp af íslenskum mannauði.  Bretar báðu ekki um Icesave.  Okkar viðskiptajöfnuður við Bretland með sjávarafurðir er sá stærsti af nokkru landi.  Íslensk fiskvinnslufyrirtæki geta ekki fengið fisk af því hann fer allur á markað í Bretlandi.  Af hverju selja menn ekki fiskinn á markaði í Danmörku eða Frakklandi ef Bretland er svona ómögulegt?

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.7.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband