Löglegt en siðlaust

Að viðskiptaráðherra skuli gangrýnislaust standa vörð um núverandi kennitöluflakk sýnir að hann er að gæta hagsmuna þeirra sem hafa keyrt allt í þrot.  Að bera það fyrir þjóðin að kennitöluflakk sé nauðsynlegt til að "bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur" er þvílík þvæla að maður stendur orðlaust.  

Í öllum okkar nágrannalöndum verða þeir sem keyra allt í þrot að gefast upp og afhenda nýjum og reyndari stjórnendum völdin.  En ekki á Íslandi, þar sér Gylfi um að flokksskírteinið gildi og gefa verður öllum bjálfum annan séns að keyra allt í þrot.  Hvað eiga menn að fá mörg tækifæri til að skipta um kennitölu, einu sinni tvisvar eða þrisvar...?   Getur Gylfi svarða þessu.

 Það eru ekki margir erlendir fjárfesta sem setja fjármagn í svona bjálfakerfi. 


mbl.is Engar reglur um kennitöluflakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að stjórnvöld hafi gert afdrifaríka afleiki í viðreisn bankakerfisins einkum þegar um er að ræða aðkomu erlendra kröfuhafa. Sem kröfuhafi væri ég varla ánægður hvernig íslensk stjórnvöld kæmu fram við mig þegar bankarnir voru hólfaðir niður. Þannig eru yfirgnæfandi líkur á því að kröfuhafar muni nýta fyrsta tækifæri og fara í mál við íslenska ríkið í krafti þess óréttlætis sem þeir voru beittir vegna "neyðarlaganna". 

Eðlilegast hefði verið að kalla saman kröfuhafa í hverjum banka og vinna með þeim að uppbyggingu bankakerfisins. Þannig hefði verið tryggð öruggari greiðslumiðlun við útlönd, meiri líkur á að tekist hefði að endurfjármagna erlend lán á Íslandi og það sem meira er að kröfuhafar hefðu séð sér hag í því að koma að fjárhagslegri skipulagninu hér á landi. Hvers vegna ? Jú aðkoma AGS var lykilatriðið, nokkurs konar gæðastimpill yfir því að kröfuhafar yrðu ekki hlunnfarnir. Kröfuhafar hefðu þannig getað séð sér hag í að fjárfesta í áhugaverðum reitum hér á landi.

Afgreiðsla og vinnuferli bankanna í dag er slíkt að kröfuhafar muni aldrei hafa þann slagkraft sem þarf til að koma landinu úr þeim sporum sem við erum í dag. Við þurfum aðra nálgum.

Við Íslendingar verðum að fara haga okkur eins og siðmenntuð þjóð. Við verðum að læra að umgangast aðrar þjóðir á lýðræðislegu plani, hætta að sýna ólýsanlega minnimáttakend yfir smæð okkar o.s.frv.

Ísland og þjóðin eiga ótrúleg tækifæri en við verðum að koma hugsun okkar, framkomu og framkvæmdarvinnu úr hefðbundnum "molbúisma" og yfir í agaða og gegnsæja stjórnsýslu. Innganga í ESB breytir engu þar um. Það þarf annað að koma til.

Hinn íslenski veruleiki sem birtist í kennitöluflakki er sorgleg arfleið af gamla tímanum. Við eigum ekki að vera stollt af því. Við eigum að skammast okkur. Við fásinnumst yfir framferði "fjármálasnilli" undanfarinna ára en afgreiðsla stjórnvalda undanfarið (með sinnuleysi sínu) er á álíka fáguðu plani og fyrri gjörðir. Þetta er eins "óprofessjónalt" og verast er unnt.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:43

2 identicon

Smá leiðrétting á greinaskilunum:

"Afgreiðsla og vinnuferli bankanna í dag er slíkt að kröfuhafar muni aldrei hafa þann slagkraft sem þarf til að koma landinu úr þeim sporum sem við erum í dag. Við þurfum aðra nálgum."

Hér er átt við að "...slíkt að bankarnir muni aldrei hafa þann slagkraft sem þarf til að koma landinu úr þeim sporum sem við erum í dag..."

Í einlægni þá kæmi mér ekki á óvart tvennt:

1) Kröfuhafar muni vinna mál gegn ríkinu vegna setningu Neyðarlaga. Greinilega brot á alþjóðarétti.

2) Íslenskur banki (annar en LÍ) muni fara í þrot. Hvaða erlendur aðili mun endurfjármagna/lána íslenskum banka á næstu árum.

Við þurfum hjálp, mikla hjálp. Ég held að stjórnvöld átti sig ekki á þessu.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það er ekki skrýtið þótt þjóðir þori varla að lána pening til Íslands. Íslenska menningin er ekki á háu þroskastigi ef þetta er ríkjandi hugsunarháttur.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband