10.10.2009 | 15:28
Dómgreindarskortur
Viðbrögð Höskuldar gagnvart ummælum Jóhönnu dæma sig sjálf. Alþingismenn geta ekki hagað sér eins og götustrákar. Svo er þetta er fólkið sem á að taka ákvarðanir um Icesave.
Ef Guð þurfti að hjálpa Íslandi fyrir ári síðan þá er tvíefld þörf á þeirri bæn nú!
![]() |
Mun ekki biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 12:08
Íslensk lágkúra og lýðskrum nær nýjum lágpunkti
Á hvaða plánetu býr þessi Höskuldur Þór. Að bjóða Íslendingum og Norðmönnum upp á aðra eins lágkúru að halda því fram að norski forsætisráherrann gangi erinda Jóhönnu og að hún skipi honum að skrifa bréf eftir íslenskri forskrift er þvílík óvirðing við Norðmenn að hið hálfa er nóg.
Ég get ekki sé annað en þessi Höskuldur hafi hér með skotið sig í fótinn og sé búinn að fyrirgera öllum lánatilboðum sem hann þykist bera frá Noregi. Svona tal og lýðskrum er ekki sæmandi íslenskum alþingismanni.
Honum ber umsvifalaust að biðja Jóhönnu og Stoltenberg afsökunar á þessum ummælum sínum.
![]() |
Jóhanna beitti sér gegn láninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 09:47
Nýir orkuskattar setja strik í reikninginn!
Athyglisverð grein um gagnaver. Auðvita er mjög skynsamlegt að byggja slík á Íslandi en ansi er ég hræddur um að áhuginn erlendis minnki þegar menn gera sér grein fyrir skattahugmyndum stjórnvalda hér.
Það sem erlendir fjárfestar vilja er tryggt skattakerfi sem ekki er verið að hringla með á hverju ári. Stöðuleiki og vissa er algjör forsenda fyrir að erlendir fjárfestar komi hingað.
Því miður er stöðuleiki og vissa orðið að fjarlægum draum á Íslandi. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að skattleggja breiðu bökin og engin bök eru jafn breið og vel rekin erlend fyrirtæki með góðan efnahagsreikning.
Það er ekki bæði haldið og skattlagt.
![]() |
Nýtt gullæði á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.10.2009 | 23:15
Þvílík niðurlæging
Hvað ætla Íslendingar að leggjast lágt. Íslensk utanríkisstefna gengur nú út á betl, væl og kjökur.
Það er margt oft búið að segja við okkur að enginn muni lána okkur eina krónu fyrr en Icesave er leyst. En hlustum við. Nei, þrjóskan og vitleysisgangurinn tröllríður öllu hér. Við erum með svo gjörtapað tafl þar sem við höfum selt sál okkar og heiður fyrir lýðskrum og hreppapólitík af verstu gerð.
Það er bara tvennt til í stöðunni:
1. Við stöndum við okkar orð og samninga og samþykkjum Icesave.
2. Við göngum á bak orða okkar og fellum Icesave og tökum afleiðingunum eins og menn og hættum öllu væli.
Ef við veljum leið 2. eru yfirgnæfandi líkur á að afleiðingarnar verið afleitar og að þeir sem samþykktu neitun á Icesave komi með skottið á milli lappanna og betli EB inngöngu innan tveggja ára. En það er kannski eina leiðin inn í EB.
Ríkisstjórnin á enga kosti nema þessa tvo. Nú er að duga eða drepast.
Bretar og Hollendingar eða AGS eru ekki okkar verstu óvinir, við erum sjálf okkar versti óvinur.
![]() |
Hærra lán ekki í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 19:44
Yes Minister!
Jóhanna og Steingrímur virðast vera föst í gömlum "Yes Minister" þætti sem margir á miðjum aldri muna eftir. Þessi niðurstaða af fundi þeirra í Karphúsinu er dæmigerð, ekki satt:
Engin sérstök niðurstaða varð á fundinum, önnur en sú að reyna með öllum ráðum að flýta því að ná ásættanlegri niðurstöðu...
![]() |
Funduðu í Karphúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 17:37
"Ein volk, ein reich, nein Icesave"
Þökkum fyrir að þetta er ekki enn orðið að fyrirsögn erlendis um Íslendinga. Því lengur sem stjórnvöld og Íslendingar halda að hægt sé að sópa öllu undir teppið og segja að ekki megi persónugera vandann, því erfiðara og kostnaðarsamara verður endurreisnarstarfið.
Á sama tíma og útlendingar furða sig á hvers vegna engin kæra hefur verið lögð fram á útrásarvíkingana eða bankamenn, eru íslensk stjórnvöld í gengnum skilanefndir að eyða tíma og peningum í að greiða götu þessara manna til að halda í eignir sem þeir telja sínar.
Hvað hefur mikill tími og kostnaður farið í að reyna að bjarga Jóni Ásgeiri, Wernersbræðrum, Bakkabræðrum, Björgólfi yngri, og fleiri? Kostnaður skilanefnda síðan þeim var komið á laggirnar er öruggleg kominn á annan miljarð og þar á ekkert að spara!
Er vona að útlendingar hristi hausinn fyrir þessari vitleysu og seinagangi!
![]() |
Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 16:08
Ríkisstjórnin að missa tökin
Nýjasta útspil forsætisráðherra að veifa skýrslum Seðlabankans og Viðskiptaráðuneytisins um hætturnar sem felast í óleystu Icesave mun varla breyta miklu í þeim skurðgrafahugsunarhætti sem hefur grafið um sig í þjóðfélaginu um þetta Icesave mál. Bæði Seðlabankinn og ráðuneytin eru rúin trausti.
Þetta verður afgreitt sem "úlfur, úlfur" af andstæðingum stjórnarinnar. Allt er afgreitt sem hræðsluáróður, sem vekur upp spurningar um hversu mikið þarf ástandið að versna áður en stjórnarandstaðan fer að hlusta á hagfræðirök og koma með raunhæfa efnahagstillögur.
Greinilegt er að 23. október er örlagadagur fyrir Íslendinga. Ef ekkert semst munu útlendingar draga þá ályktun að hér ríki stjórnarkreppa og að þjóðin sé klofin og geti ekki komið sér saman um eitt eða neitt. Við frestum vandamálum og rífumst en leysum engin vandamál sjálf. Við viljum helsta að útlendingar vinni okkar skítverk og þrífi upp eftir okkur.
Margir halda að best sé bara að láta reyna á þetta Icesave fyrir dómsólum og að Bretar og Hollendingar munu tapa því máli fyrir íslenskum dómstóli. Auðvita munu útlendingar tapa pólitísku máli fyrir íslenskum dómstól, það er eins öruggt og að sólin rísi upp í austri. En jafngildir það sigri fyrir Íslendinga? Hver er skilgreining á sigri hér? Er nóg að sigra orrustuna en tapa stríðinu?
Á hvaða leið eru við? Er Icesave upphaf og endir alls? Hvers konar þjóðfélag eru við að byggja upp hér. Hver eru gildin og stefnan? Vísa stjórnmálaflokkarnir vegin?
Samfylkingin hefur stefnu sem byggir á EB aðild en vantar leiðtoga
VG eru klofnir en hafa sterka leiðtoga, kannski of marga
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hvorki hafa stefnu né sterkan leiðtoga
Framsókn byggir á lýðskrumi og skæruhernaði
Hreyfingin logar í innanhúsdeilum og átökum
Svo halda menn, að það að hræra þetta saman í eina þjóðstjórn muni leysa málin! Nei, við erum þjóð í fjötrum eigin stjórnmálamanna. Það er okkar kross að bera.
![]() |
Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2009 | 13:08
Fjármálaóreiða, orkuskattar og Icesave stefna framtíð OR í hættu
Í Fréttablaðinu í dag er frétt um OR og 30 ma kr. lán frá EIB sem beðið er eftir í ofvæni. Fáist ekki lánið eru framkvæmdir við Helguvík og Hverárhlíðarvirkjun í uppnámi.
Hér leggst margt á eitt.
- Fjárhagsleg staða OR er afleit eins og síðasta hálfsárs milliuppgjör ber með sér
- Mikil óviss ríkir um efnahagslega endurreisn Íslands sem er öll tengd við Icesave
- Óvissa um stefnu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og skattlagningu orkufyrirtækja
EIB fer varla að lána OR 30 ma kr. ef ekkert verður af framkvæmdum við Helguvík. Fjárhagsleg staða OR leyfir það ekki. Nauðsynlegt skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu hlýtur að vera viðunandi orkusamningur við Helguvík. Hins vegar er erfitt fyrir Norðurál að ganga til samninga ef nægjanleg orka er ekki til afhendingar og skattaumhverfið er allt upp í lofti.
Ástandið var nógu slæmt í júli en hefur snarversnað með skattaáformum stjórnvalda og yfirlýsingum VG sem blása heitu og köldu á orkuframkvæmdir hér á landi.
Það er algjör óþarfi að gera uppbyggingu hér erfiðari en hún þegar er og setja fleiri steina í götu OR og Norðuráls. VG verða að skilja að Ísland er ekki Miðjarðarhafsland og við getum ekki öll lifað að ferðamennsku og fiskveiðum.
9.10.2009 | 09:11
"Afglöp" embættismanna kosta milljarða í hækkaða skatta
Það er æ betur að koma í ljós hversu dýrkeypt það er orðið fyrir skattgreiðendur að stjórnmálamenn settu embættismenn og pólitíska gæðinga í lykilstöður eftir hrun í stað faglegra sérfræðinga.
Íslenska embættismenn og stjórnmálamenn skortir alþjóðlega bankareynslu. Einföld staðreynd sem virðist vefjast fyrir mönnum en mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir skattgreiðendur eins og þeir munu komast að raun um fyrir áramót.
50 ma kr. þurfti að afskrifa hjá bönkunum vegna kaupa á peningamarkaðssjóðsbréfum. Enginn ber ábyrgð á þessu. Bankamálaráðherra á þeim tíma sagði að þetta væri ákvörðun stjórnenda nýju bankanna og þvoði hendur sínar af þessu. Ný stjórn bankanna mun ekki þurfa að svara fyrir þetta frekar en stjórnir gömlu bankanna fyrir sínar gjörðir.
Nei, íslenskir stjórnarhættir eru í sérflokki þar sem allt gengur út á að vernda hagsmuni þeirra einstaklinga sem þar veljast inn sem gefur stjórnmálamönnum færi á að láta reynslulitla embættismenn vinna skítverkin fyrir sig á kostnað skattgreiðenda.
Enginn flokkur berst fyrir raunverulegum umbótum á íslenskum stjórnarháttum.
Hvað segir það okkur?
![]() |
Landsbankinn: Almenningur borgar vegna ákvarðana embættismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2009 | 16:38
Nei Árni, nú þarf nýtt fólk
Það er ekki nóg að "velja rétt" ef allt sem er í boði er rotið og spillt. Þessi sífelldi söngur stjórnmálamanna um að hrunið hér á landi sé smæð okkar og erlendir hugmyndafræði að kenna og allt falli í ljúfa löð ef við bara veljum rétt er lýðskrum af verstu gerð.
Það mun aldrei nást sátt og samkomulag hjá þjóðinni eða heilbrigð endurreisn fyrr en stjórnmálamenn fara að viðurkenna sinn mannlega þátt í hruninu. Þeirra sofandaháttur, vanþekking, reynsluleysi og skortur á siðferðisþreki er hluti af því kerfi sem brást og verður ekki sópað undir teppið.
Hvorki einangrun landsins eða EB aðild mun bæta þessa þætti, aðeins þyrla ryki í augun á fólki, en kannski var það alltaf ætlun stjórnmálamanna, þeir hugsa jú aldrei lengra en til næsta prófkjörs!
Og þar liggur vandinn, á meðan kjósendur sjá ekki annað fólk en sem því er sagt að kjósa verða breytingar hægar og erfiðar.
![]() |
Nú þarf að velja rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |