Pólitíkin geltir

Þetta er að verða eins og í gamla dag Svavar og Davíð og þeirra menn komnir í hár saman.  Gamla Ísland er í fullu fjöri.  

Allt er orðið hápólitísk, jafnvel hvað við skuldum mikið.  

Við eigum enga óháða og sjálfstæða stofnun eins og Þjóðhagsstofnun sem getur stigið fram og komið með yfirvegað og faglegt mat á helstu hagstærðum landsins.

Í þessu tómarúmi þrífst alls konar lýðskrum, getgátur og rangtúlkanir.  Það endurreisir enginn neitt á meðan þetta ástand varir. 

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eigum við ekki lengur Þjóðhagsstofnun?

Af því að Davíð Oddsson lagði hana niður.

Af því að hún söng honum ekki þá lofsöngva sem hann vildi heyra.

benson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 10:32

2 identicon

Andri,

Hvernig væri að skoða stöðu Íslands út frá því "ef Ísland væri fyrirtæki". Þá gætum við mögulega skilið vanda okkar betur:

*Hvernig er fyrirtækjamenningin

*Hvernig eru samskiptin á milli yfir og -undirmanna

*Hafa starfsmenn áhrif á stefnumótun fyrirtækisins

*Hefur fyrirtækið framtíðarsýn

*Hefur fyrirtækið stefnumótun í lykilmálum

*Hvaða starfsmannastefna er ríkjandi hjá fyrirtækinu o.s.frv.

Andri, þætti áhugavert ef þú kæmir með nýtt innlegg þar sem þú myndir lýsa þessu. Held að fólk gæti skilið þetta og gæti hjálpað að skilja stöðuna betur og hvað ætti að gera.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband