Nýir orkuskattar setja strik í reikninginn!

Athyglisverð grein um gagnaver. Auðvita er mjög skynsamlegt að byggja slík á Íslandi en ansi er ég hræddur um að áhuginn erlendis minnki þegar menn gera sér grein fyrir skattahugmyndum stjórnvalda hér.

Það sem erlendir fjárfestar vilja er tryggt skattakerfi sem ekki er verið að hringla með á hverju ári.  Stöðuleiki og vissa er algjör forsenda fyrir að erlendir fjárfestar komi hingað.

Því miður er stöðuleiki og vissa orðið að fjarlægum draum á Íslandi.  Það er stefna ríkisstjórnarinnar að skattleggja breiðu bökin og engin bök eru jafn breið og vel rekin erlend fyrirtæki með góðan efnahagsreikning.

Það er ekki bæði haldið og skattlagt. 


mbl.is Nýtt gullæði á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er mikið rétt, Andri Geir. Það er ýmislegt gert til að fæla fjárfesta frá landinu um þessar mundir. En það mætti nú alveg skoða það að þeir sem koma hingað til að losna við kolefnisskatta hjálpi okkur að greiða niður okkar kolefni.

En það er merkilegt með okkur. Það er sama hvort það er loðdýrarækt, fiskeldi, vatnsútflutningur eða fjámálastarfsemi, að þessu öllu göngum við eins og síld- og loðnuveiðum og skjótum okkur í fæturna áður en við komumst almennilega af stað. Vonandi verður ekki svo með gagnaverin.

Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Brattur

En er ekki sjálfsagt að fyrirtækin (þau sem geta) taki á sig álögur eins og ástandið er í dag... en ekki bara almenningur ?

Brattur, 10.10.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Alveg rétt, við eigum auðvita að fá eðlilegar og sanngjarnar skattgreiðslur sem eru samkeppnishæfar.  En það verður ekki gert með einu pennastriki á servéttu.  Skattur á álfyrirtæki og gagnaver er tvennt ólíkt.  Handahófskenndar ákvarðanir eru eitur í blóði viðskiptamanna alla vega erlendra.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 10:10

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Brattur,

Erlend gagnaver hafa val og eru ekki góðgerðarstofnanir, ef íslenskur skattur er hærri en CO2 skattur erlendis koma þau einfaldlega ekki.  Vísa annars til fyrri færslu minnar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 10:13

5 identicon

Andri,

orkan er ekki óþrjótandi á Íslandi (eða Litlu Nígeríu í norðri) !  Hér hafa heimskir stjórnmálamenn á borð við Valgerði Sverrisdóttur gert aulasamninga við erlenda auðhringa, þar sem menn sitja enn hlandblautir og sveittir á stjórnarfundum hlægjandi og geta ekki hætt að hlægja af því hvernig þeir tóku (munu taka) Íslendinga í afturendann !

Sanngjörn greiðsla fyrir afnot af auðlindum almennings er sjálfsögð og á ekki að vera neitt til að skammast sín fyrir.  Í dag er það algjör forsenda til að standa undir skuldabyrði þjóðarinnar !

Það hlýtur þó að vera umhugsunarvert að Björgólfur T. ´´rússneski´´ með sinn fjárglæfraferil skuli vera leyft að standa í svona ´´business´´ !  Er ekki nóg komið af hundakúnstum slíkra brellumeistara fáranleikans ?

Halli (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Skattar á orkufyritæki hafa engin áhrif á fjárfestingar þetta er bar áróður hja Ihaldinu.

Árni Björn Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: kallpungur

Það er alltaf eins með þessa vinstrimenn. Þeir tuða alltaf um sanngjarna gjaldtöku og sjálfsagða álagningu skatta. Það þarf alltaf að vera minna þá að 40% af engu er EKKERT. Menn menn fá enga "sanngjarna" greiðslu fyrir afnot af orkuauðlindum landsins ef enginn er starfsemin sem nýtir þær. Óhófleg skattastefna núverandi ríkistjórnar kemur til með að herða á kreppunni og lengja hana. Menn ættu að líta til aukinnar framleiðni og fjölgun starfa frekar en aukinnar skattheimtu.

kallpungur, 10.10.2009 kl. 11:25

8 identicon

Ef ég skil þetta rétt er Verne Global alls ekki erlendur fjárfestir. Þetta fyrirtæki er í eigu Verne Holdings og Novators sem bæði eru í meirihluta- eða einkaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Útrásarvíkingarnir eru ennþá að...

S (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 11:42

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

S,

Ef þetta er einhver Björgúlfsbrellan er það stórhættulegt.   Eru menn búnir að gleyma hver átti Landsbankann og að Landsbankinn setti Icesave svikamylluna í gang.

Ef Björgúlfur hefur peninga aflögu til að fjárfesta á Íslandi á meðan skattgreiðendur borga skuldir hans í Icesave er þessari þjóð ekki bjargandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 11:54

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Erlendir fjárfestar munu kippa að sér höndum þegar þeir sjá að þeir geti átt von á "eftirá" sköttum, þegar þeir hafa undirritað samninga hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 13:04

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er óþolandi þegar okkar eigin ríkisstjórn er í veginum fyrir uppbyggingu með fáránlegum hindrunum og aðgerðum. Eftirábreyttir skilmálar eru svik á gerðum samningum og við löðum ekki að okkur fjárfesta á þann hátt. Vinstri Grænir eru að kosta okkur um 4000 störf með beinum hindrunum í atvinnuuppbyggingu þessa dagana. Síðan ætlar þessi versti umhverfisráðherra frá upphafi að bæta um betur og neita að sækja um sérákvæði fyrir Ísland á loftslagsráðstefnunni. Það er eins og hún haldi að það sé sérlofthjúpur um Ísland og að ekki sé betra að nota endurnýjanlega orku til framleiðslunnar hér en kolarekna annarstaðar. Þá er alveg ótalin þessi skelfilegu fjárlög þar sem vantar helming jöfnunnar þ.e. hvernig ætlar ríkisstjórnin að auka tekjur? Ekki með þessum uppákomum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.10.2009 kl. 13:38

12 identicon

Skattar á afnot af náttúruaðlindir þjóðar er mjög skynsamlegt, trygging þjóðarinnar að hún fái arð af auðlind sinni. Skatttekjur fyrirtækja sem sækja í auðlindina er engin trygging fyrir að renni til þjóðarinnar. Hagnað er einfalt að fela á marga vegu.

"Vinstri Grænir eru að kosta okkur um 4000 störf með beinum hindrunum í atvinnuuppbyggingu þessa dagana. Síðan ætlar þessi versti umhverfisráðherra frá upphafi að bæta um betur og neita að sækja um sérákvæði fyrir Ísland á loftslagsráðstefnunni."

Óháð stjórnmálaskoðunum þá er kalt mat að þetta er hæpin fullyrðing og stenst ekki skoðun:

1) Ísleningar hafa þegar fjárfest gríðarlega í stóriðju undanfarinna áratugi. Síðasta stóra afrekið, Kárahnjúkaverkefni, kostaði yfir 300 milljarða IKR !!

2) Nú er komið að virkja þá auðlind sem við höfum fjárfest í og það er menntunin. Nýsköpun er það sem mun koma okkur úr núverandi vanda sem við erum í. Með skattalegum tilfærslum er unnt að byggja undir og gefa nýsköpun vængi. Þetta gerðu Finnar með góðum árangri. Framtíð okkar byggist á öðru en áli og fiski

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:45

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Björn, ef menn vilja rökræða hlutina, þá er betra að hafa staðreyndir á hreinu.

Kárahnjúkar kostuðu 133 miljarða, framreiknað og ekki króna af því kom úr opinberum sjóðum. Samkvæmt nýjustu arðsemisútreikningum þá er hagnaður LV af framkvæmdinni meiri en lagt var upp með, eða 13% af eigið fé.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 15:37

14 identicon

Gunnar, ég sagði ekki Kárahnjúkavirkjun heldur:

 "...Kárahnjúkaverkefni, kostaði yfir 300 milljarða IKR" Grundvallar munur þar á. Sem sagt allt verkið ekki aðeins virkjunin.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:28

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bíddu nú við, Björn! Íslendingar hafa ekki fjárfest í álverinu á Reyðarfirði. Ég hélt að það væri jákvætt þegar erlendir peningamenn nota fjármuni sína til atvinnuuppbyggingar hér, en þú setur þetta upp sem einhvern kostnað!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 19:52

16 identicon

Gunnar þú tekur aðeins beinn fjárfestingarkostnað í þeirri tölu sem þú tilgreinir. Þess vegna er talan þín allt of lág. Það vantar inn í tölu þína:

Fórnarkostnað á fjármagn sem fór í verkefnið

Fórnarkostnað á umhverfið sem fór undir virkjun

o.s.frv. Taktu allt með í útreikninginn og þá færðu a.m.k. 300 milljarða. Það þýðir ekkert að vera að fegra hlutina. Tölurnar tala sínu máli.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 00:29

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í löglegu bókhaldi eru ekki bara tilgreind gjöld. Ef menn gera það þá fara menn í fangelsi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 04:30

18 identicon

Gunnar þetta snýst ekki um bókhald heldur útreikninga á fjárfestingunni. Ekki segja mér að Landsvirkjun hafi reiknað fórnarkostnaðinn á fjármagnið að einhverri sanngirni. Til þess þarf að meta alla mögulega fjárfestingar sem unnt væri að nýta þessa fjármuni í bæði til nýsköpunar og annað.

Sýndu mér svart á hvítu tölurnar fyrir mat á fórnarkostnði við Kárahnjúkaverkefnið.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband