Þvílík niðurlæging

Hvað ætla Íslendingar að leggjast lágt.  Íslensk utanríkisstefna gengur nú út á betl, væl og kjökur.

Það er margt oft búið að segja við okkur að enginn muni lána okkur eina krónu fyrr en Icesave er leyst.  En hlustum við.  Nei, þrjóskan og vitleysisgangurinn tröllríður öllu hér.  Við erum með svo gjörtapað tafl þar sem við höfum selt sál okkar og heiður fyrir lýðskrum og hreppapólitík af verstu gerð.

Það er bara tvennt til í stöðunni:

1. Við stöndum við okkar orð og samninga og samþykkjum Icesave.

2. Við göngum á bak orða okkar og fellum Icesave og tökum afleiðingunum eins og menn og hættum öllu væli.  

Ef við veljum leið 2. eru yfirgnæfandi líkur á að afleiðingarnar verið afleitar og að þeir sem samþykktu neitun á Icesave komi með skottið á milli lappanna og betli EB inngöngu innan tveggja ára. En það er kannski eina leiðin inn í EB. 

Ríkisstjórnin á enga kosti nema þessa tvo.  Nú er að duga eða drepast.

Bretar og Hollendingar eða AGS eru ekki okkar verstu óvinir, við erum sjálf okkar versti óvinur.  


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekki nóg með að marg búið sé að segja það heldur liggur það allt fyrir skjalfest á öllum póstum frá byrjun.

Þegar ísland hóf samstarf við IMF var það eitt að skilyrðunum að icesave yrði leyst og sú lausnarleið hafði verið gengin mestanpart af þáverandi stjórnvöldum.

Síðn hafa menn stöðugt verið að koma ofan af fjöllum í málinu - alveg eins og þeir hafi gleymt öllu sem skeð hafði á undan.

Ha ?  Þarf að leysa icesave  ?  Hvilík kúgun !  O.s.frv.

Alveg skraulegt bara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.10.2009 kl. 23:42

2 identicon

Nákvæmlega - hver þarf óvini með aðra eins vini (og okkur sjálf :-o)

Skil ekki umræðuna, skil ekki fjölmiðlaumfjöllunina, skil ekki að nokkur láti glepjast af málflutningi stjórnarandstöðunnar....... því eins og þú bendir réttilega á þá er það ekki eins og við eigum marga valkosti.

ASE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Kama Sutra

Ég er komin með höfuðið ofan í sandinn af skömm yfir sumum samlöndum mínum.  Jólasveinarnir tveir í Framsókn eru að toppa allt þessa dagana.

Plís, ekki segja neinum að ég sé Íslendingur!

Kama Sutra, 10.10.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bráðum koma blessuð jólin

Sigurður Haraldsson, 10.10.2009 kl. 04:08

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þriðja leiðin er til en hún er sú að rjúfa þing og setja bráðabirgðalög um lausn þessa máls ef fullreynt er að  þingið getur ekki leyst það.  Það er öllum skynsömum ljóst að þessu verður ekki skotið í dóm þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú reynir á pólitískan þroska hinna ungu og óreyndu. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 08:23

6 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Algerlega sammála þér.

Það sem mér finnst verst er að enginn virðist einu sinni vilja ræða um hvað verður ef við fáum á okkur útilokun vegna Icesave.  Á mannamáli þ.e.

Svo þegar við sitjum upp með það að vera með gjaldmiðil svipaðan og í Zimbabve, eigum ekki lengur möguleika á að komast inn á okkar núverandi markaði og öll verðmætasköpun þarf að fara fram á Íslandi og ekki utan, þá auðvitað dettur landið okkar aftur um einhvern tíma.

Fólk er strax búið að gleyma ástandinu þegar lánalínur hurfu í fyrra. 

Ef við ætlum að neita Icesave þarf að eiga skjól í vinum á öðrum svæðum en þeim sem við höfum nú tengst og neita okkur um fyrirgreiðslu fyrr en Icesave er klárað. 

Alltof margir Íslendingar telja okkur geta lifað ein utan þjóðasamfélagsins.  Sem er auðvitað alveg fráleitt!

Magnús Þór Jónsson, 10.10.2009 kl. 08:24

7 identicon

Niðurlægingin fyrir fólkið í landinu vegna þessa máls byggir ekki á því hve vondir útlendingar eru eða ósanngjarnir.

Hún byggir á því að þetta innheimtumál fór í rangan feril í byrjun; var í röngum höndum vanhæfra stjórnmála- og embættismanna sem tóku ranga stefnu með þetta mál. Þetta var ekki pólítískt málefni í byrjun (voru viðskipti á markaði) og enn síður átti að gera það að slíku síðar meir. 

Þetta er í reynd innheimtukrafa erlendra innistæðueigenda á hlutafélag hér á landi, en búið er að snúa þessu upp í algert rugl sem ekki er séð endann fyrir.

Um þetta mál á dómstóll að fjalla og ábyrgðarmenn og aðaleigendur Landsbankans og þeir  stjórnmála- og embættismenn sem að þessum viðskiptum komu eiga að mæta í dómssal og axla ábyrgð.

Það er aðalleikararnir - ekki almennir borgara þessa lands.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband