Fjármálaóreiða, orkuskattar og Icesave stefna framtíð OR í hættu

Í Fréttablaðinu í dag er frétt um OR og 30 ma kr. lán frá EIB sem beðið er eftir í ofvæni.  Fáist ekki lánið eru framkvæmdir við Helguvík og Hverárhlíðarvirkjun í uppnámi.

Hér leggst margt á eitt. 

  1. Fjárhagsleg staða OR er afleit eins og síðasta hálfsárs milliuppgjör ber með sér
  2. Mikil óviss ríkir um efnahagslega endurreisn Íslands sem er öll tengd við Icesave
  3. Óvissa um stefnu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og skattlagningu orkufyrirtækja 

EIB fer varla að lána OR 30 ma kr. ef ekkert verður af framkvæmdum við Helguvík.  Fjárhagsleg staða OR leyfir það ekki.  Nauðsynlegt skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu hlýtur að vera viðunandi orkusamningur við Helguvík.  Hins vegar er erfitt fyrir Norðurál að ganga til samninga ef nægjanleg orka er ekki til afhendingar og skattaumhverfið er allt upp í lofti.

Ástandið var nógu slæmt í júli en hefur snarversnað með skattaáformum stjórnvalda og yfirlýsingum VG sem blása heitu og köldu á orkuframkvæmdir hér á landi.

Það er algjör óþarfi að gera uppbyggingu hér erfiðari en hún þegar er og setja fleiri steina í götu OR og Norðuráls.  VG verða að skilja að Ísland er ekki Miðjarðarhafsland og við getum ekki öll lifað að ferðamennsku og fiskveiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband